„Gæti ekki hugsað mér að missa barnið mitt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. nóvember 2020 11:29 Emilía stendur á eigin fótum í dag og gengur lífið vel. Í fyrsta þætti, í fyrstu þáttaröð af Fósturbörnum, hitti Sindri Sindrason Emilíu Maidland sem þá nálgaðist átján ára aldurinn. Hún hafði flakkað á milli fósturheimila og kveið þess að þurfa að standa á eigin fótum í lífinu. Seinna fór hún í það að lesa skjöl barnaverndarnefndar um hennar mál og var reið, reið yfir örlögum sínum og erfiðri byrjun í lífinu. Í síðasta þætti af Fósturbörnum hitti Sindri síðan Emilíu rúmlega þremur árum eftir að þau hittust fyrst. Í dag á hún tveggja ára dreng og hefur lífið gengið einstaklega vel síðustu ár. Hún er ekki eins reið út í foreldra sína og segist í raun vera ánægð með allt sem hún hafi upplifað í sínu lífi, það hafi mótað hana sem manneskju. Hún er til að mynda í samskiptum við móður sína í dag. „Samskiptin eru góð. Ég held að eftir að ég varð móðir hafi ég áttað mig svolítið á því hvernig henni líður. Í dag eru samskiptin mín við hana og aðra fjölskyldumeðlima mikið betri og líka bara út frá mínum þroska að ég geti lagt ákveðna hluti á hilluna út af því að lífið er núna,“ segir Emilía. Hún segist skilja móður sína betur í dag, eða að einhverju leyti. Betur eftir að hún eignaðist barn sjálf. „Núna hugsa ég bara að ég geti ekki ímyndað mér hvernig henni leið, að missa öll börnin sín. Ég gæti ekki hugsað mér að missa barnið mitt. Það sem ég innleiði í mitt uppeldi er öryggi og það er númer eitt, tvö og þrjú. Hann hefur þak, mat og gott fólk í kringum sig, það eina sem hann þarf er bara öryggi. Það er eitthvað sem mig vantaði í æsku og ég sé önnur fósturbörn vanta og það mótar einstakling mjög mikið.“ Klippa: Gæti ekki hugsað mér að missa barnið mitt Fósturbörn Börn og uppeldi Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Í fyrsta þætti, í fyrstu þáttaröð af Fósturbörnum, hitti Sindri Sindrason Emilíu Maidland sem þá nálgaðist átján ára aldurinn. Hún hafði flakkað á milli fósturheimila og kveið þess að þurfa að standa á eigin fótum í lífinu. Seinna fór hún í það að lesa skjöl barnaverndarnefndar um hennar mál og var reið, reið yfir örlögum sínum og erfiðri byrjun í lífinu. Í síðasta þætti af Fósturbörnum hitti Sindri síðan Emilíu rúmlega þremur árum eftir að þau hittust fyrst. Í dag á hún tveggja ára dreng og hefur lífið gengið einstaklega vel síðustu ár. Hún er ekki eins reið út í foreldra sína og segist í raun vera ánægð með allt sem hún hafi upplifað í sínu lífi, það hafi mótað hana sem manneskju. Hún er til að mynda í samskiptum við móður sína í dag. „Samskiptin eru góð. Ég held að eftir að ég varð móðir hafi ég áttað mig svolítið á því hvernig henni líður. Í dag eru samskiptin mín við hana og aðra fjölskyldumeðlima mikið betri og líka bara út frá mínum þroska að ég geti lagt ákveðna hluti á hilluna út af því að lífið er núna,“ segir Emilía. Hún segist skilja móður sína betur í dag, eða að einhverju leyti. Betur eftir að hún eignaðist barn sjálf. „Núna hugsa ég bara að ég geti ekki ímyndað mér hvernig henni leið, að missa öll börnin sín. Ég gæti ekki hugsað mér að missa barnið mitt. Það sem ég innleiði í mitt uppeldi er öryggi og það er númer eitt, tvö og þrjú. Hann hefur þak, mat og gott fólk í kringum sig, það eina sem hann þarf er bara öryggi. Það er eitthvað sem mig vantaði í æsku og ég sé önnur fósturbörn vanta og það mótar einstakling mjög mikið.“ Klippa: Gæti ekki hugsað mér að missa barnið mitt
Fósturbörn Börn og uppeldi Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira