Atvinnulífið hvatt til þátttöku í verkefnum í þróunarríkjum Heimsljós 30. október 2020 16:14 „Samstarfssjóðurinn skapar bæði ný tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf og íbúa þróunarríkja sem skortir oft tækni og þekkingu til að lyfta sér upp úr fátækt. Með réttum formerkjum geta fyrirtæki í okkar heimshluta lagt mikið af mörkum í þeirri baráttu með því að auka framleiðni og skapa störf, ekki síst meðal kvenna,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Samstarfssjóður við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna auglýsir þessa dagana eftir umsóknum um styrki og hvetur íslensk fyrirtæki til að leggja sitt af mörkum til að ná heimsmarkmiðunum fyrir árið 2030. Guðlaugur Þór segir hlutverk sjóðsins vera að hvetja til þátttöku atvinnulífsins í þróunarsamvinnu og markmiðið sé að draga úr fátækt og styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum heims. Þróunarríkin kalli sjálf eftir slíkum verkefnum. Þegar hafa sex íslensk fyrirtæki hlotið styrki úr sjóðnum, Marel, Thoregs, CreditInfo, Aurora Seafood, Atmonia og Ocean Excellence, en auk þess hafa þrjú önnur fengið vilyrði um styrk. Hámarksfjárhæð til einstakra verkefna nemur hæst 200 þúsundum evra yfir þriggja ára tímabil – eða um 30 milljónum íslenskra króna. Heimilt er að veita styrk til sama verkefnis til allt að þriggja ára, með fyrirvara um fjárheimildir fjárlaga hvers árs. Styrkfjárhæð getur numið allt að 50% af heildarkostnaði verkefnis. Einnig er opið fyrir umsóknir til forkönnunarstyrkja (e. prefeasibility). Forkönnunarstyrkjum er ætlað að styðja við hugmyndir eða verkefni á frumstigi sem geta leitt af sér stærra þróunarverkefni. Forkönnunarstyrkir geta numið allt að tveimur milljónum króna. Utanríkisráðherra úthlutar styrkjum að fengnu áliti þriggja manna matshóps sem er skipaður þremur sérfræðingum á sviði þróunarsamvinnu. Umsóknir þurfa að berast fyrir miðnætti 7. desember og áætlað er að niðurstöður ráðherra liggi fyrir í byrjun næsta árs. Vefur sjóðsins Aðkoma atvinnulífsins ein helsta forsenda framfara/ Fréttablaðið Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent
„Samstarfssjóðurinn skapar bæði ný tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf og íbúa þróunarríkja sem skortir oft tækni og þekkingu til að lyfta sér upp úr fátækt. Með réttum formerkjum geta fyrirtæki í okkar heimshluta lagt mikið af mörkum í þeirri baráttu með því að auka framleiðni og skapa störf, ekki síst meðal kvenna,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Samstarfssjóður við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna auglýsir þessa dagana eftir umsóknum um styrki og hvetur íslensk fyrirtæki til að leggja sitt af mörkum til að ná heimsmarkmiðunum fyrir árið 2030. Guðlaugur Þór segir hlutverk sjóðsins vera að hvetja til þátttöku atvinnulífsins í þróunarsamvinnu og markmiðið sé að draga úr fátækt og styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum heims. Þróunarríkin kalli sjálf eftir slíkum verkefnum. Þegar hafa sex íslensk fyrirtæki hlotið styrki úr sjóðnum, Marel, Thoregs, CreditInfo, Aurora Seafood, Atmonia og Ocean Excellence, en auk þess hafa þrjú önnur fengið vilyrði um styrk. Hámarksfjárhæð til einstakra verkefna nemur hæst 200 þúsundum evra yfir þriggja ára tímabil – eða um 30 milljónum íslenskra króna. Heimilt er að veita styrk til sama verkefnis til allt að þriggja ára, með fyrirvara um fjárheimildir fjárlaga hvers árs. Styrkfjárhæð getur numið allt að 50% af heildarkostnaði verkefnis. Einnig er opið fyrir umsóknir til forkönnunarstyrkja (e. prefeasibility). Forkönnunarstyrkjum er ætlað að styðja við hugmyndir eða verkefni á frumstigi sem geta leitt af sér stærra þróunarverkefni. Forkönnunarstyrkir geta numið allt að tveimur milljónum króna. Utanríkisráðherra úthlutar styrkjum að fengnu áliti þriggja manna matshóps sem er skipaður þremur sérfræðingum á sviði þróunarsamvinnu. Umsóknir þurfa að berast fyrir miðnætti 7. desember og áætlað er að niðurstöður ráðherra liggi fyrir í byrjun næsta árs. Vefur sjóðsins Aðkoma atvinnulífsins ein helsta forsenda framfara/ Fréttablaðið Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent