Fögnuðu óvæntum sigri í máli sem gæti kostað ríkið milljarða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. desember 2020 12:42 Hjónin Erla og Finnbjörn fögnuðu sigrinum í gær. Þau átti ekki von á að dómurinn myndi falla þeim í hag en segja málinu að öllum líkindum ekki lokið. AÐSEND Kona sem lagði Íbúðalánasjóð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær segist ekki hafa átt von á niðurstöðunni, en dómurinn er sagður marka tímamót og gæti kostað ríkissjóð á annan tug milljarða. Dómurinn sé sigur fyrir lántakendur. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs (nú ÍL-sjóðs) ólögmæta í gær og gæti Ríkissjóður því þurft að greiða lántakendum hjá sjóðnum á annan tug milljarða vegna lána sem veitt voru árin 2005-2013. Erla Stefánsdóttir vann sigur í málinu í gær. Hún skellti upp úr þegar fréttamaður spurði hana hvort hún hafi verið sigurviss. „Nei við vorum ekki örugg um að niðurstaðan yrði þessi. Það eru aðrir búnir að fara í þessa vegferð, margir búnir að spyrja spurninga og oft búið að segja nei. Þannig nei við vorum það alls ekki. Ég átti engan vegin von á því að þetta myndi falla með okkur,“ sagði Erla Stefánsdóttir sem hafði mikla trú á sínum lögfræðingi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um málið. Heimild ÍL-sjóðs til uppgreiðsluþóknunar var byggð á neyðarheimild sem átti að vera hugsuð til að forða áhlaupi og koma í veg fyrir að stórkostlegar uppgreiðslur gætu leitt til fjárþrots hans, en að mati dómsins var heimildin ekki geta verið grundvöllur að löglegri álagningu slíkra gjalda. „Þetta er eina fjármálastofnunin á Íslandi sem er að rukka uppgreiðsluþóknun með þessu tagi. Aðrar eru bara með tvö prósent frá þessum tíma, það er hæsta mögulega uppgreiðslugjald hjá öðrum fjármálastofnunum. Íbúðalánasjóður er einstakt dæmi um innheimtu uppgreiðslufjámuna,“ sagði Erla. Uppgreiðsluþóknun í tilviki Erlu var sextán prósent. Málinu mögulega ekki lokið Hún segir dóminn mikinn sigur fyrir lántakendur. „Þetta eru töluverðar fjárhæðir á mánuði fyrir fólk og þetta skiptir ótrúlega miklu fyrir væntanlega marga.“ Erla segir málinu þó að öllum líkindum ekki lokið. „Mér finnst líklegt að Íbúðalánasjóður muni áfrýja þessu þó ég sé ekki bjartsýn fyrir þeirra hönd. Ég held að það verði erfitt fyrir Landsrétt eða Hæstarétt að hafna þessari niðurstöðu. Ég trúi því. Þetta er spurning um að bíða og vera rólegur,“ sagði Erla. Dómsmál Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs (nú ÍL-sjóðs) ólögmæta í gær og gæti Ríkissjóður því þurft að greiða lántakendum hjá sjóðnum á annan tug milljarða vegna lána sem veitt voru árin 2005-2013. Erla Stefánsdóttir vann sigur í málinu í gær. Hún skellti upp úr þegar fréttamaður spurði hana hvort hún hafi verið sigurviss. „Nei við vorum ekki örugg um að niðurstaðan yrði þessi. Það eru aðrir búnir að fara í þessa vegferð, margir búnir að spyrja spurninga og oft búið að segja nei. Þannig nei við vorum það alls ekki. Ég átti engan vegin von á því að þetta myndi falla með okkur,“ sagði Erla Stefánsdóttir sem hafði mikla trú á sínum lögfræðingi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um málið. Heimild ÍL-sjóðs til uppgreiðsluþóknunar var byggð á neyðarheimild sem átti að vera hugsuð til að forða áhlaupi og koma í veg fyrir að stórkostlegar uppgreiðslur gætu leitt til fjárþrots hans, en að mati dómsins var heimildin ekki geta verið grundvöllur að löglegri álagningu slíkra gjalda. „Þetta er eina fjármálastofnunin á Íslandi sem er að rukka uppgreiðsluþóknun með þessu tagi. Aðrar eru bara með tvö prósent frá þessum tíma, það er hæsta mögulega uppgreiðslugjald hjá öðrum fjármálastofnunum. Íbúðalánasjóður er einstakt dæmi um innheimtu uppgreiðslufjámuna,“ sagði Erla. Uppgreiðsluþóknun í tilviki Erlu var sextán prósent. Málinu mögulega ekki lokið Hún segir dóminn mikinn sigur fyrir lántakendur. „Þetta eru töluverðar fjárhæðir á mánuði fyrir fólk og þetta skiptir ótrúlega miklu fyrir væntanlega marga.“ Erla segir málinu þó að öllum líkindum ekki lokið. „Mér finnst líklegt að Íbúðalánasjóður muni áfrýja þessu þó ég sé ekki bjartsýn fyrir þeirra hönd. Ég held að það verði erfitt fyrir Landsrétt eða Hæstarétt að hafna þessari niðurstöðu. Ég trúi því. Þetta er spurning um að bíða og vera rólegur,“ sagði Erla.
Dómsmál Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira