Klukkan hvað gætu Íslendingar fagnað EM-sæti? Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2020 08:31 Ísland stendur vel að vígi í baráttunni um sæti á EM og er öruggt um sæti í umspili, komist liðið ekki beint á EM. vísir/vilhelm Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gæti mögulega fagnað sæti í lokakeppni EM í kvöld, í fjórða sinn í sögunni. Íslendingar ættu í dag ekki aðeins að halda með okkar konum gegn Ungverjalandi heldur einnig með Danmörku og Serbíu, og vona að Belgía og Sviss geri ekki jafntefli. Með sigri á Ungverjum eru góðar líkur á að Íslendingar geti fagnað EM-sæti, þó ekki í leikslok og hugsanlega ekki fyrr en í febrúar. Jafntefli eða tap í dag þýðir nær örugglega að Ísland fer í umspil. Ísland hefur tryggt sér 2. sæti í sínum undanriðli og nú er bara spurningin hvort að liðið fari í umspil eða beint á EM sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Þurfa að treysta á úrslit úr tveimur riðlum af fjórum Leikið er í níu undanriðlum og þrjú lið, með bestan árangur í 2. sæti (í sex liða riðlum telja úrslit gegn neðsta liði ekki með), fara beint á EM. Hin sex liðin sem enda í 2. sæti fara í umspil í apríl. Með sigri í dag er öruggt að Ísland endar með betri stöðu en liðin í 2. sæti í riðlum A, C, D og I. Úrslit í tveimur af þeim fjórum riðlum sem eftir standa þurfa hins vegar að falla með Íslandi. Lykilleikirnir fyrir Ísland í dag Íslendingar ættu sérstaklega að fylgjast með þessum fjórum leikjum. Ef Ísland vinnur, og úrslitin falla með Íslandi í tveimur hinna þriggja leikjanna, er EM-sætið í höfn. Það yrði því í fyrsta lagi eftir leik Austurríkis og Serbíu sem hefst hálfsex. 14.30: Ungverjaland – Ísland (Ísland þarf sigur) 16.15: Danmörk – Ítalía (Ísland þarf danskan sigur (Allt opið fram í febrúar með jafntefli og staða Ítalíu frábær með sigri)) 17.30: Austurríki – Serbía (Austurríki má ekki vinna tveimur mörkum stærri sigur en Ísland) 19.00: Belgía – Sviss (Mega ekki gera jafntefli nema að Ísland vinni tíu marka sigur) Ef EM-sætið verður ekki í höfn eftir þessa leiki gætu úrslit í E-riðli skipt máli fyrir Ísland, en þar ráðast málin væntanlega ekki fyrr en í febrúar. Svona er staðan í riðlunum sem að skipta Ísland mestu máli, og eins og fyrr segir þurfa úrslitin að falla með Íslandi í tveimur þeirra auk þess að Ísland vinni Ungverjaland, svo að Ísland komist beint á EM: Svíþjóð vann riðil Íslands en íslenska liðið náði í stig gegn Svíum á heimavelli sem gæti reynst afar dýrmætt.vísir/vilhelm H-riðill: Belgía og Sviss mætast í Belgíu. Ef annað liðanna vinnur þá dugar það Íslandi. Ef liðin gera jafntefli endar Belgía í 2. sæti með 19 stig og +28 í markatölu, og þar með fyrir ofan Ísland nema að Ísland vinni tíu marka sigur í dag. G-riðill: Austurríki endar í 2. sæti. Liðið er með einu marki lakari markatölu en Ísland og hefur skorað þremur mörkum færri mörk. Ef Ísland vinnur Ungverjaland þarf Austurríki því að vinna lokaleik sinn gegn Serbíu með að minnsta kosti tveimur mörkum meiri mun, til að enda ofar en Ísland. B-riðill: Ítalía endar í 2. sæti. Ef að Ítalía tapar í Danmörku í dag endar Ísland ofar með sigri á Ungverjalandi. Ef Ítalía vinnur Danmörku og svo heimaleik við Ísrael í febrúar endar Ítalía fyrir ofan Ísland. Ef Ítalía og Danmörk gera jafntefli í dag, og Ísland vinnur Ungverjaland, þarf Ítalía að vinna að lágmarki sjö marka sigur gegn Ísrael í febrúar. E-riðill: Enn of margir leikir eftir til að úrslitin verði ljós í dag, nema að bæði Portúgal mistakist að vinna Albaníu og Finnlandi mistakist að vinna Skotland í dag. Finnland og Portúgal geta bæði enn endað með betri árangur í 2. sæti en Ísland, þó að Ísland vinni Ungverjaland. EM 2021 í Englandi Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Íslendingar ættu í dag ekki aðeins að halda með okkar konum gegn Ungverjalandi heldur einnig með Danmörku og Serbíu, og vona að Belgía og Sviss geri ekki jafntefli. Með sigri á Ungverjum eru góðar líkur á að Íslendingar geti fagnað EM-sæti, þó ekki í leikslok og hugsanlega ekki fyrr en í febrúar. Jafntefli eða tap í dag þýðir nær örugglega að Ísland fer í umspil. Ísland hefur tryggt sér 2. sæti í sínum undanriðli og nú er bara spurningin hvort að liðið fari í umspil eða beint á EM sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Þurfa að treysta á úrslit úr tveimur riðlum af fjórum Leikið er í níu undanriðlum og þrjú lið, með bestan árangur í 2. sæti (í sex liða riðlum telja úrslit gegn neðsta liði ekki með), fara beint á EM. Hin sex liðin sem enda í 2. sæti fara í umspil í apríl. Með sigri í dag er öruggt að Ísland endar með betri stöðu en liðin í 2. sæti í riðlum A, C, D og I. Úrslit í tveimur af þeim fjórum riðlum sem eftir standa þurfa hins vegar að falla með Íslandi. Lykilleikirnir fyrir Ísland í dag Íslendingar ættu sérstaklega að fylgjast með þessum fjórum leikjum. Ef Ísland vinnur, og úrslitin falla með Íslandi í tveimur hinna þriggja leikjanna, er EM-sætið í höfn. Það yrði því í fyrsta lagi eftir leik Austurríkis og Serbíu sem hefst hálfsex. 14.30: Ungverjaland – Ísland (Ísland þarf sigur) 16.15: Danmörk – Ítalía (Ísland þarf danskan sigur (Allt opið fram í febrúar með jafntefli og staða Ítalíu frábær með sigri)) 17.30: Austurríki – Serbía (Austurríki má ekki vinna tveimur mörkum stærri sigur en Ísland) 19.00: Belgía – Sviss (Mega ekki gera jafntefli nema að Ísland vinni tíu marka sigur) Ef EM-sætið verður ekki í höfn eftir þessa leiki gætu úrslit í E-riðli skipt máli fyrir Ísland, en þar ráðast málin væntanlega ekki fyrr en í febrúar. Svona er staðan í riðlunum sem að skipta Ísland mestu máli, og eins og fyrr segir þurfa úrslitin að falla með Íslandi í tveimur þeirra auk þess að Ísland vinni Ungverjaland, svo að Ísland komist beint á EM: Svíþjóð vann riðil Íslands en íslenska liðið náði í stig gegn Svíum á heimavelli sem gæti reynst afar dýrmætt.vísir/vilhelm H-riðill: Belgía og Sviss mætast í Belgíu. Ef annað liðanna vinnur þá dugar það Íslandi. Ef liðin gera jafntefli endar Belgía í 2. sæti með 19 stig og +28 í markatölu, og þar með fyrir ofan Ísland nema að Ísland vinni tíu marka sigur í dag. G-riðill: Austurríki endar í 2. sæti. Liðið er með einu marki lakari markatölu en Ísland og hefur skorað þremur mörkum færri mörk. Ef Ísland vinnur Ungverjaland þarf Austurríki því að vinna lokaleik sinn gegn Serbíu með að minnsta kosti tveimur mörkum meiri mun, til að enda ofar en Ísland. B-riðill: Ítalía endar í 2. sæti. Ef að Ítalía tapar í Danmörku í dag endar Ísland ofar með sigri á Ungverjalandi. Ef Ítalía vinnur Danmörku og svo heimaleik við Ísrael í febrúar endar Ítalía fyrir ofan Ísland. Ef Ítalía og Danmörk gera jafntefli í dag, og Ísland vinnur Ungverjaland, þarf Ítalía að vinna að lágmarki sjö marka sigur gegn Ísrael í febrúar. E-riðill: Enn of margir leikir eftir til að úrslitin verði ljós í dag, nema að bæði Portúgal mistakist að vinna Albaníu og Finnlandi mistakist að vinna Skotland í dag. Finnland og Portúgal geta bæði enn endað með betri árangur í 2. sæti en Ísland, þó að Ísland vinni Ungverjaland.
Lykilleikirnir fyrir Ísland í dag Íslendingar ættu sérstaklega að fylgjast með þessum fjórum leikjum. Ef Ísland vinnur, og úrslitin falla með Íslandi í tveimur hinna þriggja leikjanna, er EM-sætið í höfn. Það yrði því í fyrsta lagi eftir leik Austurríkis og Serbíu sem hefst hálfsex. 14.30: Ungverjaland – Ísland (Ísland þarf sigur) 16.15: Danmörk – Ítalía (Ísland þarf danskan sigur (Allt opið fram í febrúar með jafntefli og staða Ítalíu frábær með sigri)) 17.30: Austurríki – Serbía (Austurríki má ekki vinna tveimur mörkum stærri sigur en Ísland) 19.00: Belgía – Sviss (Mega ekki gera jafntefli nema að Ísland vinni tíu marka sigur) Ef EM-sætið verður ekki í höfn eftir þessa leiki gætu úrslit í E-riðli skipt máli fyrir Ísland, en þar ráðast málin væntanlega ekki fyrr en í febrúar.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira