Eftir að hertar ráðstafanir voru gerðar til að ná að hemja kórónuveiruna hér á landi er ljóst að loka þarf öllum golfvöllum landsins.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Golfsambandi Íslands.
Sambandið spurðist fyrir þar sem óágreiningur var að mati viðbragðshóps GSÍ um hvort hertar aðgerðir varðandi sóttvarnir og íþróttir ættu við um golf. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, svöruðu fyrirspurninni og sögðu svo vera.
„Þeir segja að golf falli undir það ákvæði að allar æfingar og keppnir í íþróttum séu nú óheimilar. Samkvæmt þessu ber að loka golfvöllum landsins,“ segir í tilkynningu GSÍ.
Eitthvað hafa þessar upplýsingar farið á mis en lögreglan hefur til að mynda þurft að vísa vongóðum kylfingum af velli er þeir ætluðu sér að fara eins og einn hring.
Á vef Golf.is má finna yfirlýsingu GSÍ sem og svar þeirra Þórólfs og Víðis.