„Ég var bara fjögurra ára þegar við komumst síðast á stórmót“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2020 18:16 Andy Robertson er í stórhlutverki hjá Liverpool en hann er líka fyrirliði skoska landsliðsins sem gæti komist á EM í kvöld. Getty/Andrew Powell Liverpool bakvörðurinn Andy Robertson mun reyna að leiða skoska landsliðið á Evrópumótið í kvöld en á sama tíma og Íslands mætir Ungverjalandi þá spila Skotar einnig um EM sæti þegar þeir mæta Serbum. Liverpool maðurinn Andy Robertson er fyrirliði skoska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem í kvöld getur tryggt sér sæti á Evrópumótinu næsta sumar. Leikur Serbíu og Skotlands fer fram í Belgrad klukkan 19.45 í kvöld en það verða engir áhorfendur leyfðir á leiknum. Andy Robertson hefur spilað marga stóra leiki með Liverpool á síðustu árum en hann segir að leikurinn í kvöld sé í hópi með þeim stærstu á hans ferli. ""I was four when Scotland last got to a tournament and my whole generation has missed out ."Scotland captain Andy Robertson has issued a rallying cry ahead of Scotland's Euro 2020 play-off with Serbia. https://t.co/EGyycjyzLL#bbcfootball pic.twitter.com/PrUHypSEGs— BBC Sport (@BBCSport) November 11, 2020 „Við þráum það að komast á stórmót. Við viljum komast þangað og við finnum vel fyrir því hversu mikið þjóðin vill það líka. Auðvitað er pressa en við ætlum að nýta okkur hana á jákvæðan hátt,“ sagði Andy Robertson á blaðamannafundi fyrir leikinn. Skotar hafa beðið í 23 ár eftir að komast á stórmót í fótbolta en síðasta stórmót skoska landsliðsins var HM í Frakklandi sumarið 1998. Skotar komust á sex af sjö heimsmeistarakeppnum frá 1974 til 1998 en einu Evrópumót þjóðarinnar eru EM 1992 í Svíþjóð og EM 1996 í Englandi. „Ég var bara fjögurra ára þegar Skotland komst síðast á stórmót og heil kynslóð er búin að missa af því að sjá landsliðið sitt á stórmóti. Það er auka hvatningu fyrir okkur að geta gefið fimm milljónum manna ástæðu til að brosa heima í Skotland,“ sagði Robertson. „Við viljum líka ná þessu fyrir knattspyrnustjórann okkar. Við vitum hversu miklu hann missti af sem leikmaður og hversu miklu máli þetta myndi skipta hann,“ sagði Robertson. Steve Clarke er þjálfari skoska landsliðsins og undir hans stjórn hefur liðið ekki tapað í átta leikjum í röð. Það var tæpt í undanúrslitunum á móti Ísrael þar sem Skotar þurftu á endanum vítaspyrnukeppni til að landa sigri eftir markalaust jafntefli. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsendingin klukkan 19.35 í kvöld. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Sjá meira
Liverpool bakvörðurinn Andy Robertson mun reyna að leiða skoska landsliðið á Evrópumótið í kvöld en á sama tíma og Íslands mætir Ungverjalandi þá spila Skotar einnig um EM sæti þegar þeir mæta Serbum. Liverpool maðurinn Andy Robertson er fyrirliði skoska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem í kvöld getur tryggt sér sæti á Evrópumótinu næsta sumar. Leikur Serbíu og Skotlands fer fram í Belgrad klukkan 19.45 í kvöld en það verða engir áhorfendur leyfðir á leiknum. Andy Robertson hefur spilað marga stóra leiki með Liverpool á síðustu árum en hann segir að leikurinn í kvöld sé í hópi með þeim stærstu á hans ferli. ""I was four when Scotland last got to a tournament and my whole generation has missed out ."Scotland captain Andy Robertson has issued a rallying cry ahead of Scotland's Euro 2020 play-off with Serbia. https://t.co/EGyycjyzLL#bbcfootball pic.twitter.com/PrUHypSEGs— BBC Sport (@BBCSport) November 11, 2020 „Við þráum það að komast á stórmót. Við viljum komast þangað og við finnum vel fyrir því hversu mikið þjóðin vill það líka. Auðvitað er pressa en við ætlum að nýta okkur hana á jákvæðan hátt,“ sagði Andy Robertson á blaðamannafundi fyrir leikinn. Skotar hafa beðið í 23 ár eftir að komast á stórmót í fótbolta en síðasta stórmót skoska landsliðsins var HM í Frakklandi sumarið 1998. Skotar komust á sex af sjö heimsmeistarakeppnum frá 1974 til 1998 en einu Evrópumót þjóðarinnar eru EM 1992 í Svíþjóð og EM 1996 í Englandi. „Ég var bara fjögurra ára þegar Skotland komst síðast á stórmót og heil kynslóð er búin að missa af því að sjá landsliðið sitt á stórmóti. Það er auka hvatningu fyrir okkur að geta gefið fimm milljónum manna ástæðu til að brosa heima í Skotland,“ sagði Robertson. „Við viljum líka ná þessu fyrir knattspyrnustjórann okkar. Við vitum hversu miklu hann missti af sem leikmaður og hversu miklu máli þetta myndi skipta hann,“ sagði Robertson. Steve Clarke er þjálfari skoska landsliðsins og undir hans stjórn hefur liðið ekki tapað í átta leikjum í röð. Það var tæpt í undanúrslitunum á móti Ísrael þar sem Skotar þurftu á endanum vítaspyrnukeppni til að landa sigri eftir markalaust jafntefli. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsendingin klukkan 19.35 í kvöld.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Sjá meira