Ljósmyndara synjað um lokunarstyrk: „Þeir segja að ég hefði getað unnið í öðrum verkefnum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2020 10:08 Rán Péturs Bjargardóttir, ljósmyndari, þurfti að loka starfsemi sinni vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda. Engu að síður hefur henni verið neitað um lokunarstyrk. Rán Péturs Bjargardóttir, ljósmyndari, furðar sig á því að hún skuli ekki eiga rétt á lokunarstyrk frá stjórnvöldum vegna kórónuveirufaraldursins. Hún hefur tvisvar lokað vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda; hún var með lokað í sjö til átta vikur í fyrstu bylgjunni og í svipað langan tíma nú í þriðju bylgjunni. Hún segir faraldurinn hafa kollvarpað rekstrinum. Rán sérhæfir sig í nýburaljósmyndun sem krefst mikillar nálægðar að hennar sögn enda þurfi hún að snerta börnin og halda á þeim við sína vinnu. Hún hafi því talið að sér bæri að loka sinni starfsemi þar sem hún geti ekki haldið tveggja metra fjarlægð. „Ég bara taldi mig, það var skýrt í mínum eyrum, hverjir ættu að loka. Þegar það er talað um, ef þú getur ekki haldið með neinu móti þessari tveggja metra fjarlægð þá megirðu ekki starfa. Þetta var fyrir mér mjög skýrt,“ sagði Rán í Bítinu á Bylgjunni í gær þar sem hún ræddi þessi mál. Hún sótti um lokunarstyrk hjá ríkisskattstjóra. „Og þeir segja að ég hefði getað unnið í öðrum verkefnum. Ég sérhæfi mig í nýburaljósmyndun og gef mig út fyrir það helst, sinni fleiri verkefnum í hjáverkum þegar ég get en það mætir algjörum afgangi en þeir vilja meina að ég hefði bara getað snúið mér að einhverju öðru, farið að mynda landslag eða leirmuni eða hvað sem það er,“ sagði Rán. Þá benti hún á að þetta virtist ekki eiga við alla. „Það var ekki sagt við sjúkraþjálfara á punktinum með engum fyrirvara geturðu ekki bara snúið þér að viðskiptavinum sem þurfa bara æfingar á gólfi en ekki sjúkranudd eða slíkt. Þetta er álíka fáránlegt.“ Lýsir ákveðinni vanþekkingu á hennar starfi Rán sagði að hún hefði kært þessa ákvörðun ríkisskattstjóra til yfirskattanefndar. „Svo segja þeir mér að þeir hafi ráðfært sig við heilbrigðisráðuneytið sem taka undir þessa ákvörðun RSK um að ég hafi í raun bara átt að geta snúið mér að öðrum verkefnum á punktinum þótt ég hafi engan viðskiptamannagrunn í slík viðskipti. Hversu taktlaust hefði það verið að auglýsa eftir fólki í myndatökur á sama tíma og það er verið að segja því að halda sig heima og ekki fara neitt af óþörfu. Þetta er á skjön,“ sagði Rán. Þá benti hún á að upptalning á störfum í löggjöfinni sem væri að finna þar væri í dæmaskyni. Framkvæmdavaldið væri hins vegar að hengja sig beint í upptalningu við synjun á umsókninni hennar. „Af því ég flokkast ekki beint þarna undir þá fæ ég þessa synjun. Þeir skoða ekkert og þetta lýsir ákveðinni vanþekkingu á mínu starfi. Þeir skoða ekkert hvað ég er að gera eða bera neina virðingu fyrir því að myndatökurnar mínar krefjast nálægðar.“ Málinu er ekki lokið að sögn Ránar. Endanleg ákvörðun yfirskattanefndar liggur ekki fyrir heldur var Rán boðið að svara því áliti nefndarinnar að tekið væri undir sjónarmið ríkisskattstjóra í málinu. Rán svaraði nefndinni um helgina. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ljósmyndun Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Hún hefur tvisvar lokað vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda; hún var með lokað í sjö til átta vikur í fyrstu bylgjunni og í svipað langan tíma nú í þriðju bylgjunni. Hún segir faraldurinn hafa kollvarpað rekstrinum. Rán sérhæfir sig í nýburaljósmyndun sem krefst mikillar nálægðar að hennar sögn enda þurfi hún að snerta börnin og halda á þeim við sína vinnu. Hún hafi því talið að sér bæri að loka sinni starfsemi þar sem hún geti ekki haldið tveggja metra fjarlægð. „Ég bara taldi mig, það var skýrt í mínum eyrum, hverjir ættu að loka. Þegar það er talað um, ef þú getur ekki haldið með neinu móti þessari tveggja metra fjarlægð þá megirðu ekki starfa. Þetta var fyrir mér mjög skýrt,“ sagði Rán í Bítinu á Bylgjunni í gær þar sem hún ræddi þessi mál. Hún sótti um lokunarstyrk hjá ríkisskattstjóra. „Og þeir segja að ég hefði getað unnið í öðrum verkefnum. Ég sérhæfi mig í nýburaljósmyndun og gef mig út fyrir það helst, sinni fleiri verkefnum í hjáverkum þegar ég get en það mætir algjörum afgangi en þeir vilja meina að ég hefði bara getað snúið mér að einhverju öðru, farið að mynda landslag eða leirmuni eða hvað sem það er,“ sagði Rán. Þá benti hún á að þetta virtist ekki eiga við alla. „Það var ekki sagt við sjúkraþjálfara á punktinum með engum fyrirvara geturðu ekki bara snúið þér að viðskiptavinum sem þurfa bara æfingar á gólfi en ekki sjúkranudd eða slíkt. Þetta er álíka fáránlegt.“ Lýsir ákveðinni vanþekkingu á hennar starfi Rán sagði að hún hefði kært þessa ákvörðun ríkisskattstjóra til yfirskattanefndar. „Svo segja þeir mér að þeir hafi ráðfært sig við heilbrigðisráðuneytið sem taka undir þessa ákvörðun RSK um að ég hafi í raun bara átt að geta snúið mér að öðrum verkefnum á punktinum þótt ég hafi engan viðskiptamannagrunn í slík viðskipti. Hversu taktlaust hefði það verið að auglýsa eftir fólki í myndatökur á sama tíma og það er verið að segja því að halda sig heima og ekki fara neitt af óþörfu. Þetta er á skjön,“ sagði Rán. Þá benti hún á að upptalning á störfum í löggjöfinni sem væri að finna þar væri í dæmaskyni. Framkvæmdavaldið væri hins vegar að hengja sig beint í upptalningu við synjun á umsókninni hennar. „Af því ég flokkast ekki beint þarna undir þá fæ ég þessa synjun. Þeir skoða ekkert og þetta lýsir ákveðinni vanþekkingu á mínu starfi. Þeir skoða ekkert hvað ég er að gera eða bera neina virðingu fyrir því að myndatökurnar mínar krefjast nálægðar.“ Málinu er ekki lokið að sögn Ránar. Endanleg ákvörðun yfirskattanefndar liggur ekki fyrir heldur var Rán boðið að svara því áliti nefndarinnar að tekið væri undir sjónarmið ríkisskattstjóra í málinu. Rán svaraði nefndinni um helgina. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ljósmyndun Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira