Fótbolti

Real Madrid hefur áhuga á Ísaki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísak Bergmann Jóhannesson í leik með íslenska U-21 árs landsliðinu gegn Ítalíu í síðustu viku.
Ísak Bergmann Jóhannesson í leik með íslenska U-21 árs landsliðinu gegn Ítalíu í síðustu viku. vísir/vilhelm

Spánarmeistarar Real Madrid hafa áhuga á Ísaki Bergmann Jóhannessyni, leikmanni Norrköping, samkvæmt spænskum fjölmiðlum.

Mörg af stærstu félögum Evrópu hafa sýnt Ísaki áhuga og Real Madrid hefur nú bæst í þann hóp.

Yfirnjósnari Real Madrid í Evrópu, Juni Calafat, hefur fylgst með Ísaki í dágóðan tíma og hrifist mjög af Skagamanninum unga.

Ísak, sem er aðeins sautján ára, hefur slegið í gegn með Norrköping á tímabilinu og vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína.

Ísak gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland sækir England heim í lokaleik sínum í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar annað kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×