Íslensku stelpurnar þurfa að fara yfir landamærin til þess að geta æft Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2020 13:01 Barbára Sól Gísladóttir með þeim Alexöndru Jóhannsdóttur og Guðnýju Árnadóttur á æfingu liðsins í Austurríki. KSÍ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er á fullu að undirbúa sig fyrir tvo mikilvæga leiki í undankeppni EM á næstunni en stelpurnar þurfa líka að tipla í kringum COVID-19 reglur úti. Íslensku stelpurnar geta tryggt sér sæti á Evrópumótinu í Englandi með því að vinna báða leikina en úrslitakeppnin hefur verið færð til sumarsins 2022. Íslensku stelpurnar komu til Slóvakíu á sunnudaginn en fyrri leikurinn er í Slóvakíu er á fimmtudaginn í Senec og hefst klukkan 17.00. Ísland mætir svo Ungverjalandi í Búdapest þriðjudaginn 1. desember og hefst sá leikur kl. 14:30 að íslenskum tíma. Sóttvarnarreglur hafa auðvitað sett strik í reikninginn í undirbúningi íslenska liðsins fyrir þessa leiki enda hafa engir leikir farið fram í Pepsi Max deildinni síðan í byrjun október. Síðastu leikur margra í hópnum var því síðasti leikur liðsins í undankeppninni. Sóttvarnarreglur í Slóvakíu hafa einnig áhrif á undirbúning íslenska liðsins. Íslensku landsliðsstelpurnar þurfa nefnilega að fara yfir landamærin til þess að fara á æfingar í aðdraganda leiksins. Bækistöðvar Íslands eru í Bratislava en vegna landslaga í Slóvakíu þarf íslenska liðið að æfa hinum megin við landamærin í Austurríki. Íslenski hópurinn hefur þar fengið aðstöðu hjá SV Hundsheim. Þess má geta að íslenska karlalandsliðið í körfubolta er einnig í Bratislava þar sem þeir mæta Lúxemborg á fimmtudaginn og Kosóvó á laugardaginn. Í ljósi aðstæðna vegna Covid-19 eru bæði lið í sinni búbblu, á sitthvoru hótelinu. Preparation has started for Thursdays match against Slovakia in the @uefawomenseuro qualifiers. #LeiðinTilEnglands #dottirPosted by KSÍ - Knattspyrnusamband Íslands on Þriðjudagur, 24. nóvember 2020 EM 2021 í Englandi Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Enn tapa Albert og félagar Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er á fullu að undirbúa sig fyrir tvo mikilvæga leiki í undankeppni EM á næstunni en stelpurnar þurfa líka að tipla í kringum COVID-19 reglur úti. Íslensku stelpurnar geta tryggt sér sæti á Evrópumótinu í Englandi með því að vinna báða leikina en úrslitakeppnin hefur verið færð til sumarsins 2022. Íslensku stelpurnar komu til Slóvakíu á sunnudaginn en fyrri leikurinn er í Slóvakíu er á fimmtudaginn í Senec og hefst klukkan 17.00. Ísland mætir svo Ungverjalandi í Búdapest þriðjudaginn 1. desember og hefst sá leikur kl. 14:30 að íslenskum tíma. Sóttvarnarreglur hafa auðvitað sett strik í reikninginn í undirbúningi íslenska liðsins fyrir þessa leiki enda hafa engir leikir farið fram í Pepsi Max deildinni síðan í byrjun október. Síðastu leikur margra í hópnum var því síðasti leikur liðsins í undankeppninni. Sóttvarnarreglur í Slóvakíu hafa einnig áhrif á undirbúning íslenska liðsins. Íslensku landsliðsstelpurnar þurfa nefnilega að fara yfir landamærin til þess að fara á æfingar í aðdraganda leiksins. Bækistöðvar Íslands eru í Bratislava en vegna landslaga í Slóvakíu þarf íslenska liðið að æfa hinum megin við landamærin í Austurríki. Íslenski hópurinn hefur þar fengið aðstöðu hjá SV Hundsheim. Þess má geta að íslenska karlalandsliðið í körfubolta er einnig í Bratislava þar sem þeir mæta Lúxemborg á fimmtudaginn og Kosóvó á laugardaginn. Í ljósi aðstæðna vegna Covid-19 eru bæði lið í sinni búbblu, á sitthvoru hótelinu. Preparation has started for Thursdays match against Slovakia in the @uefawomenseuro qualifiers. #LeiðinTilEnglands #dottirPosted by KSÍ - Knattspyrnusamband Íslands on Þriðjudagur, 24. nóvember 2020
EM 2021 í Englandi Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Enn tapa Albert og félagar Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Sjá meira