Milljarðakröfu Jóns Ásgeirs og Ingibjargar vísað frá í héraðsdómi Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 18:04 Hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir kröfðust alls þriggja milljarða í skaðabóta frá Sýn. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá milljarðakröfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Ingibjargar Pálmadóttur og félags hennar, 365 hf., gegn fjarskiptafyrirtækinu Sýn hf., forstjóra þess Heiðari Guðjónssyni og öllum stjórnarmönnum. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Jón Ásgeir, Ingibjörg og 365 hf. kröfðu áðurnefnda aðila hvert um sig um milljarð króna í skaðabætur, alls þrjá milljarða króna. Áður hafði Sýn stefnt hjónunum og krafist um 1,7 milljarða króna vegna meintra brota á kaupsamningi. Aðdraganda málsins má einmitt rekja til þess að í ársreikningi Sýnar fyrir árið 2019 kom fram að til stæði að höfða umrætt mál á hendur Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu. Hjónin byggðu málsókn sína gegn Sýn og stjórnendum fyrirtækisins á því að þau hefðu orðið fyrir tjóni vegna ummælana er lytu að málsókninni, auk málsóknarinnar sjálfrar sem þau töldu tilhæfulausa. Héraðsdómur taldi dómkröfur Jóns Ásgeirs og Ingibjargar „óljósar og óskýrar“, auk þess sem annmarkar væru á málatilbúnaði þeirra. Ekki verði hjá því komist að vísa málinu frá dómi. Þá var hjónunum gert að greiða stefndu, hverju um sig, 55 þúsund krónur í málskostnað, alls rúma hálfa milljón króna. Búið er að kæra úrskurð héraðsdóms til Landsréttar. Sýn keypti stóran hluta eigna 365 miðla, þar á meðal fjölmiðlana Stöð 2, Bylgjuna og Vísi, í mars árið 2017. Fréttablaðið varð eftir hjá 365 miðlum. Í kaupsamningi var ákvæði um samkeppnisbann. Í desember í fyrra sendi Sýn Jóni Ásgeiri, Ingibjörgu, 365 og Torgi, núverandi útgáfufélagi Fréttablaðsins, bréf þar sem þeirri skoðun var lýst að hluti af starfsemi vefmiðils Fréttablaðsins bryti gegn samkeppnisákvæði kaupsamningsins. Það ákvæði veitti rétt til að krefjast dagsekta upp á fimm milljónir króna. Í umræddum árshlutareikningi sem var birtur í maí kemur fram að Jón Ásgeir og Ingibjörg hafi skuldbundið sig persónulega til að greiða dagsektir ef til brota á samkeppnisbanni kæmi. Dómkrafa Sýnar gegn þeim byggði á dagsektarákvæðum og nam um 1,7 milljörðum króna auk vaxta, líkt og áður segir. Fréttin hefur verið uppfærð. Vísir er í eigu Sýnar. Fjarskipti Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Jón Ásgeir og Ingibjörg vilja þrjá milljarða í bætur frá Sýn Þau Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir og félag hennar 365 hf. hefur stefnt fjarskiptafyrirtækinu Sýn hf., forstjóra þess og öllum stjórnarmönnum til að greiða þeim alls þrjá milljarða í skaðabætur. Áður hafði Sýn stefnt hjónunum og krafist um 1,7 milljarða króna vegna meintra brota á kaupsamningi. 13. maí 2020 17:52 Sýn mun stefna Ingibjörgu og Jóni Ásgeiri og krefst milljarðs Sýn hf. hefur falið lögmanni sínum að undirbúa höfðun dómsmáls á hendur hjónunum Ingibjörgu Pálmadóttur og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, 365 miðlum hf. og Torgi ehf. 26. febrúar 2020 19:00 365 fær ekki að fara með tveggja milljóna orlofsdeilu fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni 365 hf um að rétturinn taki fyrir launadeilumál fyrirtækisins við fyrrverandi framkvæmdastjóra sem sagt var upp störfum fyrir fjórum árum. 6. febrúar 2020 09:58 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá milljarðakröfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Ingibjargar Pálmadóttur og félags hennar, 365 hf., gegn fjarskiptafyrirtækinu Sýn hf., forstjóra þess Heiðari Guðjónssyni og öllum stjórnarmönnum. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Jón Ásgeir, Ingibjörg og 365 hf. kröfðu áðurnefnda aðila hvert um sig um milljarð króna í skaðabætur, alls þrjá milljarða króna. Áður hafði Sýn stefnt hjónunum og krafist um 1,7 milljarða króna vegna meintra brota á kaupsamningi. Aðdraganda málsins má einmitt rekja til þess að í ársreikningi Sýnar fyrir árið 2019 kom fram að til stæði að höfða umrætt mál á hendur Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu. Hjónin byggðu málsókn sína gegn Sýn og stjórnendum fyrirtækisins á því að þau hefðu orðið fyrir tjóni vegna ummælana er lytu að málsókninni, auk málsóknarinnar sjálfrar sem þau töldu tilhæfulausa. Héraðsdómur taldi dómkröfur Jóns Ásgeirs og Ingibjargar „óljósar og óskýrar“, auk þess sem annmarkar væru á málatilbúnaði þeirra. Ekki verði hjá því komist að vísa málinu frá dómi. Þá var hjónunum gert að greiða stefndu, hverju um sig, 55 þúsund krónur í málskostnað, alls rúma hálfa milljón króna. Búið er að kæra úrskurð héraðsdóms til Landsréttar. Sýn keypti stóran hluta eigna 365 miðla, þar á meðal fjölmiðlana Stöð 2, Bylgjuna og Vísi, í mars árið 2017. Fréttablaðið varð eftir hjá 365 miðlum. Í kaupsamningi var ákvæði um samkeppnisbann. Í desember í fyrra sendi Sýn Jóni Ásgeiri, Ingibjörgu, 365 og Torgi, núverandi útgáfufélagi Fréttablaðsins, bréf þar sem þeirri skoðun var lýst að hluti af starfsemi vefmiðils Fréttablaðsins bryti gegn samkeppnisákvæði kaupsamningsins. Það ákvæði veitti rétt til að krefjast dagsekta upp á fimm milljónir króna. Í umræddum árshlutareikningi sem var birtur í maí kemur fram að Jón Ásgeir og Ingibjörg hafi skuldbundið sig persónulega til að greiða dagsektir ef til brota á samkeppnisbanni kæmi. Dómkrafa Sýnar gegn þeim byggði á dagsektarákvæðum og nam um 1,7 milljörðum króna auk vaxta, líkt og áður segir. Fréttin hefur verið uppfærð. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjarskipti Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Jón Ásgeir og Ingibjörg vilja þrjá milljarða í bætur frá Sýn Þau Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir og félag hennar 365 hf. hefur stefnt fjarskiptafyrirtækinu Sýn hf., forstjóra þess og öllum stjórnarmönnum til að greiða þeim alls þrjá milljarða í skaðabætur. Áður hafði Sýn stefnt hjónunum og krafist um 1,7 milljarða króna vegna meintra brota á kaupsamningi. 13. maí 2020 17:52 Sýn mun stefna Ingibjörgu og Jóni Ásgeiri og krefst milljarðs Sýn hf. hefur falið lögmanni sínum að undirbúa höfðun dómsmáls á hendur hjónunum Ingibjörgu Pálmadóttur og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, 365 miðlum hf. og Torgi ehf. 26. febrúar 2020 19:00 365 fær ekki að fara með tveggja milljóna orlofsdeilu fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni 365 hf um að rétturinn taki fyrir launadeilumál fyrirtækisins við fyrrverandi framkvæmdastjóra sem sagt var upp störfum fyrir fjórum árum. 6. febrúar 2020 09:58 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Jón Ásgeir og Ingibjörg vilja þrjá milljarða í bætur frá Sýn Þau Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir og félag hennar 365 hf. hefur stefnt fjarskiptafyrirtækinu Sýn hf., forstjóra þess og öllum stjórnarmönnum til að greiða þeim alls þrjá milljarða í skaðabætur. Áður hafði Sýn stefnt hjónunum og krafist um 1,7 milljarða króna vegna meintra brota á kaupsamningi. 13. maí 2020 17:52
Sýn mun stefna Ingibjörgu og Jóni Ásgeiri og krefst milljarðs Sýn hf. hefur falið lögmanni sínum að undirbúa höfðun dómsmáls á hendur hjónunum Ingibjörgu Pálmadóttur og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, 365 miðlum hf. og Torgi ehf. 26. febrúar 2020 19:00
365 fær ekki að fara með tveggja milljóna orlofsdeilu fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni 365 hf um að rétturinn taki fyrir launadeilumál fyrirtækisins við fyrrverandi framkvæmdastjóra sem sagt var upp störfum fyrir fjórum árum. 6. febrúar 2020 09:58