David Alaba orðaður við Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 09:10 David Alaba með Meistaradeildarbikarinn eftir sigur Bayern München í úrslitaleiknum í ágúst. Getty/M. Donato Fréttirnar af Liverpool þessa dagana snúast aðallega hvernig knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp ætlar að leysa það að Virgil van Dijk er með slitið krossband og verður ekkert meira með á leiktíðinni. Meiðsli Fabinho í síðasta leik hafa aðeins aukið pressuna á að auka breiddina í miðvarðarstöðunum. Liverpool vantar reynslumikinn miðvörð til að hjálpa liðinu í gegnum þetta tímabil og ekki er slæmt ef sá leikmaður getur leyst fleiri en eina stöðu á vellinum. David Alaba's contract talks with Bayern Munich have reportedly collapsed.The papers are linking him with a January move to Liverpool.The latest gossip https://t.co/D0eLQYUGsT#bbcfootball pic.twitter.com/B1eAP7ECYQ— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 David Alaba hjá Bayern München er einmitt leikmaður sem Liverpool er sagt hafa áhuga á og líkurnar á því að ná í kappann jukust eftir að fréttist af því að það hefði slitnað upp úr samningaviðræðum leikmannsins og Bayern München. Bild slær því upp að ekkert gangi hjá Bæjurum að semja við Svisslendinginn. Samningur David Alaba rennur út næsta sumar en hann skrifaði undir fimm ára framlengingu í mars 2016. Alaba hefur verið hjá Bayern frá því sumarið 2010 eða í meira en áratug. Hann er núna 28 ára gamall. David Alaba gæti því yfirgefið Bayern í sumar á frjálsri sölu og því væri freistandi fyrir þýsku Evrópumeistarana að reyna að fá eitthvað fyrir hann í janúarglugganum. Liverpool reportedly considering move for David Alaba in January.— Anfield Watch (@AnfieldWatch) October 28, 2020 Það þykir líklegt að Liverpool nýti sér þetta dauðafæri því David Alaba er á óskalista félagsins samkvæmt heimildum Football Insider. Liverpool keypti Thiago af Bayern í haust og hver veit nema að það verði komnir tveir Evrópumeistarar í Liverpool liðið í janúar. David Alaba hefur spilað næstum því 400 leiki fyrir Bayern München en hann hefur unnið þýsku deildina níu sinnum og vann Meistaradeildina í annað skiptið í ágúst. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Fréttirnar af Liverpool þessa dagana snúast aðallega hvernig knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp ætlar að leysa það að Virgil van Dijk er með slitið krossband og verður ekkert meira með á leiktíðinni. Meiðsli Fabinho í síðasta leik hafa aðeins aukið pressuna á að auka breiddina í miðvarðarstöðunum. Liverpool vantar reynslumikinn miðvörð til að hjálpa liðinu í gegnum þetta tímabil og ekki er slæmt ef sá leikmaður getur leyst fleiri en eina stöðu á vellinum. David Alaba's contract talks with Bayern Munich have reportedly collapsed.The papers are linking him with a January move to Liverpool.The latest gossip https://t.co/D0eLQYUGsT#bbcfootball pic.twitter.com/B1eAP7ECYQ— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 David Alaba hjá Bayern München er einmitt leikmaður sem Liverpool er sagt hafa áhuga á og líkurnar á því að ná í kappann jukust eftir að fréttist af því að það hefði slitnað upp úr samningaviðræðum leikmannsins og Bayern München. Bild slær því upp að ekkert gangi hjá Bæjurum að semja við Svisslendinginn. Samningur David Alaba rennur út næsta sumar en hann skrifaði undir fimm ára framlengingu í mars 2016. Alaba hefur verið hjá Bayern frá því sumarið 2010 eða í meira en áratug. Hann er núna 28 ára gamall. David Alaba gæti því yfirgefið Bayern í sumar á frjálsri sölu og því væri freistandi fyrir þýsku Evrópumeistarana að reyna að fá eitthvað fyrir hann í janúarglugganum. Liverpool reportedly considering move for David Alaba in January.— Anfield Watch (@AnfieldWatch) October 28, 2020 Það þykir líklegt að Liverpool nýti sér þetta dauðafæri því David Alaba er á óskalista félagsins samkvæmt heimildum Football Insider. Liverpool keypti Thiago af Bayern í haust og hver veit nema að það verði komnir tveir Evrópumeistarar í Liverpool liðið í janúar. David Alaba hefur spilað næstum því 400 leiki fyrir Bayern München en hann hefur unnið þýsku deildina níu sinnum og vann Meistaradeildina í annað skiptið í ágúst.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira