Klopp: Ungu strákarnir björguðu tímabilinu fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2020 07:30 Jürgen Klopp faðmar Curtis Jones sem er einn af ungu strákunum sem hafa gert góða hluti með Liverpool í vetur. Getty/Peter Powell Jürgen Klopp talaði vel um ungu leikmenn Liverpool liðsins á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld. Liverpool er komið áfram í Meistaradeildinni og þessir ungu leikmenn fá væntanlega að vera í sviðsljósinu í leiknum við FC Midtjylland. Það hefur reynt mikið á breiddina í Liverpool á þessari leiktíð en hefur verið mikið um meiðsli og veikindi innan liðsins. Lykilmenn hafa dottið út hver á fætur öðrum og sumir meiðst alvarlega. Liverpool liðið er engu að síður í fínum málum, með jafnmörg stig og topplið Tottenham í ensku úrvalsdeildinni og búið að vinna riðil sinn í Meistaradeildinni fyrir lokaumferðina. Staðan gæti hafa verið mun verri eftir öll áföllin og Jürgen Klopp talaði um það á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Við misstum toppleikmenn í meiðsli en auðvitað opnast dyr þegar aðrar lokast. Þú þarft engu að síður á réttu mönnunum að halda svo þeir nýti tækifærið. Það gerðu þessu strákar,“ sagði Jürgen Klopp. Jürgen Klopp believes academy products have saved Liverpool's season. By @AHunterGuardian https://t.co/1PzIio7Zmj— Guardian sport (@guardian_sport) December 8, 2020 „Það er sérstakt sem Rhys Williams hefur gert í Meistaradeildinni. Það var líka mjög sérstakt það sem Neco gerði þegar hann spilaði í ensku úrvalsdeildinni. Neco er búinn að spila tvo mjög góða leiki í röð og sérstaklega þann síðasta. Curtis hefur spilað eins og hann hafi verið með okkur í tíu ár. Caoimhin var alltaf efnilegur og nú hefur hann tækifæri til að sýna hæfileika sína á stóra sviðinu,“ sagði Klopp. Jürgen Klopp er á því að innkoma og frammistaða strákanna úr Liverpool akademíunni hafi hreinlega bjargað tímabilinu fyrir Liverpool þegar liðið lenti í áfalli nánast á hverjum degi um tíma. „Við hefðum verið týndir án þeirra. Sem betur fer gekk þetta upp. Mikilvægasti hlutinn við þetta er að þeir voru tilbúnir fyrir þetta. Það er stærsta ástæðan. Vitor [Matos] og Pepijn Lijnders þekktu þessa stráka mjög vel og þeir voru vel undirbúnir. Þess vegna höfum við notaða þá eins og við höfum gert,“ sagði Klopp. Liverpool þarf ekki á úrslitum að halda í kvöld og ungir framtíðarmenn eins og varnarmaðurinn Billy Koumetio gætu því fengið að spreyta sig. „Þetta er í fyrsta sinn sem við þurfum ekki úrslitum að halda í lokaleik riðlakeppni Meistaradeildarinnar og við þurfum að hugsa um heildarmyndina. Við erum samt Liverpool og við viljum vinna leikinn. Að komast í fimmtán stig er önnur ástæða [Félagsmetið er 14 stig] og við munum reyna allt. Við getum engu að síður ekki litið framhjá því að við þurfum að spila sex leiki á næstu 22 dögum. Sumir af mínum mönnum hafa líka þegar spilað sjö leiki á síðustu 22 dögum,“ sagði Jürgen Klopp. Leikur Real Madrid og Borussia Mönchengladbach verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Aðrir leikir í beinni í kvöld verða Midtjylland-Liverpool (Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17.45), Manchester City-Marseille (Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 19.50) og Salzburg-Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 5 frá klukkan 19.50). Meistaradeildarmörkin hefjast klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Það hefur reynt mikið á breiddina í Liverpool á þessari leiktíð en hefur verið mikið um meiðsli og veikindi innan liðsins. Lykilmenn hafa dottið út hver á fætur öðrum og sumir meiðst alvarlega. Liverpool liðið er engu að síður í fínum málum, með jafnmörg stig og topplið Tottenham í ensku úrvalsdeildinni og búið að vinna riðil sinn í Meistaradeildinni fyrir lokaumferðina. Staðan gæti hafa verið mun verri eftir öll áföllin og Jürgen Klopp talaði um það á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Við misstum toppleikmenn í meiðsli en auðvitað opnast dyr þegar aðrar lokast. Þú þarft engu að síður á réttu mönnunum að halda svo þeir nýti tækifærið. Það gerðu þessu strákar,“ sagði Jürgen Klopp. Jürgen Klopp believes academy products have saved Liverpool's season. By @AHunterGuardian https://t.co/1PzIio7Zmj— Guardian sport (@guardian_sport) December 8, 2020 „Það er sérstakt sem Rhys Williams hefur gert í Meistaradeildinni. Það var líka mjög sérstakt það sem Neco gerði þegar hann spilaði í ensku úrvalsdeildinni. Neco er búinn að spila tvo mjög góða leiki í röð og sérstaklega þann síðasta. Curtis hefur spilað eins og hann hafi verið með okkur í tíu ár. Caoimhin var alltaf efnilegur og nú hefur hann tækifæri til að sýna hæfileika sína á stóra sviðinu,“ sagði Klopp. Jürgen Klopp er á því að innkoma og frammistaða strákanna úr Liverpool akademíunni hafi hreinlega bjargað tímabilinu fyrir Liverpool þegar liðið lenti í áfalli nánast á hverjum degi um tíma. „Við hefðum verið týndir án þeirra. Sem betur fer gekk þetta upp. Mikilvægasti hlutinn við þetta er að þeir voru tilbúnir fyrir þetta. Það er stærsta ástæðan. Vitor [Matos] og Pepijn Lijnders þekktu þessa stráka mjög vel og þeir voru vel undirbúnir. Þess vegna höfum við notaða þá eins og við höfum gert,“ sagði Klopp. Liverpool þarf ekki á úrslitum að halda í kvöld og ungir framtíðarmenn eins og varnarmaðurinn Billy Koumetio gætu því fengið að spreyta sig. „Þetta er í fyrsta sinn sem við þurfum ekki úrslitum að halda í lokaleik riðlakeppni Meistaradeildarinnar og við þurfum að hugsa um heildarmyndina. Við erum samt Liverpool og við viljum vinna leikinn. Að komast í fimmtán stig er önnur ástæða [Félagsmetið er 14 stig] og við munum reyna allt. Við getum engu að síður ekki litið framhjá því að við þurfum að spila sex leiki á næstu 22 dögum. Sumir af mínum mönnum hafa líka þegar spilað sjö leiki á síðustu 22 dögum,“ sagði Jürgen Klopp. Leikur Real Madrid og Borussia Mönchengladbach verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Aðrir leikir í beinni í kvöld verða Midtjylland-Liverpool (Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17.45), Manchester City-Marseille (Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 19.50) og Salzburg-Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 5 frá klukkan 19.50). Meistaradeildarmörkin hefjast klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira