Ísak segir fimmtán ára frænda sinn vera betri en hann var á sama aldri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 09:31 Ísak Bergmann Jóhannesson í leik með unglingalandsliði Íslands. Getty/Piaras Ó Mídheach Expressen skrifar mikið um framtíð íslenska unglingalandsliðsmannsins Ísaks Bergmann Jóhannessonar sem sænska blaðið orðar við mörg af stærstu fótboltaklúbbum Evrópu. Blaðamaður Expressen gengur líka svo langt að vera búinn að finna eftirmann Ísaks hjá Norrköping og sá er kemur úr sömu fjölskyldunni ofan af Skipaskaga. Njósnari Norrköping segir frá því að tíu af stærstu klúbbum Evrópu hafa sýnt Ísaki áhuga en þessi sautján ára strákur er þegar kominn í lykilhlutverk í sænsku úrvalsdeildinni sem og í íslenska 21 árs landsliðinu. Anel Avdic á Expressen ræddi við Ísak eftir síðasta leik Norrköping þar sem vitað var af njósnara Liverpool í stúkunni. Norrköpings supertalang Isak Bergmann Johanesson scoutades av Liverpool men föredrar Manchester United: Det är drömklubben https://t.co/c97DVSLvFN— SportExpressen (@SportExpressen) October 28, 2020 Avdic var nánast búinn að ákveða það að Norrköping myndi selja Ísak Bergmann í vetur og spurði Ísak út í það hvort frændi hans Jóhannes Kristinn Bjarnason myndi jafnvel koma í staðinn fyrir hann. Ísak Bergmann og Jóhannes Kristinn eru synir bræðranna Jóhannes Karls Guðjónssonar og Bjarna Guðjónssonar sem náðu því á einum tímapunkti að spila saman með íslenska A-landsliðinu og þá var eldri bróðir þeirra Þórður einnig með. Ef marka má orð Ísaks þá gætu þeir frændur jafnvel spilað saman með íslenska A-landsliðinu í framtíðinni. View this post on Instagram Þri r ungir leikmenn spiluðu sinn fyrsta leik fyrir fe lagið þeir Birgir Steinn, Jo hannes og Valdimar Daði Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og gerði Ægir Jarl markið #allirsemeinn A post shared by KR Reykjavi k (@krreykjavik1899) on Jun 1, 2020 at 2:02pm PDT Jóhannes Kristinn Bjarnason er núna á reynslu hjá Norrköping og fær á meðan að búa hjá Ísaki frænda sínum. Hann er hér í miðjunni á myndinni hér fyrir ofan en hún var tekin þegar hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokks leik með KR. „Hann er búinn að vera að æfa með okkur í eina viku. Feður okkar eru bræður. Hann er mjög góður miðjumaður og framherji. Hann er betri en ég var þegar ég var fimmtán ára. Hann getur líka spilað frammi,“ sagði Ísak. „Hann er kannski betri en ég var þegar ég kom hingað. Það er mjög gaman að hafa hann hér. Við spiluðum fótbolta saman þegar við vorum yngri. Það er því mjög skemmtilegt að hann sé hér í Norrköping. Hann ræður vel við hraðann á æfingunum,“ sagði Ísak. „Þegar þú ferð til United, mun Jóhannes þá taka við af þér,“ spyr sænski blaðamaðurinn. Ísak hlær og svarar svo: „Við sjáum til, við sjáum til.“ Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira
Expressen skrifar mikið um framtíð íslenska unglingalandsliðsmannsins Ísaks Bergmann Jóhannessonar sem sænska blaðið orðar við mörg af stærstu fótboltaklúbbum Evrópu. Blaðamaður Expressen gengur líka svo langt að vera búinn að finna eftirmann Ísaks hjá Norrköping og sá er kemur úr sömu fjölskyldunni ofan af Skipaskaga. Njósnari Norrköping segir frá því að tíu af stærstu klúbbum Evrópu hafa sýnt Ísaki áhuga en þessi sautján ára strákur er þegar kominn í lykilhlutverk í sænsku úrvalsdeildinni sem og í íslenska 21 árs landsliðinu. Anel Avdic á Expressen ræddi við Ísak eftir síðasta leik Norrköping þar sem vitað var af njósnara Liverpool í stúkunni. Norrköpings supertalang Isak Bergmann Johanesson scoutades av Liverpool men föredrar Manchester United: Det är drömklubben https://t.co/c97DVSLvFN— SportExpressen (@SportExpressen) October 28, 2020 Avdic var nánast búinn að ákveða það að Norrköping myndi selja Ísak Bergmann í vetur og spurði Ísak út í það hvort frændi hans Jóhannes Kristinn Bjarnason myndi jafnvel koma í staðinn fyrir hann. Ísak Bergmann og Jóhannes Kristinn eru synir bræðranna Jóhannes Karls Guðjónssonar og Bjarna Guðjónssonar sem náðu því á einum tímapunkti að spila saman með íslenska A-landsliðinu og þá var eldri bróðir þeirra Þórður einnig með. Ef marka má orð Ísaks þá gætu þeir frændur jafnvel spilað saman með íslenska A-landsliðinu í framtíðinni. View this post on Instagram Þri r ungir leikmenn spiluðu sinn fyrsta leik fyrir fe lagið þeir Birgir Steinn, Jo hannes og Valdimar Daði Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og gerði Ægir Jarl markið #allirsemeinn A post shared by KR Reykjavi k (@krreykjavik1899) on Jun 1, 2020 at 2:02pm PDT Jóhannes Kristinn Bjarnason er núna á reynslu hjá Norrköping og fær á meðan að búa hjá Ísaki frænda sínum. Hann er hér í miðjunni á myndinni hér fyrir ofan en hún var tekin þegar hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokks leik með KR. „Hann er búinn að vera að æfa með okkur í eina viku. Feður okkar eru bræður. Hann er mjög góður miðjumaður og framherji. Hann er betri en ég var þegar ég var fimmtán ára. Hann getur líka spilað frammi,“ sagði Ísak. „Hann er kannski betri en ég var þegar ég kom hingað. Það er mjög gaman að hafa hann hér. Við spiluðum fótbolta saman þegar við vorum yngri. Það er því mjög skemmtilegt að hann sé hér í Norrköping. Hann ræður vel við hraðann á æfingunum,“ sagði Ísak. „Þegar þú ferð til United, mun Jóhannes þá taka við af þér,“ spyr sænski blaðamaðurinn. Ísak hlær og svarar svo: „Við sjáum til, við sjáum til.“
Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira