10 dagar í Ungverjaleik: Höfum aldrei unnið Ungverja án Guðna formanns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2020 12:31 Guðni Bergsson sem formaður KSÍ og svo sem fyrirliði íslenska landsliðsins fyrir sigurleik á móti Ungverjum. Samsett mynd Í dag eru tíu dagar í úrslitastund hjá strákunum okkar í karlalandsliðinu í fótbolta en 12. nóvember næstkomandi kemur í ljós hvort það verður Ungverjaland eða Ísland sem spilar í lokakeppni Evrópumótsins í sumar. Vísir ætlar næstu daga að telja niður í þennan mikilvæga leik með fróðleiksmolum eða upprifjunum um viðureignir Íslendinga og Ungverja inn á knattspyrnuvellinum. Ungverjaland og Ísland hafa mæst ellefu sinnum hjá A-landsliði karla og íslenska landsliðið hefur aðeins unnið þrjá af þessum leikjunum. Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands hefur spilað alla þessa þrjá sigurleiki íslenska landsliðsins á Ungverjum og er einn af fimm landsliðsmönnum sem unnu Ungverja þrisvar sinnum á árunum 1992 til 1995. Íslenska liðið vann 2-1 sigur í Búdapest í undankeppni HM í júní 1992, 2-0 sigur á Laugardalsvelli í sömu keppni ári síðar og loks 2-1 á Laugardalsvellinum í undankeppni EM í júnímánuði 1995. Fyrirsögnin í Tímanum eftir sigurleik á Ungverjum í júní 1993.Skjámynd/Úrklippa úr Tímanum 17. júní 1993 Hinir sem tóku þátt í öllum þessum þremur sigurleikjum voru þeir Birkir Kristinsson, Kristján Jónsson, Rúnar Kristinsson og Arnar Grétarsson. Arnar Grétarsson kom inn á sem varamaður í einum leikjanna en annars voru þeir allir fimm alltaf í byrjunarliðinu. Guðni Bergsson lék við hlið Kristjáns Jónssonar í miðri vörn íslenska liðsins í öllum þremur leikjunum en Kristján spilaði lykilhlutverk í Framliðinu á þessum tíma. Ólafur Þórðarson, Eyjólfur Sverrisson og Arnór Guðjohnsen voru fastamenn í landsliðinu á þessu árum en misstu allir af 1992 leiknum vegna meiðsla en mikil forföll voru í íslenska liðinu í leiknum. Guðni var leikmaður Tottenham í fyrstu tveimur sigurleikjunum en var orðinn leikmaður Bolton í þeim síðasta. Guðni var ekki með fyrirliðabandið í fyrsta sigurleiknum en þá var Sigurður Grétarsson fyrirliði íslenska liðsins. Guðni var aftur á móti fyrirliði íslenska liðsins í sigurleikjunum á Laugardalsvellinum 3. júní 1993 og 11. júní 1995. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Sjá meira
Í dag eru tíu dagar í úrslitastund hjá strákunum okkar í karlalandsliðinu í fótbolta en 12. nóvember næstkomandi kemur í ljós hvort það verður Ungverjaland eða Ísland sem spilar í lokakeppni Evrópumótsins í sumar. Vísir ætlar næstu daga að telja niður í þennan mikilvæga leik með fróðleiksmolum eða upprifjunum um viðureignir Íslendinga og Ungverja inn á knattspyrnuvellinum. Ungverjaland og Ísland hafa mæst ellefu sinnum hjá A-landsliði karla og íslenska landsliðið hefur aðeins unnið þrjá af þessum leikjunum. Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands hefur spilað alla þessa þrjá sigurleiki íslenska landsliðsins á Ungverjum og er einn af fimm landsliðsmönnum sem unnu Ungverja þrisvar sinnum á árunum 1992 til 1995. Íslenska liðið vann 2-1 sigur í Búdapest í undankeppni HM í júní 1992, 2-0 sigur á Laugardalsvelli í sömu keppni ári síðar og loks 2-1 á Laugardalsvellinum í undankeppni EM í júnímánuði 1995. Fyrirsögnin í Tímanum eftir sigurleik á Ungverjum í júní 1993.Skjámynd/Úrklippa úr Tímanum 17. júní 1993 Hinir sem tóku þátt í öllum þessum þremur sigurleikjum voru þeir Birkir Kristinsson, Kristján Jónsson, Rúnar Kristinsson og Arnar Grétarsson. Arnar Grétarsson kom inn á sem varamaður í einum leikjanna en annars voru þeir allir fimm alltaf í byrjunarliðinu. Guðni Bergsson lék við hlið Kristjáns Jónssonar í miðri vörn íslenska liðsins í öllum þremur leikjunum en Kristján spilaði lykilhlutverk í Framliðinu á þessum tíma. Ólafur Þórðarson, Eyjólfur Sverrisson og Arnór Guðjohnsen voru fastamenn í landsliðinu á þessu árum en misstu allir af 1992 leiknum vegna meiðsla en mikil forföll voru í íslenska liðinu í leiknum. Guðni var leikmaður Tottenham í fyrstu tveimur sigurleikjunum en var orðinn leikmaður Bolton í þeim síðasta. Guðni var ekki með fyrirliðabandið í fyrsta sigurleiknum en þá var Sigurður Grétarsson fyrirliði íslenska liðsins. Guðni var aftur á móti fyrirliði íslenska liðsins í sigurleikjunum á Laugardalsvellinum 3. júní 1993 og 11. júní 1995. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Sjá meira