Guðni og Eliza ávörpuðu heilbrigðisstarfsfólk Sylvía Hall skrifar 30. október 2020 21:09 Hjónin báru grímur þegar þau gengu inn í stofuna. Skjáskot Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid senda hugheilar kveðjur til heilbrigðisstarfsfólks í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Þau segja ábyrgð landsmanna mikla, enda þurfi heilbrigðisstarfsfólk að standa vaktina bæði dag og nótt. „Margir fleiri eiga þakkir skildar en um þessar mundir er heilbrigðiskerfi okkar undir einstöku álagi. Ábyrgð okkar hinna er mikil. Við þurfum hvert og eitt að gera allt sem í okkar valdi stendur til að létta ykkur störfin. Við þurfum að stuðla að því að ykkur gangi sem allra best að verja þá sem eru veikastir fyrir,“ segir Guðni í ávarpi þeirra hjóna. Hann minnir þjóðina á mikilvægi samstöðu og samúðar, enda muni baráttan taka enda að lokum. „Hermt er að frægur mannfræðingur hafi eitt sinn verið spurður hver hún teldi fyrstu merki um menningu meðal mannkyns. Voru það tilhöggnir steinar eða leirker? Nei, var svarið, það myndi frekar vera ævafornt mannabein, brotinn lærleggur sem hafði verið búið um svo að greri um heilt. Einhver hafði lagt það á sig að hjálpa þeim sem var hjálpar þurfi. Það var menning, það var mennska.“ Þolinmæði og skilningur Eliza hélt ávarp sitt á ensku og beindi orðum sínum einnig til heilbrigðisstarfsfólks. Hún þakkaði því fyrir framlag sitt í erfiðum aðstæðum, vinna þeirra væri ómetanleg. „Svo mörg ykkar hafa svarað kallinu og boðið fram krafta ykkar og reynslu á stöðum þar sem við þurfum mest á því að halda. Takk fyrir að stíga fram,“ sagði Eliza. Þá sagði hún samstöðuna enn mikilvægari fyrir þá sem væru af erlendum uppruna og mögulega án fjölskyldumeðlima hér á landi. Það gæti reynst erfitt að vinna við krefjandi aðstæður án baklands. „Í baráttunni við ósýnilega veiru verðum við öll að standa saman. Við verðum að sýna samstöðu og samúð, þolinmæði og skilning. Og við verðum að styðja hvort annað.“ Hér að neðan má sjá ávarpið. ÁVÖRP // Kveðja forsetahjóna til starfsliðs Landspítala og annarra heilbrigðisstofnana from Landspítali on Vimeo. Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Helmingur labbar út þegar komið er að því að teygja Sjá meira
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid senda hugheilar kveðjur til heilbrigðisstarfsfólks í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Þau segja ábyrgð landsmanna mikla, enda þurfi heilbrigðisstarfsfólk að standa vaktina bæði dag og nótt. „Margir fleiri eiga þakkir skildar en um þessar mundir er heilbrigðiskerfi okkar undir einstöku álagi. Ábyrgð okkar hinna er mikil. Við þurfum hvert og eitt að gera allt sem í okkar valdi stendur til að létta ykkur störfin. Við þurfum að stuðla að því að ykkur gangi sem allra best að verja þá sem eru veikastir fyrir,“ segir Guðni í ávarpi þeirra hjóna. Hann minnir þjóðina á mikilvægi samstöðu og samúðar, enda muni baráttan taka enda að lokum. „Hermt er að frægur mannfræðingur hafi eitt sinn verið spurður hver hún teldi fyrstu merki um menningu meðal mannkyns. Voru það tilhöggnir steinar eða leirker? Nei, var svarið, það myndi frekar vera ævafornt mannabein, brotinn lærleggur sem hafði verið búið um svo að greri um heilt. Einhver hafði lagt það á sig að hjálpa þeim sem var hjálpar þurfi. Það var menning, það var mennska.“ Þolinmæði og skilningur Eliza hélt ávarp sitt á ensku og beindi orðum sínum einnig til heilbrigðisstarfsfólks. Hún þakkaði því fyrir framlag sitt í erfiðum aðstæðum, vinna þeirra væri ómetanleg. „Svo mörg ykkar hafa svarað kallinu og boðið fram krafta ykkar og reynslu á stöðum þar sem við þurfum mest á því að halda. Takk fyrir að stíga fram,“ sagði Eliza. Þá sagði hún samstöðuna enn mikilvægari fyrir þá sem væru af erlendum uppruna og mögulega án fjölskyldumeðlima hér á landi. Það gæti reynst erfitt að vinna við krefjandi aðstæður án baklands. „Í baráttunni við ósýnilega veiru verðum við öll að standa saman. Við verðum að sýna samstöðu og samúð, þolinmæði og skilning. Og við verðum að styðja hvort annað.“ Hér að neðan má sjá ávarpið. ÁVÖRP // Kveðja forsetahjóna til starfsliðs Landspítala og annarra heilbrigðisstofnana from Landspítali on Vimeo.
Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Helmingur labbar út þegar komið er að því að teygja Sjá meira