Real Madrid í svipuðum vandræðum og Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2020 09:01 Sergio Ramos situr í grasinu eftir að hann meiddist í gær. Getty/ Mateo Villalba Þetta var ekki góður landsleikjagluggi fyrir sum evrópsk fótboltalið og Real Madrid er eitt af þeim sem fór illa út úr honum. Real Madrid glímir við meiðslavandræði í miðri vörn liðsins alveg eins og Englandsmeistarar Liverpool. Sergio Ramos og Raphael Varane meiddust báðir í leikjum með landsliðum sínum í Þjóðadeildinni í gær. Sergio Ramos fór af velli á 43. mínútu í 6-0 sigri Spánverja á Þjóðverjum og hélt um lærið. Í yfirlýsingu frá spænska knattspyrnusambandinu þá kom fram að Sergio Ramos hafi fundið fyrir talsverðum óþægindum aftan í hægra læri og því komið af velli. Sergio Ramos á þó eftir að fara í frekari rannsóknir til að kanna meiðslin betur. If indeed Ramos and Varane are injured, there are no real backups. The makeshift CB's in Casemiro (COVID) and Fede (Injury) are all unavailable. Militão is also COVID-19 positive at the moment. Castilla's Pablo Ramon also got injured yesterday. #— Los Blancos Live (@blancoslive) November 17, 2020 Raphael Varane var aftur á móti tekinn af velli í hálfleik þegar Frakkar unnu 4-2 sigur á Svíum. „Ég var að að taka Raphael af velli því hann var í smá meiðslavandræðum,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins. Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, er örugglega mjög pirraður yfir þessu enda hefur hann ekki marga kosti fyrir leikinn á móti Villarreal á laugardaginn. Sergio Ramos missir næst örugglega af leiknum og Raphael Varane er ekki líklegur til að spila. Svo er stutt í Meistaradeildarleik á móti Inter Milan. Að auki er miðvörðurinn Eder Militao með kórónuveiruna sem þýðir að eini leikfæri miðvörðurinn í hópnum er Nacho Fernandez sem er líka nýkominn til baka eftir meiðsli. Casemiro gæti fært sig niður í vörnina en hann er líka meið veiruna. Það eru líka fleiri forföll hjá Real Madrid því bæði Edin Hazard og Karim Benzema eru að glíma við meiðsli sem og Federico Valverde. Það er því ekki auðvelt verk fyrir þá Zinedine Zidane og Jürgen Klopp að stilla upp liðum sínum þegar deildirnar fara aftur af stað um næstu helgi. Real Madrid 5 center-back options:-Sergio Ramos (injured)-Raphael Varane (injured)-Eder Militão (Covid positive)-Nacho (just back from injury)-Pablo Ramon (injured)#rmalive pic.twitter.com/ODNeDSDOav— Blanco Zone (@theBlancoZone) November 17, 2020 Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Sjá meira
Þetta var ekki góður landsleikjagluggi fyrir sum evrópsk fótboltalið og Real Madrid er eitt af þeim sem fór illa út úr honum. Real Madrid glímir við meiðslavandræði í miðri vörn liðsins alveg eins og Englandsmeistarar Liverpool. Sergio Ramos og Raphael Varane meiddust báðir í leikjum með landsliðum sínum í Þjóðadeildinni í gær. Sergio Ramos fór af velli á 43. mínútu í 6-0 sigri Spánverja á Þjóðverjum og hélt um lærið. Í yfirlýsingu frá spænska knattspyrnusambandinu þá kom fram að Sergio Ramos hafi fundið fyrir talsverðum óþægindum aftan í hægra læri og því komið af velli. Sergio Ramos á þó eftir að fara í frekari rannsóknir til að kanna meiðslin betur. If indeed Ramos and Varane are injured, there are no real backups. The makeshift CB's in Casemiro (COVID) and Fede (Injury) are all unavailable. Militão is also COVID-19 positive at the moment. Castilla's Pablo Ramon also got injured yesterday. #— Los Blancos Live (@blancoslive) November 17, 2020 Raphael Varane var aftur á móti tekinn af velli í hálfleik þegar Frakkar unnu 4-2 sigur á Svíum. „Ég var að að taka Raphael af velli því hann var í smá meiðslavandræðum,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins. Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, er örugglega mjög pirraður yfir þessu enda hefur hann ekki marga kosti fyrir leikinn á móti Villarreal á laugardaginn. Sergio Ramos missir næst örugglega af leiknum og Raphael Varane er ekki líklegur til að spila. Svo er stutt í Meistaradeildarleik á móti Inter Milan. Að auki er miðvörðurinn Eder Militao með kórónuveiruna sem þýðir að eini leikfæri miðvörðurinn í hópnum er Nacho Fernandez sem er líka nýkominn til baka eftir meiðsli. Casemiro gæti fært sig niður í vörnina en hann er líka meið veiruna. Það eru líka fleiri forföll hjá Real Madrid því bæði Edin Hazard og Karim Benzema eru að glíma við meiðsli sem og Federico Valverde. Það er því ekki auðvelt verk fyrir þá Zinedine Zidane og Jürgen Klopp að stilla upp liðum sínum þegar deildirnar fara aftur af stað um næstu helgi. Real Madrid 5 center-back options:-Sergio Ramos (injured)-Raphael Varane (injured)-Eder Militão (Covid positive)-Nacho (just back from injury)-Pablo Ramon (injured)#rmalive pic.twitter.com/ODNeDSDOav— Blanco Zone (@theBlancoZone) November 17, 2020
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Sjá meira