Landsbankinn aldrei lánað jafnmikið til heimila Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2020 17:51 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Einar Hagnaður Landsbankans á þriðja ársfjórðungi 2020 nam 4 milljörðum króna, eftir skatta, samanborið við 3,2 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið áður. Afkoma Landsbankans var jákvæð um 699 milljónir króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 samanborið við 14,4 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Bankinn hefur aldrei lánað jafnmikið til heimila og á fyrstu níu mánuðum ársins 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu bankans vegna þriðja ársfjórðungsuppgjörs sem kynnt var í dag. Þar segir að hreinar vaxtatekjur hafi verið 28,4 milljarðar króna samanborið við 30,1 milljarð króna á sama tímabili árið á undan, sem er sex prósent lækkun á milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur námu 5,7 milljörðum króna og lækkuðu um sjö prósent frá sama tímabili árið áður. Lánaði 89 milljarða í íbúðalán Á fyrstu níu mánuðum ársins nam virðisrýrnun útlána um 13,6 milljörðum króna, sem jafngildir um 1% af eignasafni bankans, samanborið við 3,4 milljarða króna á sama tímabili 2019. Virðisrýrnunin var að langmestu leyti bókfærð á fyrri helmingi ársins og byggði m.a. á ítarlegu mati á væntu útlánatapi vegna áhrifa COVID-19. Virðisrýrnun útlána á þriðja ársfjórðungi nam um 120 milljónum króna. Rekstrarkostnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 nam 17,4 milljörðum króna, samanborið við 17,7 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Þar af var launakostnaður 10,8 milljarðar króna samanborið við 10,7 milljarða króna árið áður. Annar rekstrarkostnaður var 6,6 milljarðar króna samanborið við 7 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Útlán til einstaklinga og fyrirtækja jukust um 10,1% frá áramótum, eða um rúma 115 milljarða króna, en þar af voru um 38 milljarðar króna vegna gengisbreytinga. Landsbankinn hefur aldrei lánað jafnmikið til heimila og á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 en alls lánaði bankinn 89 milljarða króna í íbúðalán. Innlán hjá Landsbankanum jukust um 106 milljarða króna frá áramótum, sem er 15% aukning. „Gott uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung endurspeglar styrk á miklum óvissutímum og bankinn er sem fyrr í góðri stöðu til að styðja við bakið á viðskiptavinum. Þrátt fyrir krefjandi aðstæður í efnahagslífinu finnum við fyrir góðum meðbyr. Mikil eftirspurn er eftir íbúðalánum bankans, jafnt af hálfu þeirra sem eru að kaupa fasteign og þeirra sem eru að endurfjármagna á betri kjörum. Góður gangur hefur verið í eignastýringu og fyrirtækjaráðgjöf bankans, innlán hafa aukist umtalsvert á árinu og nýlega lauk bankinn vel heppnuðu skuldabréfaútboði í norskum og sænskum krónum sem sýnir að bankinn hefur góðan aðgang að erlendum fjármagnsmörkuðum. Við brugðumst fljótt við áhrifum kórónuveirufaraldurins bæði með því að bjóða viðskiptavinum ýmis úrræði til að takast á við vandann og með því að leggja verulegar fjárhæðir til hliðar vegna vænts útlánataps. Mat bankans á virðisrýrnun sem var gjaldfærð á fyrri árshelmingi var raunsætt og því hafa framlög í virðisrýrnunarsjóð ekki verið aukin nema að litlu leyti á þriðja ársfjórðungi. Áfram er þó mikil óvissa um áhrif faraldursins,“ er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans í tilkynningunni sem nálgast má hér. Íslenskir bankar Húsnæðismál Tengdar fréttir Íslandsbanki hagnaðist um 3,4 milljarða á þriðja ársfjórðungi Hagnaður af rekstri Íslandsbanka eftir skatta nam 3,4 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 2,1 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. 28. október 2020 17:39 Afkoma Arion tæpir fjórir milljarðar á þriðja ársfjórðungi Afkoma Arion banka á þriðja ársfjórðungi var alls 3,9 milljarðar króna, sem er umtalsvert betri afkoma en á þriðja ársfjórðungi síðasta árs að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. 28. október 2020 17:27 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Hagnaður Landsbankans á þriðja ársfjórðungi 2020 nam 4 milljörðum króna, eftir skatta, samanborið við 3,2 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið áður. Afkoma Landsbankans var jákvæð um 699 milljónir króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 samanborið við 14,4 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Bankinn hefur aldrei lánað jafnmikið til heimila og á fyrstu níu mánuðum ársins 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu bankans vegna þriðja ársfjórðungsuppgjörs sem kynnt var í dag. Þar segir að hreinar vaxtatekjur hafi verið 28,4 milljarðar króna samanborið við 30,1 milljarð króna á sama tímabili árið á undan, sem er sex prósent lækkun á milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur námu 5,7 milljörðum króna og lækkuðu um sjö prósent frá sama tímabili árið áður. Lánaði 89 milljarða í íbúðalán Á fyrstu níu mánuðum ársins nam virðisrýrnun útlána um 13,6 milljörðum króna, sem jafngildir um 1% af eignasafni bankans, samanborið við 3,4 milljarða króna á sama tímabili 2019. Virðisrýrnunin var að langmestu leyti bókfærð á fyrri helmingi ársins og byggði m.a. á ítarlegu mati á væntu útlánatapi vegna áhrifa COVID-19. Virðisrýrnun útlána á þriðja ársfjórðungi nam um 120 milljónum króna. Rekstrarkostnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 nam 17,4 milljörðum króna, samanborið við 17,7 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Þar af var launakostnaður 10,8 milljarðar króna samanborið við 10,7 milljarða króna árið áður. Annar rekstrarkostnaður var 6,6 milljarðar króna samanborið við 7 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Útlán til einstaklinga og fyrirtækja jukust um 10,1% frá áramótum, eða um rúma 115 milljarða króna, en þar af voru um 38 milljarðar króna vegna gengisbreytinga. Landsbankinn hefur aldrei lánað jafnmikið til heimila og á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 en alls lánaði bankinn 89 milljarða króna í íbúðalán. Innlán hjá Landsbankanum jukust um 106 milljarða króna frá áramótum, sem er 15% aukning. „Gott uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung endurspeglar styrk á miklum óvissutímum og bankinn er sem fyrr í góðri stöðu til að styðja við bakið á viðskiptavinum. Þrátt fyrir krefjandi aðstæður í efnahagslífinu finnum við fyrir góðum meðbyr. Mikil eftirspurn er eftir íbúðalánum bankans, jafnt af hálfu þeirra sem eru að kaupa fasteign og þeirra sem eru að endurfjármagna á betri kjörum. Góður gangur hefur verið í eignastýringu og fyrirtækjaráðgjöf bankans, innlán hafa aukist umtalsvert á árinu og nýlega lauk bankinn vel heppnuðu skuldabréfaútboði í norskum og sænskum krónum sem sýnir að bankinn hefur góðan aðgang að erlendum fjármagnsmörkuðum. Við brugðumst fljótt við áhrifum kórónuveirufaraldurins bæði með því að bjóða viðskiptavinum ýmis úrræði til að takast á við vandann og með því að leggja verulegar fjárhæðir til hliðar vegna vænts útlánataps. Mat bankans á virðisrýrnun sem var gjaldfærð á fyrri árshelmingi var raunsætt og því hafa framlög í virðisrýrnunarsjóð ekki verið aukin nema að litlu leyti á þriðja ársfjórðungi. Áfram er þó mikil óvissa um áhrif faraldursins,“ er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans í tilkynningunni sem nálgast má hér.
Íslenskir bankar Húsnæðismál Tengdar fréttir Íslandsbanki hagnaðist um 3,4 milljarða á þriðja ársfjórðungi Hagnaður af rekstri Íslandsbanka eftir skatta nam 3,4 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 2,1 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. 28. október 2020 17:39 Afkoma Arion tæpir fjórir milljarðar á þriðja ársfjórðungi Afkoma Arion banka á þriðja ársfjórðungi var alls 3,9 milljarðar króna, sem er umtalsvert betri afkoma en á þriðja ársfjórðungi síðasta árs að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. 28. október 2020 17:27 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Íslandsbanki hagnaðist um 3,4 milljarða á þriðja ársfjórðungi Hagnaður af rekstri Íslandsbanka eftir skatta nam 3,4 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 2,1 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. 28. október 2020 17:39
Afkoma Arion tæpir fjórir milljarðar á þriðja ársfjórðungi Afkoma Arion banka á þriðja ársfjórðungi var alls 3,9 milljarðar króna, sem er umtalsvert betri afkoma en á þriðja ársfjórðungi síðasta árs að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. 28. október 2020 17:27