1 dagur í Ungverjaleik: Þegar Ungverjar áttu besta landslið heims Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2020 12:31 Ungverjar og Englendingar ganga inn á Wembley fyrir „Leik aldarinnar“. Fremstur í flokki Ungverja er Ferenc Puskás sem skoraði 84 mörk í 85 leikjum fyrir ungverska landsliðið. getty/S&G Á morgun er komið að úrslitastund þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir því ungverska í umspili um sæti á EM. Leikurinn fer fram á Ferenc Puskás leikvanginum í Búdapest. Í síðasta upphitunarpistlinum fyrir leikinn mikilvægum förum við aftur í tímann og rifjum upp þegar Ungverjar áttu besta landslið heims á fyrri hluta 6. áratugar síðustu aldar. Frá júní 1950 til júní 1956 lék Ungverjaland 50 landsleiki, vann 42, gerði sjö jafntefli og tapaði aðeins einum. Því miður fyrir Ungverja kom þetta eina tap í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Sviss. Þetta gullið Ungverja, Aranycsapat eins og það kallaðist á ungversku, varð m.a. Ólympíumeistari, fyrsta liðið utan Bretlandseyja til að vinna Englendinga á þeirra heimavelli, rústaði sama liði á sínum heimavelli, sló í gegn á HM 1954 og varð fyrsta liðið til að vinna Sovétríkin á þeirra heimavelli. Sándor Kocsis skorar eitt 75 marka sinna fyrir ungverska landsliðið. Þau komu í aðeins 68 landsleikjum.getty/ullstein bild Nær allir leikmenn gulliðs Ungverja léku með Honvéd sem var jafnframt lið ungverska hersins. Helstu hetjur Honvéd og ungverska landsliðsins voru Ferenc Puskás, Sándor Kocsis, Zoltán Czibor, József Bozsik, Gyula Grosics og Nándor Hidegkuti. Ungverjar urðu Ólympíumeistarar eftir 2-0 sigur á Júgóslavíu 1952. Ef þeir voru ekki komnir almennilega á kortið þá voru þeir svo sannarlega komnir þangað eftir frægan sigur á Englandi á Wembley, 3-6, í nóvember 1953. Fyrir leikinn höfðu Englendingar aldrei tapað fyrir þjóð utan Bretlandseyja á heimavelli og lifðu enn í þeirri blekkingu að þeir væru besta fótboltalið heims. Ungverjar skutu Englendinga harkalega niður á jörðina á þeirra eigin heimavelli. Ungverjaland náði forystunni strax á upphafsmínútu leiksins og var komið í 1-4 eftir tæpan hálftíma. Enska liðið réði ekkert við það ungverska sem stóð því framar hvað tækni, þrek og leikskipulag varðar. Liðin mættust aftur á Nepstadion í Búdapest, sem stóð þar sem Ferenc Puskás völlurinn stendur núna, í maí 1954, þremur vikum áður en HM í Sviss hófst. Englendingar vildu koma fram hefndum en fengu enn verri rassskellingu en á Wembley. Ungverjar unnu 7-1 sigur en þetta er stærsta tap Englendinga frá upphafi. Ungverjar þóttu langlíklegastir til afreka á HM og framan af gekk allt vel. Í raun var allt í himnalagi þar til á 10. mínútu í úrslitaleiknum gegn Vestur-Þjóðverjum. Ungverjar skoruðu 25 mörk í fjórum leikjum á leið sinni í úrslitaleikinn, þar af komu átta í stórsigri á varaliði Vestur-Þjóðverja, 8-3, í riðlakeppninni. Ungverjaland þótti því eðlilega mun sigurstranglegra í úrslitaleiknum í Bern 4. júlí 1954. Og Ungverjar gátu ekki beðið um betri byrjun því eftir átta mínútur voru þeir komnir í 2-0 með mörkum frá Czibor og Puskás. Vestur-Þjóðverjar gáfust ekki upp, jöfnuðu með tveimur mörkum á 10. og 18. mínútu og þegar sex mínútur voru til leiksloka skoraði Helmut Rahn markið sem tryggði Vestur-Þýskalandi fyrsta heimsmeistaratitil sinn. Ungverska ofurliðið var loks sigrað og ekki að ástæðulausu sem leikurinn er oft kallaður „Kraftaverkið í Bern“. Svanasöngur gullliðs Ungverja var sigurinn á Sovétmönnum, 1-0, í Moskvu í september 1956. Eftir ungversku byltinguna síðar sama ár leystist gullliðið upp og síðan þá hafa Ungverjar aldrei eignast viðlíka landslið. Þeir áttu reyndar mjög gott lið á 7. áratugnum með Florian Albert í broddi fylkingar og komust svo á þrjú heimsmeistaramót í röð (1978, 1982, 1986). En frá 1986 hefur Ungverjaland aðeins komist á eitt stórmót og vonandi verður tölfræðin sú sama eftir leikinn í Búdapest annað kvöld. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Ungverjaland Tengdar fréttir 2 dagar í Ungverjaleik: Eina mark Guðna í 80 landsleikjum kom gegn Ungverjum Guðni Bergsson á örugglega einstaka minningu af einstöku marki úr landsleik gegn mótherjum íslenska landsliðsins næstkomandi fimmtudagskvöld. 10. nóvember 2020 12:30 3 dagar í Ungverjaleik: Höddi Magg tryggði okkur síðast sigur í Búdapest Bernskudraumurinn rættist hjá Herði Magnússyni fyrir rúmum 28 árum síðan en íslenska þjóðin lætur sig nú dreyma um að íslensku strákarnir fái tækifæri til að fagna aftur í Búdapest á fimmtudagskvöldið. 9. nóvember 2020 12:30 4 dagar í Ungverjaleik: Nístingssár niðurstaða síðast þegar liðin mættust Íslendingar gengu afar niðurlútir af Velodrome-leikvanginum í Marseille síðast þegar þeir mættu Ungverjum. Liðin mætast í úrslitaleik um að komast aftur á EM, í Búdapest á fimmtudaginn. 8. nóvember 2020 10:01 5 dagar í Ungverjaleik: Gulldrengurinn frá Székesfehérvár með þrumuskotin Dominik Szoboszlai er framtíðarstjarna ungverska landsliðsins sem mætir því íslenska í umspili um sæti á EM 12. nóvember. 7. nóvember 2020 10:00 6 dagar í Ungverjaleik: Ungverjar eiga eitt vandræðalegasta umspil allra tíma Það tók ungverska landsliðið og ungverska knattspyrnu mjög langan tíma að jafna sig á útreiðinni sem liðið fékk í umspili fyrir HM 1998. 6. nóvember 2020 12:30 7 dagar í Ungverjaleik: Yfirgnæfðu „bláa hafið“ og mega fylla þriðja hvert sæti Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn má búast við því að 20 þúsund stuðningsmenn verði á Puskás Aréna eftir viku, þegar Ungverjaland og Ísland mætast í úrslitaleik um sæti á EM karla í fótbolta. 5. nóvember 2020 12:30 8 dagar í Ungverjaleik: Þjálfaraferill hins eina sanna Puskás endaði á Íslandi Landsliðsþjálfaraferill ungversku fótboltagoðsagnarinnar Ferenc Puskás var á enda eftir tapleik í Laugardalnum í júnímánuði fyrir rúmum 27 árum síðan. 4. nóvember 2020 12:31 9 dagar í Ungverjaleik: Yrði jafnsögulegt fyrir Ungverja og fyrir Íslendinga Ungverjar og Íslendingar spila hreinan úrslitaleik um sæti á EM og um leið geta knattspyrnulið beggja þjóða náð sögulegum árangri í knattspyrnusögu sinnar þjóðar. 3. nóvember 2020 12:31 10 dagar í Ungverjaleik: Höfum aldrei unnið Ungverja án Guðna formanns Það er kannski spurning um að klæða formann KSÍ aftur í íslenska landsliðsbúninginn þegar Ísland mætir Ungverjum í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. 2. nóvember 2020 12:31 Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Sjá meira
Á morgun er komið að úrslitastund þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir því ungverska í umspili um sæti á EM. Leikurinn fer fram á Ferenc Puskás leikvanginum í Búdapest. Í síðasta upphitunarpistlinum fyrir leikinn mikilvægum förum við aftur í tímann og rifjum upp þegar Ungverjar áttu besta landslið heims á fyrri hluta 6. áratugar síðustu aldar. Frá júní 1950 til júní 1956 lék Ungverjaland 50 landsleiki, vann 42, gerði sjö jafntefli og tapaði aðeins einum. Því miður fyrir Ungverja kom þetta eina tap í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Sviss. Þetta gullið Ungverja, Aranycsapat eins og það kallaðist á ungversku, varð m.a. Ólympíumeistari, fyrsta liðið utan Bretlandseyja til að vinna Englendinga á þeirra heimavelli, rústaði sama liði á sínum heimavelli, sló í gegn á HM 1954 og varð fyrsta liðið til að vinna Sovétríkin á þeirra heimavelli. Sándor Kocsis skorar eitt 75 marka sinna fyrir ungverska landsliðið. Þau komu í aðeins 68 landsleikjum.getty/ullstein bild Nær allir leikmenn gulliðs Ungverja léku með Honvéd sem var jafnframt lið ungverska hersins. Helstu hetjur Honvéd og ungverska landsliðsins voru Ferenc Puskás, Sándor Kocsis, Zoltán Czibor, József Bozsik, Gyula Grosics og Nándor Hidegkuti. Ungverjar urðu Ólympíumeistarar eftir 2-0 sigur á Júgóslavíu 1952. Ef þeir voru ekki komnir almennilega á kortið þá voru þeir svo sannarlega komnir þangað eftir frægan sigur á Englandi á Wembley, 3-6, í nóvember 1953. Fyrir leikinn höfðu Englendingar aldrei tapað fyrir þjóð utan Bretlandseyja á heimavelli og lifðu enn í þeirri blekkingu að þeir væru besta fótboltalið heims. Ungverjar skutu Englendinga harkalega niður á jörðina á þeirra eigin heimavelli. Ungverjaland náði forystunni strax á upphafsmínútu leiksins og var komið í 1-4 eftir tæpan hálftíma. Enska liðið réði ekkert við það ungverska sem stóð því framar hvað tækni, þrek og leikskipulag varðar. Liðin mættust aftur á Nepstadion í Búdapest, sem stóð þar sem Ferenc Puskás völlurinn stendur núna, í maí 1954, þremur vikum áður en HM í Sviss hófst. Englendingar vildu koma fram hefndum en fengu enn verri rassskellingu en á Wembley. Ungverjar unnu 7-1 sigur en þetta er stærsta tap Englendinga frá upphafi. Ungverjar þóttu langlíklegastir til afreka á HM og framan af gekk allt vel. Í raun var allt í himnalagi þar til á 10. mínútu í úrslitaleiknum gegn Vestur-Þjóðverjum. Ungverjar skoruðu 25 mörk í fjórum leikjum á leið sinni í úrslitaleikinn, þar af komu átta í stórsigri á varaliði Vestur-Þjóðverja, 8-3, í riðlakeppninni. Ungverjaland þótti því eðlilega mun sigurstranglegra í úrslitaleiknum í Bern 4. júlí 1954. Og Ungverjar gátu ekki beðið um betri byrjun því eftir átta mínútur voru þeir komnir í 2-0 með mörkum frá Czibor og Puskás. Vestur-Þjóðverjar gáfust ekki upp, jöfnuðu með tveimur mörkum á 10. og 18. mínútu og þegar sex mínútur voru til leiksloka skoraði Helmut Rahn markið sem tryggði Vestur-Þýskalandi fyrsta heimsmeistaratitil sinn. Ungverska ofurliðið var loks sigrað og ekki að ástæðulausu sem leikurinn er oft kallaður „Kraftaverkið í Bern“. Svanasöngur gullliðs Ungverja var sigurinn á Sovétmönnum, 1-0, í Moskvu í september 1956. Eftir ungversku byltinguna síðar sama ár leystist gullliðið upp og síðan þá hafa Ungverjar aldrei eignast viðlíka landslið. Þeir áttu reyndar mjög gott lið á 7. áratugnum með Florian Albert í broddi fylkingar og komust svo á þrjú heimsmeistaramót í röð (1978, 1982, 1986). En frá 1986 hefur Ungverjaland aðeins komist á eitt stórmót og vonandi verður tölfræðin sú sama eftir leikinn í Búdapest annað kvöld. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Ungverjaland Tengdar fréttir 2 dagar í Ungverjaleik: Eina mark Guðna í 80 landsleikjum kom gegn Ungverjum Guðni Bergsson á örugglega einstaka minningu af einstöku marki úr landsleik gegn mótherjum íslenska landsliðsins næstkomandi fimmtudagskvöld. 10. nóvember 2020 12:30 3 dagar í Ungverjaleik: Höddi Magg tryggði okkur síðast sigur í Búdapest Bernskudraumurinn rættist hjá Herði Magnússyni fyrir rúmum 28 árum síðan en íslenska þjóðin lætur sig nú dreyma um að íslensku strákarnir fái tækifæri til að fagna aftur í Búdapest á fimmtudagskvöldið. 9. nóvember 2020 12:30 4 dagar í Ungverjaleik: Nístingssár niðurstaða síðast þegar liðin mættust Íslendingar gengu afar niðurlútir af Velodrome-leikvanginum í Marseille síðast þegar þeir mættu Ungverjum. Liðin mætast í úrslitaleik um að komast aftur á EM, í Búdapest á fimmtudaginn. 8. nóvember 2020 10:01 5 dagar í Ungverjaleik: Gulldrengurinn frá Székesfehérvár með þrumuskotin Dominik Szoboszlai er framtíðarstjarna ungverska landsliðsins sem mætir því íslenska í umspili um sæti á EM 12. nóvember. 7. nóvember 2020 10:00 6 dagar í Ungverjaleik: Ungverjar eiga eitt vandræðalegasta umspil allra tíma Það tók ungverska landsliðið og ungverska knattspyrnu mjög langan tíma að jafna sig á útreiðinni sem liðið fékk í umspili fyrir HM 1998. 6. nóvember 2020 12:30 7 dagar í Ungverjaleik: Yfirgnæfðu „bláa hafið“ og mega fylla þriðja hvert sæti Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn má búast við því að 20 þúsund stuðningsmenn verði á Puskás Aréna eftir viku, þegar Ungverjaland og Ísland mætast í úrslitaleik um sæti á EM karla í fótbolta. 5. nóvember 2020 12:30 8 dagar í Ungverjaleik: Þjálfaraferill hins eina sanna Puskás endaði á Íslandi Landsliðsþjálfaraferill ungversku fótboltagoðsagnarinnar Ferenc Puskás var á enda eftir tapleik í Laugardalnum í júnímánuði fyrir rúmum 27 árum síðan. 4. nóvember 2020 12:31 9 dagar í Ungverjaleik: Yrði jafnsögulegt fyrir Ungverja og fyrir Íslendinga Ungverjar og Íslendingar spila hreinan úrslitaleik um sæti á EM og um leið geta knattspyrnulið beggja þjóða náð sögulegum árangri í knattspyrnusögu sinnar þjóðar. 3. nóvember 2020 12:31 10 dagar í Ungverjaleik: Höfum aldrei unnið Ungverja án Guðna formanns Það er kannski spurning um að klæða formann KSÍ aftur í íslenska landsliðsbúninginn þegar Ísland mætir Ungverjum í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. 2. nóvember 2020 12:31 Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Sjá meira
2 dagar í Ungverjaleik: Eina mark Guðna í 80 landsleikjum kom gegn Ungverjum Guðni Bergsson á örugglega einstaka minningu af einstöku marki úr landsleik gegn mótherjum íslenska landsliðsins næstkomandi fimmtudagskvöld. 10. nóvember 2020 12:30
3 dagar í Ungverjaleik: Höddi Magg tryggði okkur síðast sigur í Búdapest Bernskudraumurinn rættist hjá Herði Magnússyni fyrir rúmum 28 árum síðan en íslenska þjóðin lætur sig nú dreyma um að íslensku strákarnir fái tækifæri til að fagna aftur í Búdapest á fimmtudagskvöldið. 9. nóvember 2020 12:30
4 dagar í Ungverjaleik: Nístingssár niðurstaða síðast þegar liðin mættust Íslendingar gengu afar niðurlútir af Velodrome-leikvanginum í Marseille síðast þegar þeir mættu Ungverjum. Liðin mætast í úrslitaleik um að komast aftur á EM, í Búdapest á fimmtudaginn. 8. nóvember 2020 10:01
5 dagar í Ungverjaleik: Gulldrengurinn frá Székesfehérvár með þrumuskotin Dominik Szoboszlai er framtíðarstjarna ungverska landsliðsins sem mætir því íslenska í umspili um sæti á EM 12. nóvember. 7. nóvember 2020 10:00
6 dagar í Ungverjaleik: Ungverjar eiga eitt vandræðalegasta umspil allra tíma Það tók ungverska landsliðið og ungverska knattspyrnu mjög langan tíma að jafna sig á útreiðinni sem liðið fékk í umspili fyrir HM 1998. 6. nóvember 2020 12:30
7 dagar í Ungverjaleik: Yfirgnæfðu „bláa hafið“ og mega fylla þriðja hvert sæti Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn má búast við því að 20 þúsund stuðningsmenn verði á Puskás Aréna eftir viku, þegar Ungverjaland og Ísland mætast í úrslitaleik um sæti á EM karla í fótbolta. 5. nóvember 2020 12:30
8 dagar í Ungverjaleik: Þjálfaraferill hins eina sanna Puskás endaði á Íslandi Landsliðsþjálfaraferill ungversku fótboltagoðsagnarinnar Ferenc Puskás var á enda eftir tapleik í Laugardalnum í júnímánuði fyrir rúmum 27 árum síðan. 4. nóvember 2020 12:31
9 dagar í Ungverjaleik: Yrði jafnsögulegt fyrir Ungverja og fyrir Íslendinga Ungverjar og Íslendingar spila hreinan úrslitaleik um sæti á EM og um leið geta knattspyrnulið beggja þjóða náð sögulegum árangri í knattspyrnusögu sinnar þjóðar. 3. nóvember 2020 12:31
10 dagar í Ungverjaleik: Höfum aldrei unnið Ungverja án Guðna formanns Það er kannski spurning um að klæða formann KSÍ aftur í íslenska landsliðsbúninginn þegar Ísland mætir Ungverjum í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. 2. nóvember 2020 12:31
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti