Tók áður enga ábyrgð á sjálfri sér og hjálpar nú öðrum í sömu stöðu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 08:01 Halldóra Halldórsdóttir segir að of margir foreldrar langveikra barna gleymi að setja eigin andlega og líkamlega heilsu í forgang. Spjallið með Góðvild „Það er í byrjun árs 2019 sem ég lendi alveg á vegg og fer út frá því að hugsa betur um sjálfa mig, setja mig ofar á forgangslistann,“ segir Halldóra Hanna Halldórsdóttir. Undanfarinn var sá að Halldóra eignaðist langveikt og fjölfatlað barn í apríl árið 2013. Hún ákvað eftir nokkur erfið ár að líta inn á við og gera breytingar. „Ég var búin að vera í fimm til sex ár í mikilli vanlíðan og fórnarlambsgír, eins og ég vil kalla það,“ segir Halldóra í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild. Þar segist hún í byrjun hafa hugsað af hverju hún hefði eignast þetta barn og hvað hún hefði gert til að „eiga þetta skilið.“ Lífið breyttist mikið eftir að hún eignaðist langveikt barn en í dag er Halldóra ánægð með margar breytingarnar sem hún hefur gert núna á eigin lífi og hugarfari. Þessa reynslu ætlar hún að nota til að hjálpa öðrum. „Ég vil meina að hann hafi komið í líf mitt til að ranka við mér og koma mér í þakklætið fyrir það sem maður hefur.“ Halldóra segir að margir í sömu stöðu og hún var í, geri sér ekki endilega grein fyrir því hvað þeir eru fastir í sínum neikvæðu hugsunum. Sjálf var hún í mikilli andlegri og líkamlegri vanlíðan. „Ég var ekki að taka neina ábyrgð á sjálfri mér. Þegar ég fer svo í sjálfsvinnuna þá er það þessi breyting að ég tek fulla ábyrgð á sjálfri mér og geri mér grein fyrir því að það er enginn að fara að hjálpa mér að verða hamingjusöm, komast eitthvað áfram í lífinu eða líða vel, annar en ég sjálf.“ Markþjálfun getur skipt sköpun fyrir fólk sem þarf stuðning til að stíga sín fyrstu skref í átt að betra lífi. Halldóru langar nú að hjálpa öðrum að komast á betri stað í lífinu og þá sérstaklega öðrum foreldrum langveikra barna sem á hverjum degi glíma við gífurlegt álag og áskoranir. „Þjáningin þarf oft að vera búin að vera það mikil á þessum stað að við loksins rönkum við okkur og förum að gera eitthvað í okkar málum.“ Í þessum þætti ræðir Halldóra hvernig hún er búin að breyta erfiðri og neikvæðri reynslu yfir í jákvæða breytingu með sjálfskoðun sem umturnaði lífi hennar. „Það er kannski skrítið segja þetta, að maður sé þakklátur fyrir að fá fjölfatlað barn sem lifir við miklar þjáningar í lífinu. En ég er í alvöru þakklát fyrir það því að ég trúi því að hann hafi komið hingað til að kenna mér.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild Halldóra Hanna Halldórsdóttir Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi á þriðjudögum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar sem er í stjórn Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna www.godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020. Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Ég veit ég þarf að jarða barnið mitt“ Móðir fjölfatlaðs drengs segir meira en að segja það að sjá um barn sem er fjölfatlað og að fólk þori ekki alltaf að tala um óþægilegu hliðarnar á þeim málum. Því vilji hún breyta. 17. ágúst 2020 20:38 „Þurfum að gæta að því að það sé enginn útskúfaður úr samfélaginu“ Foreldrar langveikra og fatlaðra barna hvetja Sjúkratryggingar Íslands til þess að endurskoða reglugerð varðandi endurgreiðslu í tengslum við kaup á hjólastólahjólum og öðrum hjálpartækjum. Framkvæmdastjóri landssambands hreyfihamlaðra segir að það sé nauðsynlegt að tryggja jafnan aðgang allra að hjólum. 7. nóvember 2020 15:01 Það versta sem gerist í lífinu verður kannski að einhverju góðu líka Foreldrum langveikra barna finnst ekki haldið nógu vel utan um þennan hóp. Ekkert ferli fari í gang þegar greining er komin og foreldrar þurfi sjálfir að afla sér upplýsinga um sjúkdóminn., upplýsinga um rannsóknir og sækja ráðstefnur. 1. nóvember 2020 13:01 Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
„Það er í byrjun árs 2019 sem ég lendi alveg á vegg og fer út frá því að hugsa betur um sjálfa mig, setja mig ofar á forgangslistann,“ segir Halldóra Hanna Halldórsdóttir. Undanfarinn var sá að Halldóra eignaðist langveikt og fjölfatlað barn í apríl árið 2013. Hún ákvað eftir nokkur erfið ár að líta inn á við og gera breytingar. „Ég var búin að vera í fimm til sex ár í mikilli vanlíðan og fórnarlambsgír, eins og ég vil kalla það,“ segir Halldóra í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild. Þar segist hún í byrjun hafa hugsað af hverju hún hefði eignast þetta barn og hvað hún hefði gert til að „eiga þetta skilið.“ Lífið breyttist mikið eftir að hún eignaðist langveikt barn en í dag er Halldóra ánægð með margar breytingarnar sem hún hefur gert núna á eigin lífi og hugarfari. Þessa reynslu ætlar hún að nota til að hjálpa öðrum. „Ég vil meina að hann hafi komið í líf mitt til að ranka við mér og koma mér í þakklætið fyrir það sem maður hefur.“ Halldóra segir að margir í sömu stöðu og hún var í, geri sér ekki endilega grein fyrir því hvað þeir eru fastir í sínum neikvæðu hugsunum. Sjálf var hún í mikilli andlegri og líkamlegri vanlíðan. „Ég var ekki að taka neina ábyrgð á sjálfri mér. Þegar ég fer svo í sjálfsvinnuna þá er það þessi breyting að ég tek fulla ábyrgð á sjálfri mér og geri mér grein fyrir því að það er enginn að fara að hjálpa mér að verða hamingjusöm, komast eitthvað áfram í lífinu eða líða vel, annar en ég sjálf.“ Markþjálfun getur skipt sköpun fyrir fólk sem þarf stuðning til að stíga sín fyrstu skref í átt að betra lífi. Halldóru langar nú að hjálpa öðrum að komast á betri stað í lífinu og þá sérstaklega öðrum foreldrum langveikra barna sem á hverjum degi glíma við gífurlegt álag og áskoranir. „Þjáningin þarf oft að vera búin að vera það mikil á þessum stað að við loksins rönkum við okkur og förum að gera eitthvað í okkar málum.“ Í þessum þætti ræðir Halldóra hvernig hún er búin að breyta erfiðri og neikvæðri reynslu yfir í jákvæða breytingu með sjálfskoðun sem umturnaði lífi hennar. „Það er kannski skrítið segja þetta, að maður sé þakklátur fyrir að fá fjölfatlað barn sem lifir við miklar þjáningar í lífinu. En ég er í alvöru þakklát fyrir það því að ég trúi því að hann hafi komið hingað til að kenna mér.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild Halldóra Hanna Halldórsdóttir Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi á þriðjudögum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar sem er í stjórn Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna www.godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi á þriðjudögum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar sem er í stjórn Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna www.godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Ég veit ég þarf að jarða barnið mitt“ Móðir fjölfatlaðs drengs segir meira en að segja það að sjá um barn sem er fjölfatlað og að fólk þori ekki alltaf að tala um óþægilegu hliðarnar á þeim málum. Því vilji hún breyta. 17. ágúst 2020 20:38 „Þurfum að gæta að því að það sé enginn útskúfaður úr samfélaginu“ Foreldrar langveikra og fatlaðra barna hvetja Sjúkratryggingar Íslands til þess að endurskoða reglugerð varðandi endurgreiðslu í tengslum við kaup á hjólastólahjólum og öðrum hjálpartækjum. Framkvæmdastjóri landssambands hreyfihamlaðra segir að það sé nauðsynlegt að tryggja jafnan aðgang allra að hjólum. 7. nóvember 2020 15:01 Það versta sem gerist í lífinu verður kannski að einhverju góðu líka Foreldrum langveikra barna finnst ekki haldið nógu vel utan um þennan hóp. Ekkert ferli fari í gang þegar greining er komin og foreldrar þurfi sjálfir að afla sér upplýsinga um sjúkdóminn., upplýsinga um rannsóknir og sækja ráðstefnur. 1. nóvember 2020 13:01 Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
„Ég veit ég þarf að jarða barnið mitt“ Móðir fjölfatlaðs drengs segir meira en að segja það að sjá um barn sem er fjölfatlað og að fólk þori ekki alltaf að tala um óþægilegu hliðarnar á þeim málum. Því vilji hún breyta. 17. ágúst 2020 20:38
„Þurfum að gæta að því að það sé enginn útskúfaður úr samfélaginu“ Foreldrar langveikra og fatlaðra barna hvetja Sjúkratryggingar Íslands til þess að endurskoða reglugerð varðandi endurgreiðslu í tengslum við kaup á hjólastólahjólum og öðrum hjálpartækjum. Framkvæmdastjóri landssambands hreyfihamlaðra segir að það sé nauðsynlegt að tryggja jafnan aðgang allra að hjólum. 7. nóvember 2020 15:01
Það versta sem gerist í lífinu verður kannski að einhverju góðu líka Foreldrum langveikra barna finnst ekki haldið nógu vel utan um þennan hóp. Ekkert ferli fari í gang þegar greining er komin og foreldrar þurfi sjálfir að afla sér upplýsinga um sjúkdóminn., upplýsinga um rannsóknir og sækja ráðstefnur. 1. nóvember 2020 13:01
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”