Segja Fernandes hafa hellt sér yfir vansvefta Greenwood Sindri Sverrisson skrifar 10. nóvember 2020 11:00 Bruno Fernandes og Mason Greenwood hita upp fyrir leik með Manchester United. Getty/Matthew Peters Áhyggjur eru af því innan raða Manchester United að sóknarmaðurinn ungi Mason Greenwood leggi sig ekki nógu mikið fram á æfingum liðsins. Bruno Fernandes mun hafa látið hann heyra það á föstudaginn. Greenwood var óvænt ekki í leikmannahópi United þegar liðið vann 3-1 sigur gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Talið var að hann yrði jafnvel í byrjunarliðinu eftir að hafa aðeins spilað í 15 mínútur í Meistaradeildarleik þremur dögum fyrr. Ole Gunnar Solskjær sagði að Greenwood hefði ekki verið með gegn Everton vegna þess að hann hefði verið veikur. Samkvæmt enska blaðinu The Times var ástæðan hins vegar slök frammistaða táningsins á æfingu. Neikvæðar fréttir eftir Íslandsför Greenwood var samkvæmt The Times svo slakur á æfingu síðasta föstudag að á endanum hellti Bruno Fernandes sér yfir hann fyrir framan alla á æfingasvæðinu. Greenwood mun hafa fengið viðvörun í október eftir að hafa mætt of seint á æfingu, og hann hefur einnig átt í vandræðum utan vallar eins og Íslendingar muna sjálfsagt. Greenwood og Phil Foden brutu sóttvarnalög á Íslandi í ferð með enska landsliðinu, þegar þeir hittu íslenskar stelpur á hóteli sínu í september. Í sama mánuði birtust myndir af Greenwood að neyta hláturgass. Mason Greenwood á ferðinni gegn Íslandi í september. Hann var sendur beint heim frá Íslandi eftir að upp komst um brot hans á sóttvarnalögum.VÍSIR/GETTY Greenwood er ekki í enska landsliðshópnum sem leikur þrjá leiki á komandi dögum, þar á meðal gegn Íslandi 18. nóvember. Óvissa er reyndar um þann leik þar sem að sóttvarnalög í Bretlandi koma í veg fyrir að íslenska liðið geti ferðast frá Danmörku til Englands í leikinn. Solskjær er í Daily Mail sagður vonast til að geta komið Greenwood í rétta gírinn á Carrington æfingasvæðinu. Hjá félaginu hafi menn hins vegar áhyggjur af líferni þessa 19 ára gamla leikmanns, sérstaklega af því að hann sofi ekki nægilega mikið. Greenwood kom við sögu í 31 deildarleik á síðustu leiktíð sem var hans fyrsta alvöru leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði 10 mörk í þessum leikjum og stimplaði sig rækilega inn, eftir að hafa verið United-maður frá 6 ára aldri. Enski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Áhyggjur eru af því innan raða Manchester United að sóknarmaðurinn ungi Mason Greenwood leggi sig ekki nógu mikið fram á æfingum liðsins. Bruno Fernandes mun hafa látið hann heyra það á föstudaginn. Greenwood var óvænt ekki í leikmannahópi United þegar liðið vann 3-1 sigur gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Talið var að hann yrði jafnvel í byrjunarliðinu eftir að hafa aðeins spilað í 15 mínútur í Meistaradeildarleik þremur dögum fyrr. Ole Gunnar Solskjær sagði að Greenwood hefði ekki verið með gegn Everton vegna þess að hann hefði verið veikur. Samkvæmt enska blaðinu The Times var ástæðan hins vegar slök frammistaða táningsins á æfingu. Neikvæðar fréttir eftir Íslandsför Greenwood var samkvæmt The Times svo slakur á æfingu síðasta föstudag að á endanum hellti Bruno Fernandes sér yfir hann fyrir framan alla á æfingasvæðinu. Greenwood mun hafa fengið viðvörun í október eftir að hafa mætt of seint á æfingu, og hann hefur einnig átt í vandræðum utan vallar eins og Íslendingar muna sjálfsagt. Greenwood og Phil Foden brutu sóttvarnalög á Íslandi í ferð með enska landsliðinu, þegar þeir hittu íslenskar stelpur á hóteli sínu í september. Í sama mánuði birtust myndir af Greenwood að neyta hláturgass. Mason Greenwood á ferðinni gegn Íslandi í september. Hann var sendur beint heim frá Íslandi eftir að upp komst um brot hans á sóttvarnalögum.VÍSIR/GETTY Greenwood er ekki í enska landsliðshópnum sem leikur þrjá leiki á komandi dögum, þar á meðal gegn Íslandi 18. nóvember. Óvissa er reyndar um þann leik þar sem að sóttvarnalög í Bretlandi koma í veg fyrir að íslenska liðið geti ferðast frá Danmörku til Englands í leikinn. Solskjær er í Daily Mail sagður vonast til að geta komið Greenwood í rétta gírinn á Carrington æfingasvæðinu. Hjá félaginu hafi menn hins vegar áhyggjur af líferni þessa 19 ára gamla leikmanns, sérstaklega af því að hann sofi ekki nægilega mikið. Greenwood kom við sögu í 31 deildarleik á síðustu leiktíð sem var hans fyrsta alvöru leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði 10 mörk í þessum leikjum og stimplaði sig rækilega inn, eftir að hafa verið United-maður frá 6 ára aldri.
Enski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira