Landsliðsmennirnir sjö sem missa af leiknum á Wembley Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 07:46 Íslensku strákarnir fagna marki Ragnars Sigurðssonar á móti Englandi á EM 2016. Getty/ Marc Atkins Nokkrar breytingar verða á leikmannahópi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir síðasta leik ársins og síðasta leikinn undir stjórn Erik Hamrén sem er Þjóðadeildarleikur gegn Englandi á Wembley á miðvikudag. Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Ragnar Sigurðsson og Viðar Örn Kjartansson verða ekki með liðinu gegn Englandi og hafa yfirgefið íslenska hópinn. Nokkrar breytingar verða á leikmannahópi A landsliðs karla fyrir síðasta leik ársins, Þjóðadeildarleik gegn Englandi á Wembley á miðvikudag. https://t.co/vyUcMJIczy— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 16, 2020 Inn í íslenska hópinn koma í staðinn þeir Alfons Sampsted, Jón Dagur Þorsteinsson, Andri Fannar Baldursson, Sveinn Aron Guðjohnsen og Ísak Bergmann Jóhannesson, sem allir voru í leikmannahópnum hjá U21 landsliðinu sem lék tvo leiki í undankeppni EM á dögunum. Hörður Björgvin Magnússon tekur út leikbann gegn Englandi, þar sem hann fékk sína aðra áminningu í Þjóðadeildinni í leiknum gegn Dönum. Leikurinn fer fram sem fyrr segir á Wembley-leikvanginum í Lundúnum á miðvikudag, hefst kl. 19.45 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Ragnar Sigurðsson misstu allir líka af fyrri leiknum á móti Englendingum á Laugardalsvellinum í september síðastliðnum og síðasti leikur þeirra á móti Englandi er því áfram leikurinn í Nice í júnílok 2016 þegar Ísland sló enska landsliðið út úr sextán liða úrslitunum á EM. Alfreð Finnbogason missti líka af fyrri leiknum við England í september og hefur aldrei mætt Englandi í landsleik því hann sat allan tímann á bekknum i leiknum fræga í Nice. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Nokkrar breytingar verða á leikmannahópi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir síðasta leik ársins og síðasta leikinn undir stjórn Erik Hamrén sem er Þjóðadeildarleikur gegn Englandi á Wembley á miðvikudag. Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Ragnar Sigurðsson og Viðar Örn Kjartansson verða ekki með liðinu gegn Englandi og hafa yfirgefið íslenska hópinn. Nokkrar breytingar verða á leikmannahópi A landsliðs karla fyrir síðasta leik ársins, Þjóðadeildarleik gegn Englandi á Wembley á miðvikudag. https://t.co/vyUcMJIczy— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 16, 2020 Inn í íslenska hópinn koma í staðinn þeir Alfons Sampsted, Jón Dagur Þorsteinsson, Andri Fannar Baldursson, Sveinn Aron Guðjohnsen og Ísak Bergmann Jóhannesson, sem allir voru í leikmannahópnum hjá U21 landsliðinu sem lék tvo leiki í undankeppni EM á dögunum. Hörður Björgvin Magnússon tekur út leikbann gegn Englandi, þar sem hann fékk sína aðra áminningu í Þjóðadeildinni í leiknum gegn Dönum. Leikurinn fer fram sem fyrr segir á Wembley-leikvanginum í Lundúnum á miðvikudag, hefst kl. 19.45 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Ragnar Sigurðsson misstu allir líka af fyrri leiknum á móti Englendingum á Laugardalsvellinum í september síðastliðnum og síðasti leikur þeirra á móti Englandi er því áfram leikurinn í Nice í júnílok 2016 þegar Ísland sló enska landsliðið út úr sextán liða úrslitunum á EM. Alfreð Finnbogason missti líka af fyrri leiknum við England í september og hefur aldrei mætt Englandi í landsleik því hann sat allan tímann á bekknum i leiknum fræga í Nice.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira