Enduðu í keppninni fyrir misskilning en unnu að lokum Stefán Árni Pálsson skrifar 27. nóvember 2020 17:01 Sturlaugur bruggmeistari hjá Borg. Hinn séríslenski og áfengislausi bjórinn Bríó vann gullverðlaun í alþjóðlegu bjórkeppninni Brewski Awards í Bandaríkjunum nú á dögunum. Það eru Sturlaugur Jón Björnsson og félagar hjá Borg Brugghúsi sem eiga heiðurinn af bjórnum sem einnig er fyrsti áfengislausi bjórinn sem bruggaður er hérlendis. Þróun bjórsins tók þónokkurn tíma og var hann loks kynntur til leiks hérlendis í lok sumars. Óhætt er að segja að hann fari vel af stað. „Það er auðvitað alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir sköpun sína, hvort sem það er frá dómurum, fagfólki eða öðrum, það var því klárlega birta í skammdeginu að fá þessi verðlaun. Vænst þykir mér þó um þær viðtökur sem Bríó hefur fengið hjá neytendum sem endurspeglast þá fyrst og fremst í jákvæðu umtali og sölunni sem er langt umfram væntingar. Við áttum vissulega von á því að hægt væri að vekja áhuga á alvöru áfengislausum bjór á Íslandi og veðjuðum þess vegna á að verja tíma í þessa vegferð,“ segir Sturlaugur bruggmeistari. „Við fórum þá leið sem fyrr að gefa ekkert eftir í gæðakröfunum og vinna eingöngu með fyrsta flokks hráefni og vorum virkilega ánægð með niðurstöðu þróunarinnar. Það er hins vegar ljóst að mun meiri áhugi var til staðar nú þegar en við áttum von á og bjuggumst við alltaf við að fara mun rólegar af stað en raun ber vitni, svona á meðan fólk tæki vonandi hægt og rólega við sér í óáfenginu.“ Ákveðin misskilningur varð til þess að áfengislaus Bríó var partur af Brewski Awards í ár. „Aðstandendur keppninnar höfðu samband við okkur og óskuðu eftir þátttöku einhvern tímann í sumar. Við könnumst við skemmtilegan bruggara í Helsingborg í Svíþjóð sem bruggar einmitt bjóra undir nafninu Brewski og án þess að kynna okkur þetta sérstaklega þá ályktuðum við að þessi keppni væri tengd honum. Í kjölfarið að fyrstu lögun af Bríó áfengislausum fáum við svo tölvupóst frá þeim þar sem verið er að ýta á eftir okkur með þátttöku og við ákváðum því að slá til en senda þeim eingöngu hinn nýja áfengislausa Bríó. Við áttum okkur svo á heimilisfanginu þegar við erum að senda þeim bjórinn að þessi keppni kemur Brewski í Svíþjóð sennilega ekkert við heldur er um alþjóðlega keppni í Ameríku að ræða. En gaman sem áður segir að þau fíluðu bjórinn,” segir Sturlaugur léttur. Áfengi og tóbak Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fleiri fréttir Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Sjá meira
Það eru Sturlaugur Jón Björnsson og félagar hjá Borg Brugghúsi sem eiga heiðurinn af bjórnum sem einnig er fyrsti áfengislausi bjórinn sem bruggaður er hérlendis. Þróun bjórsins tók þónokkurn tíma og var hann loks kynntur til leiks hérlendis í lok sumars. Óhætt er að segja að hann fari vel af stað. „Það er auðvitað alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir sköpun sína, hvort sem það er frá dómurum, fagfólki eða öðrum, það var því klárlega birta í skammdeginu að fá þessi verðlaun. Vænst þykir mér þó um þær viðtökur sem Bríó hefur fengið hjá neytendum sem endurspeglast þá fyrst og fremst í jákvæðu umtali og sölunni sem er langt umfram væntingar. Við áttum vissulega von á því að hægt væri að vekja áhuga á alvöru áfengislausum bjór á Íslandi og veðjuðum þess vegna á að verja tíma í þessa vegferð,“ segir Sturlaugur bruggmeistari. „Við fórum þá leið sem fyrr að gefa ekkert eftir í gæðakröfunum og vinna eingöngu með fyrsta flokks hráefni og vorum virkilega ánægð með niðurstöðu þróunarinnar. Það er hins vegar ljóst að mun meiri áhugi var til staðar nú þegar en við áttum von á og bjuggumst við alltaf við að fara mun rólegar af stað en raun ber vitni, svona á meðan fólk tæki vonandi hægt og rólega við sér í óáfenginu.“ Ákveðin misskilningur varð til þess að áfengislaus Bríó var partur af Brewski Awards í ár. „Aðstandendur keppninnar höfðu samband við okkur og óskuðu eftir þátttöku einhvern tímann í sumar. Við könnumst við skemmtilegan bruggara í Helsingborg í Svíþjóð sem bruggar einmitt bjóra undir nafninu Brewski og án þess að kynna okkur þetta sérstaklega þá ályktuðum við að þessi keppni væri tengd honum. Í kjölfarið að fyrstu lögun af Bríó áfengislausum fáum við svo tölvupóst frá þeim þar sem verið er að ýta á eftir okkur með þátttöku og við ákváðum því að slá til en senda þeim eingöngu hinn nýja áfengislausa Bríó. Við áttum okkur svo á heimilisfanginu þegar við erum að senda þeim bjórinn að þessi keppni kemur Brewski í Svíþjóð sennilega ekkert við heldur er um alþjóðlega keppni í Ameríku að ræða. En gaman sem áður segir að þau fíluðu bjórinn,” segir Sturlaugur léttur.
Áfengi og tóbak Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fleiri fréttir Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Sjá meira