Fótbolti

Klippa af Messi sem vekur undrun

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi með svipbrigði í sigrinum nauma á Dynamo Kiev í gær.
Messi með svipbrigði í sigrinum nauma á Dynamo Kiev í gær. Urbanandsport/NurPhoto via Getty Images

Lionel Messi skoraði fyrra mark Barcelona í 2-1 sigrinum á Dynamo Kiev í gær. Það var hins vegar annað atvik úr leiknum sem var meira rætt eftir leikinn og það gerðist í uppbótartíma leiksins.

Messi skoraði úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu sem hann fiskaði sjálfur og á 65. mínútu skoraði Gerard Pique eftir stoðsendingu Ansu Fati. Gestirnir minnkuðu muninn stundarfjórðungi fyrir leikslok og pressuðu Börsunga en náðu ekki að skora.

Marc-André ter Stegen var mættur aftur í markið hjá Barcelona og hann átti afar góðan leik. Hann bjargaði Börsungum trekk í trekk en Úkraínumennirnir pressuðu vel á þá spænsku í lokin. Lionel Messi virtist hafa lítinn áhuga á að taka þátt í varnarleiknum ef marka má klippu sem fer nú eins og eldur í sinu um netið.

Þá er komið fram á 93. mínútu leiksins og Úkraínumennirnir voru að byggja upp sókn. Þegar varnarmaður Dynamo tók boltann í átt að Messi virtist Argentínumaðurinn ekki hafa mikla orku eftir en skömmu síðar var sem betur fer, Börsunga vegna, leikurinn flautaður af.

Þeir eru með níu stig eftir fyrstu þrjá leikina í riðlinum en klippuna má sjá hér að neðan.

Klippa: Messi röltandi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×