Missti sig yfir Messi og líkti honum við Harry Potter Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 15:31 Lionel Messi á ferðinni með boltann í sigri Barcelona á Juventus í gær. Getty/Valerio Pennicino Ítalska knattspyrnugoðsögnin Christian Vieri var í miklum ham eftir sigur Barcelona á Juventus í Meistaradeildinni í gær og hann fór aðallega á flug í lýsingu sinni á snilli LIonel Messi. Lionel Messi var með mark og glæsilega stoðsendingu þegar Barcelona vann 2-0 útisigur á Juventus í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Christian Vieri er fyrrum markakóngur bæði í ítölsku deildinni og með ítalska landsliðinu en hann starfar nú sem knattspyrnusérfræðingur hjá CBS Sports. Vieri fór mikinn í að lýsa aðdáun sinni á argentínska snillingnum Lionel Messi eftir leikinn í gær. "Messi is a magician, he's the Harry Potter of soccer and when he stops playing, I'm throwing my TVs away. I'm not going to work no more on TV, I'm going to watch Netflix, that's it, because when he stops there's nothing else to watch." https://t.co/cyuVtJsi1k— SPORTbible (@sportbible) October 29, 2020 „Barcelona liðið var stórkostlegt í þessum leik. Þetta var aldrei spurning. Þeir hefðu getað skorað sex eða sjö mörk auðveldlega. Þeir spiluðu frábærlega,“ sagði Christian Vieri. „Messi er galdramaður. Hann er Harry Potter fótboltans og þegar hann hættir að spila þá ætla ég að henda sjónvarpinu mínu,“ sagði Vieri. „Ég mun bara horfa á Netflix í staðinn. Þannig er staðan. Þegar Messi hættir þá er ekkert til að horfa á sjónvarpinu,“ sagði Vieri. Barcelona kom sterkt til baka eftir 3-1 tap á móti Real Madrid í El Clasico um helgina. „Ég veit ekki hvernig þeir fóru af því að tapa á móti Real Madrid en eftir að hafa horft á þá á móti Juventus þá finnst mér að þeir eigi ekki að tapa aftur á þessu ári. Það er ómögulegt ef þeir spila svona,“ sagði Vieri. „Enginn leikur er eins en Barcelona liðið sem ég sá er ótrúlegt lið. Þegar þú ert með svona tíu þá er allt hægt. Það er leiðinlegt að það voru engir áhorfendur til að horfa á leikinn því stuðningsmennirnir eiga skilið að sjá þetta lið spila,“ sagði Vieri. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Sport Fleiri fréttir Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Sjá meira
Ítalska knattspyrnugoðsögnin Christian Vieri var í miklum ham eftir sigur Barcelona á Juventus í Meistaradeildinni í gær og hann fór aðallega á flug í lýsingu sinni á snilli LIonel Messi. Lionel Messi var með mark og glæsilega stoðsendingu þegar Barcelona vann 2-0 útisigur á Juventus í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Christian Vieri er fyrrum markakóngur bæði í ítölsku deildinni og með ítalska landsliðinu en hann starfar nú sem knattspyrnusérfræðingur hjá CBS Sports. Vieri fór mikinn í að lýsa aðdáun sinni á argentínska snillingnum Lionel Messi eftir leikinn í gær. "Messi is a magician, he's the Harry Potter of soccer and when he stops playing, I'm throwing my TVs away. I'm not going to work no more on TV, I'm going to watch Netflix, that's it, because when he stops there's nothing else to watch." https://t.co/cyuVtJsi1k— SPORTbible (@sportbible) October 29, 2020 „Barcelona liðið var stórkostlegt í þessum leik. Þetta var aldrei spurning. Þeir hefðu getað skorað sex eða sjö mörk auðveldlega. Þeir spiluðu frábærlega,“ sagði Christian Vieri. „Messi er galdramaður. Hann er Harry Potter fótboltans og þegar hann hættir að spila þá ætla ég að henda sjónvarpinu mínu,“ sagði Vieri. „Ég mun bara horfa á Netflix í staðinn. Þannig er staðan. Þegar Messi hættir þá er ekkert til að horfa á sjónvarpinu,“ sagði Vieri. Barcelona kom sterkt til baka eftir 3-1 tap á móti Real Madrid í El Clasico um helgina. „Ég veit ekki hvernig þeir fóru af því að tapa á móti Real Madrid en eftir að hafa horft á þá á móti Juventus þá finnst mér að þeir eigi ekki að tapa aftur á þessu ári. Það er ómögulegt ef þeir spila svona,“ sagði Vieri. „Enginn leikur er eins en Barcelona liðið sem ég sá er ótrúlegt lið. Þegar þú ert með svona tíu þá er allt hægt. Það er leiðinlegt að það voru engir áhorfendur til að horfa á leikinn því stuðningsmennirnir eiga skilið að sjá þetta lið spila,“ sagði Vieri.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Sport Fleiri fréttir Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Sjá meira