Nýtur þess að spila „kamikaze“ leikstíl Bodø/Glimt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2020 11:00 Alfons Sampsted í baráttu við Franck Kessie í leik Bodø/Glimt og AC Milan. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Leikstíll Bodø/Glimt, sem varð norskur meistari í fyrsta sinn í fyrradag, hefur vakið mikla athygli. Liðið spilar mikinn sóknarbolta og hefur skorað 85 mörk í 25 leikjum í norsku úrvalsdeildinni, eða 3,4 mörk að meðaltali í leik. Fyrirliði Bodø/Glimt, Ulrik Saltnes, hefur lýst leikstíl liðsins sem kamikaze fótbolta. Í samtali við Vísi fór Alfons Sampsted aðeins nánar út í leikstílinn. „Við spilum 4-3-3 eða 4-1-4-1, hvað sem þú vilt kalla þetta. Kantmennirnir okkar eru utarlega og fyrsta hugsun er alltaf hvernig við getum farið fram á við. Hvernig getum við „brotið línur“ og komið hinu liðinu úr jafnvægi,“ sagði Alfons. „Þegar við komum þeim úr jafnvægi færist áherslan á að reyna að klára þær sóknir sem við fáum og hjá okkur í öftustu línu hvernig við getum unnið boltann um leið og við töpum honum. Við reynum að skapa ójafnvægi hjá hinu liðinu á meðan að við reynum annað hvort að klára sóknirnar eða komið okkur í stöður þar sem við getum sett þá í enn meira ójafnvægi í næstu bylgju.“ Alfons segir að þessi leikstíll Bodø/Glimt sé ólíkur öðru sem hann hefur upplifað hingað til á ferlinum. „Þetta er kannski líkt Blikunum á einn og annan máta en í heildina er þetta þvílíkt ólíkt. Mér finnst þetta frekar líkt því sem við spilum í U-21 árs landsliðinu,“ sagði Alfons. Hann nýtur þess að spila í þennan leikstíl. „Við fáum mjög mikið frelsi til að taka ákvarðanir inni á vellinum. Þeir gefa okkur traust til að taka þær ákvarðanir sem við teljum bestar hverju sinni út frá því plani sem þeir leggja upp. Að spila í svona kerfi er helvíti gaman. Maður fær aðeins að leika sér en samt er skrúktúr á öllu.“ Klippa: Alfons um leikstíl Bodø/Glimt Norski boltinn Tengdar fréttir Draumadagur Norðmannsins hjá AC Milan Jens Petter Hauge varð norskur meistari og skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir AC Milan sama kvöldið. 23. nóvember 2020 13:30 KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01 Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Leikstíll Bodø/Glimt, sem varð norskur meistari í fyrsta sinn í fyrradag, hefur vakið mikla athygli. Liðið spilar mikinn sóknarbolta og hefur skorað 85 mörk í 25 leikjum í norsku úrvalsdeildinni, eða 3,4 mörk að meðaltali í leik. Fyrirliði Bodø/Glimt, Ulrik Saltnes, hefur lýst leikstíl liðsins sem kamikaze fótbolta. Í samtali við Vísi fór Alfons Sampsted aðeins nánar út í leikstílinn. „Við spilum 4-3-3 eða 4-1-4-1, hvað sem þú vilt kalla þetta. Kantmennirnir okkar eru utarlega og fyrsta hugsun er alltaf hvernig við getum farið fram á við. Hvernig getum við „brotið línur“ og komið hinu liðinu úr jafnvægi,“ sagði Alfons. „Þegar við komum þeim úr jafnvægi færist áherslan á að reyna að klára þær sóknir sem við fáum og hjá okkur í öftustu línu hvernig við getum unnið boltann um leið og við töpum honum. Við reynum að skapa ójafnvægi hjá hinu liðinu á meðan að við reynum annað hvort að klára sóknirnar eða komið okkur í stöður þar sem við getum sett þá í enn meira ójafnvægi í næstu bylgju.“ Alfons segir að þessi leikstíll Bodø/Glimt sé ólíkur öðru sem hann hefur upplifað hingað til á ferlinum. „Þetta er kannski líkt Blikunum á einn og annan máta en í heildina er þetta þvílíkt ólíkt. Mér finnst þetta frekar líkt því sem við spilum í U-21 árs landsliðinu,“ sagði Alfons. Hann nýtur þess að spila í þennan leikstíl. „Við fáum mjög mikið frelsi til að taka ákvarðanir inni á vellinum. Þeir gefa okkur traust til að taka þær ákvarðanir sem við teljum bestar hverju sinni út frá því plani sem þeir leggja upp. Að spila í svona kerfi er helvíti gaman. Maður fær aðeins að leika sér en samt er skrúktúr á öllu.“ Klippa: Alfons um leikstíl Bodø/Glimt
Norski boltinn Tengdar fréttir Draumadagur Norðmannsins hjá AC Milan Jens Petter Hauge varð norskur meistari og skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir AC Milan sama kvöldið. 23. nóvember 2020 13:30 KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01 Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Draumadagur Norðmannsins hjá AC Milan Jens Petter Hauge varð norskur meistari og skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir AC Milan sama kvöldið. 23. nóvember 2020 13:30
KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01
Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn