Kári ánægður með Hamrén og segir gagnrýnina ósanngjarna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. nóvember 2020 10:58 Kári Árnason talaði vel um Erik Hamrén á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Englandi. getty/Onur Coban Kári Árnason ber Erik Hamrén vel söguna og segir að gagnrýnin sem hann hafi fengið sé ósanngjörn. Hamrén stýrir íslenska landsliðinu í síðasta sinn þegar það mætir því enska á Wembley í Þjóðadeildinni annað kvöld. Hamrén tók við Íslandi haustið 2018 og var hársbreidd frá því að koma íslenska liðinu á EM á næsta ári. „Ég held að allir í liðinu séu sammála um að hann hafi unnið mjög gott starf. Hann og Freyr [Alexandersson] eru kannski dæmdir ósanngjarnt,“ sagði Kári á blaðamannafundi Íslands í morgun. Hann benti á að árangur Íslands í undankeppni EM hefði verið góður og undir venjulegum kringumstæðum dugað til að komast í lokakeppnina. Íslendingar hafa hins vegar tapað öllum níu leikjum sínum í Þjóðadeildinni þar sem þeir hafa mætt mörgum af sterkustu liðum Evrópu. „Svo erum við að spila í A-deild í þessari keppni. Er hægt að ætlast til að maður sé að klára Belgíu, Danmörku og England í hverjum leik? Þetta er rosalega erfitt verkefni og verið mikið um meiðsli þannig að gagnrýnin sem hefur komið á þessa þjálfara hefur verið óréttlát því þegar þetta hefur skipt máli voru þeir mjög fínir. Stigasöfnunin var góð en þetta féll ekki alveg fyrir okkur,“ sagði Kári sem verður fyrirliði íslenska liðsins í leiknum á morgun. Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19:45 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Kári: Þið fréttamenn eigið að grátbiðja þá um að halda áfram Kári Árnason talaði skýrt og skorinort á blaðamannafundi Íslands í dag þegar hann var spurður út í framtíð gullkynslóðarinnar. 17. nóvember 2020 11:00 Ísak er heppinn að geta spilað fyrsta leikinn á Wembley Erik Hamrén var spurður út í Ísak Bergmann Jóhannesson á blaðamannafundi landsliðsins í dag. 17. nóvember 2020 10:50 Allir leikmenn íslenska landsliðsins neikvæðir Erik Hamrén treysir starfsfólki KSÍ til að passa upp á smitvarnir íslenska liðsins. 17. nóvember 2020 10:40 Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og Kári Árnason ræddu við fjölmiðlamenn fyrir Englandsleikinn sem líklega verður síðasti landsleikur þeirra beggja. 17. nóvember 2020 10:01 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sport Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Kári Árnason ber Erik Hamrén vel söguna og segir að gagnrýnin sem hann hafi fengið sé ósanngjörn. Hamrén stýrir íslenska landsliðinu í síðasta sinn þegar það mætir því enska á Wembley í Þjóðadeildinni annað kvöld. Hamrén tók við Íslandi haustið 2018 og var hársbreidd frá því að koma íslenska liðinu á EM á næsta ári. „Ég held að allir í liðinu séu sammála um að hann hafi unnið mjög gott starf. Hann og Freyr [Alexandersson] eru kannski dæmdir ósanngjarnt,“ sagði Kári á blaðamannafundi Íslands í morgun. Hann benti á að árangur Íslands í undankeppni EM hefði verið góður og undir venjulegum kringumstæðum dugað til að komast í lokakeppnina. Íslendingar hafa hins vegar tapað öllum níu leikjum sínum í Þjóðadeildinni þar sem þeir hafa mætt mörgum af sterkustu liðum Evrópu. „Svo erum við að spila í A-deild í þessari keppni. Er hægt að ætlast til að maður sé að klára Belgíu, Danmörku og England í hverjum leik? Þetta er rosalega erfitt verkefni og verið mikið um meiðsli þannig að gagnrýnin sem hefur komið á þessa þjálfara hefur verið óréttlát því þegar þetta hefur skipt máli voru þeir mjög fínir. Stigasöfnunin var góð en þetta féll ekki alveg fyrir okkur,“ sagði Kári sem verður fyrirliði íslenska liðsins í leiknum á morgun. Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19:45 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Kári: Þið fréttamenn eigið að grátbiðja þá um að halda áfram Kári Árnason talaði skýrt og skorinort á blaðamannafundi Íslands í dag þegar hann var spurður út í framtíð gullkynslóðarinnar. 17. nóvember 2020 11:00 Ísak er heppinn að geta spilað fyrsta leikinn á Wembley Erik Hamrén var spurður út í Ísak Bergmann Jóhannesson á blaðamannafundi landsliðsins í dag. 17. nóvember 2020 10:50 Allir leikmenn íslenska landsliðsins neikvæðir Erik Hamrén treysir starfsfólki KSÍ til að passa upp á smitvarnir íslenska liðsins. 17. nóvember 2020 10:40 Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og Kári Árnason ræddu við fjölmiðlamenn fyrir Englandsleikinn sem líklega verður síðasti landsleikur þeirra beggja. 17. nóvember 2020 10:01 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sport Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Kári: Þið fréttamenn eigið að grátbiðja þá um að halda áfram Kári Árnason talaði skýrt og skorinort á blaðamannafundi Íslands í dag þegar hann var spurður út í framtíð gullkynslóðarinnar. 17. nóvember 2020 11:00
Ísak er heppinn að geta spilað fyrsta leikinn á Wembley Erik Hamrén var spurður út í Ísak Bergmann Jóhannesson á blaðamannafundi landsliðsins í dag. 17. nóvember 2020 10:50
Allir leikmenn íslenska landsliðsins neikvæðir Erik Hamrén treysir starfsfólki KSÍ til að passa upp á smitvarnir íslenska liðsins. 17. nóvember 2020 10:40
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og Kári Árnason ræddu við fjölmiðlamenn fyrir Englandsleikinn sem líklega verður síðasti landsleikur þeirra beggja. 17. nóvember 2020 10:01