Sjáðu fáránleg mistök Courtois í sigri Belga á Dönum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2020 17:01 Thibaut Courtois horfir á eftir boltanum í markið eftir skelfileg mistök sín í leik Belga og Dana í gær. getty/John Berr Thibaut Courtois, markvörður Spánarmeistara Real Madrid, gerði sig sekan um ótrúleg mistök í leik Belgíu og Danmerkur í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar í gær. Það kom þó ekki að sök því Belgar unnu leikinn, 4-2, og tryggðu sér þar með sæti í úrslitum Þjóðardeildarinnar á næsta ári. Yuri Tielemans kom Belgum yfir strax á 3. mínútu þegar hann skoraði með góðu skoti fyrir utan vítateig sem samherji hans hjá Leicester City, Kasper Schmeichel, réði ekki við. Á 17. mínútu jafnaði Jonas Wind með skalla og staðan í hálfleik var 1-1. Næst var röðin komin að Romelu Lukaku. Hann kom Belgíu aftur yfir á 56. mínútu eftir sendingu frá Kevin De Bruyne og skoraði svo sitt annað mark og þriðja mark Belga á 69. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Thorgan Hazard. Lukaku hefur verið sjóðheitur með belgíska landsliðinu á undanförnum árum. Síðan 2017 hefur hann skorað 35 mörk í 33 landsleikjum. Hann er langmarkahæstur í sögu belgíska landsliðsins með 57 mörk. Á 86. mínútu færði Courtois Dönum mark á silfurfati. Nacer Chadli átti þá sendingu til baka á Courtois sem missti boltann undir hægri fótinn og inn fór hann. Markið minnti óneitanlega á sjálfsmark Garys Neville fyrir England gegn Króatíu 2006 þegar Paul Robinson missti sendingu hans undir sig og í netið. Sem betur fer fyrir Courtois skoraði De Bruyne fjórða mark Belga aðeins mínútu síðar eftir sendingu frá varamanninum Thomas Foket. Lokatölur 4-2, Belgíu í vil. Belgar, Ítalir, Frakkar og Spánverjar taka þátt í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar á Ítalíu á næsta ári. Ekkert þessara liða komst í úrslit Þjóðadeildarinnar í fyrra. Mörkin úr leik Belgíu og Danmerkur má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Belgía 4-2 Danmörk Þjóðadeild UEFA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Sjá meira
Thibaut Courtois, markvörður Spánarmeistara Real Madrid, gerði sig sekan um ótrúleg mistök í leik Belgíu og Danmerkur í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar í gær. Það kom þó ekki að sök því Belgar unnu leikinn, 4-2, og tryggðu sér þar með sæti í úrslitum Þjóðardeildarinnar á næsta ári. Yuri Tielemans kom Belgum yfir strax á 3. mínútu þegar hann skoraði með góðu skoti fyrir utan vítateig sem samherji hans hjá Leicester City, Kasper Schmeichel, réði ekki við. Á 17. mínútu jafnaði Jonas Wind með skalla og staðan í hálfleik var 1-1. Næst var röðin komin að Romelu Lukaku. Hann kom Belgíu aftur yfir á 56. mínútu eftir sendingu frá Kevin De Bruyne og skoraði svo sitt annað mark og þriðja mark Belga á 69. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Thorgan Hazard. Lukaku hefur verið sjóðheitur með belgíska landsliðinu á undanförnum árum. Síðan 2017 hefur hann skorað 35 mörk í 33 landsleikjum. Hann er langmarkahæstur í sögu belgíska landsliðsins með 57 mörk. Á 86. mínútu færði Courtois Dönum mark á silfurfati. Nacer Chadli átti þá sendingu til baka á Courtois sem missti boltann undir hægri fótinn og inn fór hann. Markið minnti óneitanlega á sjálfsmark Garys Neville fyrir England gegn Króatíu 2006 þegar Paul Robinson missti sendingu hans undir sig og í netið. Sem betur fer fyrir Courtois skoraði De Bruyne fjórða mark Belga aðeins mínútu síðar eftir sendingu frá varamanninum Thomas Foket. Lokatölur 4-2, Belgíu í vil. Belgar, Ítalir, Frakkar og Spánverjar taka þátt í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar á Ítalíu á næsta ári. Ekkert þessara liða komst í úrslit Þjóðadeildarinnar í fyrra. Mörkin úr leik Belgíu og Danmerkur má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Belgía 4-2 Danmörk
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Sjá meira