Segja grænt ljós á drykkju í Búdapest algjöra undantekningu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. desember 2020 12:42 Jón Þór Hauksson hefur náð góðum árangri síðan hann tók við kvennalandsliðinu haustið 2018. Starf hans hangir nú á bláþræði. vísir/vilhelm Ekki er venjan að áfengi sé leyfilegt í ferðum íslensku fótboltalandsliðanna. Gerð var undantekning eftir að kvennalandsliðið tryggði sér sæti á EM í síðustu viku. Eins og fram hefur komið er óvíst hvort Jón Þór Hauksson haldi starfi sínu sem þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta eftir uppákomu í Ungverjalandi á þriðjudagskvöldið eftir að Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótinu. Leikmönnum þótti Jón Þór fara yfir strikið í samtölum sínum við þá en hann hafi verið undir áhrifum áfengis. Hann hefur sagst hafa beðið leikmennina afsökunar á hegðun sinni. Fótbolti.net greindi fyrstur frá málinu. Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ og formaður landsliðsnefndar kvenna, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu. Borghildur fylgdi landsliðinu til Búdapest og ætti því að vera vel inni í málum. Borghildur vísaði á Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ. Klara segir í samtali við Vísi að áfengi sé ekki leyft í landsliðsferðum. Þeir sem það hafi kosið hafi fengið leyfi til að neyta áfengis eftir að EM-sætið var í höfn. Keyptur hóflegur skammtur fyrir þá sem höfðu til þess aldur „Almennt séð er KSÍ ekki að kaupa áfengi í landsliðsferðum eða eitthvað þess háttar og almennt er engin áfengisneysla í ferðum. En í þessu tilfelli var keyptur hóflegur skammtur fyrir þá sem höfðu til þess aldur. Svo var því lokað fljótlega,“ sagði Klara við Vísi í dag. Vísar hún til þess að nokkrir leikmenn kvennalandsliðsins, þar á meðal byrjunarliðsmenn, hafa ekki náð tuttugu ára aldri. „Það var til að fagna þessum áfanga sem því miður hefur fallið aðeins í skuggann af eftirmálunum. Þetta var mjög hóflegt magn sem var keypt á afmörkuðu tímabili, á afmörkuðu svæði fyrir þá leikmenn sem höfðu til þess aldur og vildu. Meirihluti liðsins eru fullorðnar manneskjur sem hafa aldur til og frjálsar eftir að verkefninu var lokið.“ Guðni og Klara í gagnaöflun Klara segir að þau Guðni Bergsson, formaður KSÍ, séu nú að safna upplýsingum um uppákomuna í Ungverjalandi. „Við erum að fara yfir það mál sem snýr að hegðun Jóns Þórs eftir leikinn. Við erum að safna gögnum og vonandi skýrist það í dag eða morgun með framhaldið í því,“ sagði Klara. Hún vildi ekki segja hvort framtíð Jóns Þórs gæti skýrst í dag. „Eins og fram hefur komið eru allir starfsmenn liðsins í sóttkví og eru ljúka því ferli í dag. Það tekur bara tíma að safna gögnum í þessu máli og við Guðni erum í því. Við leggjum áherslu á að vanda til verka. Við þurfum að hafa meiri gögn áður en við tökum næstu skref í málinu,“ sagði Klara. Aðspurð hvort búið væri að boða Jón Þór á fund KSÍ svaraði Klara því neitandi. Jón Þór tók við kvennalandsliðinu haustið 2018. Undir hans stjórn hefur liðið unnið tólf af 20 leikjum sínum. EM 2021 í Englandi KSÍ Tengdar fréttir Segja að nokkrar fastakonur í landsliðinu íhugi að gefa ekki kost á sér Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu mun vera tekin fyrir hjá stjórn Knattspyrnusambands Íslands í vikunni. 7. desember 2020 07:30 Jón Þór bíður eftir fundi með KSÍ og stelpunum Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara A-landsliðs kvenna er talin hanga á bláþræði í kjölfar framkomu þjálfarans gagnvart leikmönnum eftir frækinn sigur á Ungverjalandi í vikunni. Með sigrinum tryggði landsliðið sér sæti á Evrópumótinu 2022. 5. desember 2020 23:21 Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05 Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira
Eins og fram hefur komið er óvíst hvort Jón Þór Hauksson haldi starfi sínu sem þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta eftir uppákomu í Ungverjalandi á þriðjudagskvöldið eftir að Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótinu. Leikmönnum þótti Jón Þór fara yfir strikið í samtölum sínum við þá en hann hafi verið undir áhrifum áfengis. Hann hefur sagst hafa beðið leikmennina afsökunar á hegðun sinni. Fótbolti.net greindi fyrstur frá málinu. Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ og formaður landsliðsnefndar kvenna, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu. Borghildur fylgdi landsliðinu til Búdapest og ætti því að vera vel inni í málum. Borghildur vísaði á Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ. Klara segir í samtali við Vísi að áfengi sé ekki leyft í landsliðsferðum. Þeir sem það hafi kosið hafi fengið leyfi til að neyta áfengis eftir að EM-sætið var í höfn. Keyptur hóflegur skammtur fyrir þá sem höfðu til þess aldur „Almennt séð er KSÍ ekki að kaupa áfengi í landsliðsferðum eða eitthvað þess háttar og almennt er engin áfengisneysla í ferðum. En í þessu tilfelli var keyptur hóflegur skammtur fyrir þá sem höfðu til þess aldur. Svo var því lokað fljótlega,“ sagði Klara við Vísi í dag. Vísar hún til þess að nokkrir leikmenn kvennalandsliðsins, þar á meðal byrjunarliðsmenn, hafa ekki náð tuttugu ára aldri. „Það var til að fagna þessum áfanga sem því miður hefur fallið aðeins í skuggann af eftirmálunum. Þetta var mjög hóflegt magn sem var keypt á afmörkuðu tímabili, á afmörkuðu svæði fyrir þá leikmenn sem höfðu til þess aldur og vildu. Meirihluti liðsins eru fullorðnar manneskjur sem hafa aldur til og frjálsar eftir að verkefninu var lokið.“ Guðni og Klara í gagnaöflun Klara segir að þau Guðni Bergsson, formaður KSÍ, séu nú að safna upplýsingum um uppákomuna í Ungverjalandi. „Við erum að fara yfir það mál sem snýr að hegðun Jóns Þórs eftir leikinn. Við erum að safna gögnum og vonandi skýrist það í dag eða morgun með framhaldið í því,“ sagði Klara. Hún vildi ekki segja hvort framtíð Jóns Þórs gæti skýrst í dag. „Eins og fram hefur komið eru allir starfsmenn liðsins í sóttkví og eru ljúka því ferli í dag. Það tekur bara tíma að safna gögnum í þessu máli og við Guðni erum í því. Við leggjum áherslu á að vanda til verka. Við þurfum að hafa meiri gögn áður en við tökum næstu skref í málinu,“ sagði Klara. Aðspurð hvort búið væri að boða Jón Þór á fund KSÍ svaraði Klara því neitandi. Jón Þór tók við kvennalandsliðinu haustið 2018. Undir hans stjórn hefur liðið unnið tólf af 20 leikjum sínum.
EM 2021 í Englandi KSÍ Tengdar fréttir Segja að nokkrar fastakonur í landsliðinu íhugi að gefa ekki kost á sér Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu mun vera tekin fyrir hjá stjórn Knattspyrnusambands Íslands í vikunni. 7. desember 2020 07:30 Jón Þór bíður eftir fundi með KSÍ og stelpunum Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara A-landsliðs kvenna er talin hanga á bláþræði í kjölfar framkomu þjálfarans gagnvart leikmönnum eftir frækinn sigur á Ungverjalandi í vikunni. Með sigrinum tryggði landsliðið sér sæti á Evrópumótinu 2022. 5. desember 2020 23:21 Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05 Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira
Segja að nokkrar fastakonur í landsliðinu íhugi að gefa ekki kost á sér Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu mun vera tekin fyrir hjá stjórn Knattspyrnusambands Íslands í vikunni. 7. desember 2020 07:30
Jón Þór bíður eftir fundi með KSÍ og stelpunum Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara A-landsliðs kvenna er talin hanga á bláþræði í kjölfar framkomu þjálfarans gagnvart leikmönnum eftir frækinn sigur á Ungverjalandi í vikunni. Með sigrinum tryggði landsliðið sér sæti á Evrópumótinu 2022. 5. desember 2020 23:21
Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05
Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51