Pep Guardiola: Engin þráhyggja í gangi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2020 09:31 Það er svolítið síðan að Pep Guardiola sá þennan bikar í návígi. Getty/AMA/Corbis Knattspyrnustjóri Manchester City vill ekki meina að allt snúist nú um það hjá Manchester City að vinna loksins Meistaradeildina. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur ekki unnið Meistaradeildina í tíu ár en Manchester City hefur aldrei náð því að vinna stærstu keppni Evrópu. Guardiola var spurður út í mikilvægi Meistaradeildarinnar á blaðamannafundi fyrir leik Manchester City á móti gríska liðinu Olympiakos sem fer fram á Georgios Karaiskakis leikvanginum í kvöld. Pep Guardiola hefur verið knattspyrnustjóri Manchester City frá 1. júlí 2016 en liðið hefur aldrei komist lengra en í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. City hefur unnið ensku deildina tvisvar, enska bikarinn og enska deildabikarinn þrisvar sinnum undir stjórn Guardiola. Þegar kemur að Meistaradeildinni þá á Manuel Pellegrini enn besta árangur knattspyrnustjóra eftir að hafa farið með City liðið í undanúrslit tímabilið á undan því að Pep Guardiola var ráðinn. Guardiola var ráðinn til að komast yfir þröskuldinn og landa loksins Meistaradeildarbikarnum. Pep Guardiola says the Champions League is not an "obsession" but he has felt his side will do well in the competition since the start of the season. "I'm fully optimistic we are going to do a good season."Match preview: https://t.co/retUt5a7Pl#bbcfootball #OLYMCI #UCL pic.twitter.com/7lZQyTdsJs— BBC Sport (@BBCSport) November 25, 2020 Raunin hefur verið önnur. City hefur náð frábærum árangri á öllum sviðum nema í Meistaradeildinni. Liðið datt út í sextán liða úrslitunum á fyrsta tímabili Pep en hefur síðan verið slegið út í átta liða úrslitunum undanfarin þrjú tímabil. Pep Guardiola vann Meistaradeildina tvisvar með Barcelona en það var 2009 og 2011. Biðin er líka orðin löng hjá honum. „Við munum gera okkar besta,“ sagði Pep Guardiola sem segir að það sé ekki þráhyggja hjá honum og hans mönnum í Manchester City að vinna loksins Meistaradeildina. „Nú er mikilvægt tækifæri til að svo gott sem tryggja okkur áfram. Það er svo gott að vera meðal sextán bestu liðum Evrópu,“ sagði Guardiola. „Ég bjóst við svari frá mínum mönnum eftir síðasta Meistaradeildartímabil sem endaði á móti Lyon í Portúgal. Við vitum hvað við þurfum að gera,“ sagði Guardiola. Manchester City er í mjög fínum málum í Meistaradeildinni með þrjá sigra í fyrstu þremur leikjunum en á sama tíma í tómu tjóni í ensku úrvalsdeildinni þar sem liðið situr í 13. sæti eftir tap á móti Tottenham um helgina. „Tímabilið er ungt ennþá en ég er fullur bjartsýni á það að þetta eigi eftir að verða gott tímabil fyrir okkur,“ sagði Guardiola. Leikur Olympiakos og Manchester City er einn af fjórum leikjum sem verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsendingin frá honum hefst klukkan 17.45 á Stöð 2 Sport 4. Hinir leikir kvöldsins sem verða í beinni eru Inter-Real Madrid á Stöð 2 Sport 5, leikur Bayern München og Red Bull Salzburg á Stöð 2 Sport og svo leikur Liverpool og Atalanta á Stöð 2 Sport 4 en útsending frá öllum þessum leikjum hefst klukkan 19.50. Meistaradeildarmessan mun hita upp fyrir kvöldið frá klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 og sýna mörg og dauðafæri úr öllum leikjum um leið og eitthvað gerist. Meistaradeildarmörkin eru síðan á dagskránni á sömu stöð eftir að leikjum kvöldsins lýkur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira
Knattspyrnustjóri Manchester City vill ekki meina að allt snúist nú um það hjá Manchester City að vinna loksins Meistaradeildina. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur ekki unnið Meistaradeildina í tíu ár en Manchester City hefur aldrei náð því að vinna stærstu keppni Evrópu. Guardiola var spurður út í mikilvægi Meistaradeildarinnar á blaðamannafundi fyrir leik Manchester City á móti gríska liðinu Olympiakos sem fer fram á Georgios Karaiskakis leikvanginum í kvöld. Pep Guardiola hefur verið knattspyrnustjóri Manchester City frá 1. júlí 2016 en liðið hefur aldrei komist lengra en í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. City hefur unnið ensku deildina tvisvar, enska bikarinn og enska deildabikarinn þrisvar sinnum undir stjórn Guardiola. Þegar kemur að Meistaradeildinni þá á Manuel Pellegrini enn besta árangur knattspyrnustjóra eftir að hafa farið með City liðið í undanúrslit tímabilið á undan því að Pep Guardiola var ráðinn. Guardiola var ráðinn til að komast yfir þröskuldinn og landa loksins Meistaradeildarbikarnum. Pep Guardiola says the Champions League is not an "obsession" but he has felt his side will do well in the competition since the start of the season. "I'm fully optimistic we are going to do a good season."Match preview: https://t.co/retUt5a7Pl#bbcfootball #OLYMCI #UCL pic.twitter.com/7lZQyTdsJs— BBC Sport (@BBCSport) November 25, 2020 Raunin hefur verið önnur. City hefur náð frábærum árangri á öllum sviðum nema í Meistaradeildinni. Liðið datt út í sextán liða úrslitunum á fyrsta tímabili Pep en hefur síðan verið slegið út í átta liða úrslitunum undanfarin þrjú tímabil. Pep Guardiola vann Meistaradeildina tvisvar með Barcelona en það var 2009 og 2011. Biðin er líka orðin löng hjá honum. „Við munum gera okkar besta,“ sagði Pep Guardiola sem segir að það sé ekki þráhyggja hjá honum og hans mönnum í Manchester City að vinna loksins Meistaradeildina. „Nú er mikilvægt tækifæri til að svo gott sem tryggja okkur áfram. Það er svo gott að vera meðal sextán bestu liðum Evrópu,“ sagði Guardiola. „Ég bjóst við svari frá mínum mönnum eftir síðasta Meistaradeildartímabil sem endaði á móti Lyon í Portúgal. Við vitum hvað við þurfum að gera,“ sagði Guardiola. Manchester City er í mjög fínum málum í Meistaradeildinni með þrjá sigra í fyrstu þremur leikjunum en á sama tíma í tómu tjóni í ensku úrvalsdeildinni þar sem liðið situr í 13. sæti eftir tap á móti Tottenham um helgina. „Tímabilið er ungt ennþá en ég er fullur bjartsýni á það að þetta eigi eftir að verða gott tímabil fyrir okkur,“ sagði Guardiola. Leikur Olympiakos og Manchester City er einn af fjórum leikjum sem verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsendingin frá honum hefst klukkan 17.45 á Stöð 2 Sport 4. Hinir leikir kvöldsins sem verða í beinni eru Inter-Real Madrid á Stöð 2 Sport 5, leikur Bayern München og Red Bull Salzburg á Stöð 2 Sport og svo leikur Liverpool og Atalanta á Stöð 2 Sport 4 en útsending frá öllum þessum leikjum hefst klukkan 19.50. Meistaradeildarmessan mun hita upp fyrir kvöldið frá klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 og sýna mörg og dauðafæri úr öllum leikjum um leið og eitthvað gerist. Meistaradeildarmörkin eru síðan á dagskránni á sömu stöð eftir að leikjum kvöldsins lýkur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira