Leikur sem við eigum oft í erfiðleikum með Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2020 10:00 Ingibjörg Sigurðardóttir skallar boltann í 1-1 jafnteflinu við Svíþjóð á Laugardalsvelli í haust. vísir/vilhelm Ingibjörg Sigurðardóttir segir það mikla áskorun fyrir íslenska landsliðið að brjóta upp vörn Slóvakíu í dag, á velli sem sé ekki sá besti, og knýja fram sigur í baráttunni um að komast beint á EM í fótbolta. Ingibjörg Sigurðardóttir segir það mikla áskorun fyrir íslenska landsliðið að brjóta upp vörn Slóvakíu í dag, á velli sem sé ekki sá besti, og knýja fram sigur í baráttunni um að komast beint á EM í fótbolta. Jafntefli í dag dugar Íslandi til að tryggja sér 2. sæti í riðlinum og fara í umspil um sæti á EM í Englandi. Ágætar líkur eru á að sigur í dag og gegn Ungverjalandi í lokaleiknum á þriðjudag dygðu hins vegar til að koma Íslandi beint á EM, sem eitt af þremur liðum með bestan árangur í 2. sæti síns riðils. Það reyndist hins vegar þrautin þyngri að vinna Slóvakíu á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári síðan, þrátt fyrir yfirburði úti á vellinum, því eina markið kom um miðjan seinni hálfleik, úr smiðju Elínar Mettu Jensen. Klippa: Ingibjörg um Slóvakíu „Þær voru mjög þéttar fyrir og erfitt að komast í gegnum þær. Við vorum mikið með boltann en í fyrri hálfleiknum var kannski aðeins of lágt tempó hjá okkur með boltann. Um leið og við jukum hraðann í seinni hálfleiknum fórum við að geta opnað þær aðeins betur,“ sagði Ingibjörg við Vísi í gær. „Leiðinlegt fyrir þær“ „Þetta endaði samt bara 1-0, þetta er hörkulið með gott varnarskipulag. Þetta er kannski leikur sem að við eigum oft í erfiðleikum með; að vera mikið með boltann og þurfa að spila okkur í gegnum svona varnarsinnað lið. Þetta er mikið „challenge“ fyrir okkur. Þær eru á heimavelli og maður býst ekkert við besta velli í heimi. Aðstæðurnar eru ekkert eins og á Laugardalsvelli. Við verðum bara að reyna að halda háu tempói með boltann og vera þolinmóðar. Ég held að það sé lykillinn. Þær eru líka fastar fyrir og það verður kannski mikið af aukaspyrnum og stoppi í leiknum. Við þurfum að vera undirbúnar fyrir allt,“ sagði Ingibjörg. Íslenska liðinu hefur til þessa tekist að forðast kórónuveirusmit en hið sama verður ekki sagt um leikmenn Slóvakíu því aðalmarkaskorari liðsins, Patrícia Hmírová, er með veiruna. „Það hlaut kannski að koma að því að það kæmi eitthvað upp í tengslum við okkar leiki því það hefur allt gengið upp hingað til. Auðvitað er þetta leiðinlegt fyrir þær, maður vill bæta besta liðinu, en svona er þetta,“ sagði Ingibjörg. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Ætlum beint á EM og verðum með enn betra lið þá „Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir um Evrópumótið í fótbolta, fyrir leikina tvo sem gætu skilað Íslandi á mótið. 25. nóvember 2020 12:00 Misstu út aðalmarkaskorarann fyrir uppgjörið við Ísland Patrícia Hmírová hefur skorað 80% marka Slóvakíu en missir af leiknum mikilvæga við Ísland á fimmtudaginn vegna kórónuveirusmits. 24. nóvember 2020 17:01 Íslensku stelpurnar þurfa að fara yfir landamærin til þess að geta æft Sóttvarnarreglur í Slóvakíu hafa einnig áhrif á undirbúning íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir tvo leiki í undankeppni EM. 24. nóvember 2020 13:01 Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira
Ingibjörg Sigurðardóttir segir það mikla áskorun fyrir íslenska landsliðið að brjóta upp vörn Slóvakíu í dag, á velli sem sé ekki sá besti, og knýja fram sigur í baráttunni um að komast beint á EM í fótbolta. Jafntefli í dag dugar Íslandi til að tryggja sér 2. sæti í riðlinum og fara í umspil um sæti á EM í Englandi. Ágætar líkur eru á að sigur í dag og gegn Ungverjalandi í lokaleiknum á þriðjudag dygðu hins vegar til að koma Íslandi beint á EM, sem eitt af þremur liðum með bestan árangur í 2. sæti síns riðils. Það reyndist hins vegar þrautin þyngri að vinna Slóvakíu á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári síðan, þrátt fyrir yfirburði úti á vellinum, því eina markið kom um miðjan seinni hálfleik, úr smiðju Elínar Mettu Jensen. Klippa: Ingibjörg um Slóvakíu „Þær voru mjög þéttar fyrir og erfitt að komast í gegnum þær. Við vorum mikið með boltann en í fyrri hálfleiknum var kannski aðeins of lágt tempó hjá okkur með boltann. Um leið og við jukum hraðann í seinni hálfleiknum fórum við að geta opnað þær aðeins betur,“ sagði Ingibjörg við Vísi í gær. „Leiðinlegt fyrir þær“ „Þetta endaði samt bara 1-0, þetta er hörkulið með gott varnarskipulag. Þetta er kannski leikur sem að við eigum oft í erfiðleikum með; að vera mikið með boltann og þurfa að spila okkur í gegnum svona varnarsinnað lið. Þetta er mikið „challenge“ fyrir okkur. Þær eru á heimavelli og maður býst ekkert við besta velli í heimi. Aðstæðurnar eru ekkert eins og á Laugardalsvelli. Við verðum bara að reyna að halda háu tempói með boltann og vera þolinmóðar. Ég held að það sé lykillinn. Þær eru líka fastar fyrir og það verður kannski mikið af aukaspyrnum og stoppi í leiknum. Við þurfum að vera undirbúnar fyrir allt,“ sagði Ingibjörg. Íslenska liðinu hefur til þessa tekist að forðast kórónuveirusmit en hið sama verður ekki sagt um leikmenn Slóvakíu því aðalmarkaskorari liðsins, Patrícia Hmírová, er með veiruna. „Það hlaut kannski að koma að því að það kæmi eitthvað upp í tengslum við okkar leiki því það hefur allt gengið upp hingað til. Auðvitað er þetta leiðinlegt fyrir þær, maður vill bæta besta liðinu, en svona er þetta,“ sagði Ingibjörg.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Ætlum beint á EM og verðum með enn betra lið þá „Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir um Evrópumótið í fótbolta, fyrir leikina tvo sem gætu skilað Íslandi á mótið. 25. nóvember 2020 12:00 Misstu út aðalmarkaskorarann fyrir uppgjörið við Ísland Patrícia Hmírová hefur skorað 80% marka Slóvakíu en missir af leiknum mikilvæga við Ísland á fimmtudaginn vegna kórónuveirusmits. 24. nóvember 2020 17:01 Íslensku stelpurnar þurfa að fara yfir landamærin til þess að geta æft Sóttvarnarreglur í Slóvakíu hafa einnig áhrif á undirbúning íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir tvo leiki í undankeppni EM. 24. nóvember 2020 13:01 Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira
Ætlum beint á EM og verðum með enn betra lið þá „Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir um Evrópumótið í fótbolta, fyrir leikina tvo sem gætu skilað Íslandi á mótið. 25. nóvember 2020 12:00
Misstu út aðalmarkaskorarann fyrir uppgjörið við Ísland Patrícia Hmírová hefur skorað 80% marka Slóvakíu en missir af leiknum mikilvæga við Ísland á fimmtudaginn vegna kórónuveirusmits. 24. nóvember 2020 17:01
Íslensku stelpurnar þurfa að fara yfir landamærin til þess að geta æft Sóttvarnarreglur í Slóvakíu hafa einnig áhrif á undirbúning íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir tvo leiki í undankeppni EM. 24. nóvember 2020 13:01
Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn