Hvað gera „Mikaelélé“ og félagar gegn ensku meisturunum? Anton Ingi Leifsson skrifar 9. desember 2020 12:15 Mikael Anderson í leiknum gegn Atalanta í síðustu viku. Jonathan Moscrop/Getty Ensku meistararnir í Liverpool mæta dönsku meisturunum í FC Midtjylland á útivelli í síðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Leikið verður á MCH Arena í Herning. Það er ljóst fyrir leik kvöldsins að Liverpool endar í toppsæti riðilsins en Midtjylland endar í fjórða og síðasta sætinu. Þeir dönsku náðu í stig í síðustu umferð gegn Atalanta á meðan Liverpool vann Ajax. Íslendingurinn Mikael Anderson hefur ekki fengið mörg tækifæri í Meistaradeildinni til þessa en hann stimplaði sig inn og rúmlega það í síðustu umferð Meistaradeildarinnar gegn Atalanta. Mikael var settur á miðja miðjuna á útivelli gegn Atalanta í síðustu viku en hann hefur nær alla sína meistaraflokkstíð spilað sem vængmaður. Verkefnið leysti hann þó með mikilli sæmd. Frammistaða Sandgerðingsins var það öflug að Lasse Vibe, samherji hans hjá Midtjylland kallaði hann Mikaelélé eftir leikinn. Ekki slæmt hrós. Danski miðillin BT gaf honum einnig ansi góða einkunn í leikslok. Mikaelélé https://t.co/Yo1E03bKwP— Lasse Vibe (@LasseVibe) December 1, 2020 Fróðlegt verður að sjá í hvaða hlutverki Mikael verður í kvöld en reiknað er með að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hreyfi mikið við Liverpool liðinu og leyfi þeim leikmönnum sem spilað hafa minna, spreyta sig. Reiknað er þó með að einhverjir fastamenn verða í liðinu, til að mynda Jordan Henderson, en markvörðurinn, hinn írski Caoimhin Kelleher, verður að öllum líkindum áfram í markinu. Leikurinn skiptir líklega meira máli fyrir Midtjylland og þeirra fjárhag. Liðin fá veglega greiðslu fyrir jafntefli og sigur - og milljónirnar spila stærri þátt í bókhaldi danska liðsins en þess enska. MATCHDAY SIX Let's finish the group stage strongly, Reds #FCMLIV— Liverpool FC (@LFC) December 9, 2020 Leikur Midtjylland og Liverpool hefst klukkan 17.55 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira
Það er ljóst fyrir leik kvöldsins að Liverpool endar í toppsæti riðilsins en Midtjylland endar í fjórða og síðasta sætinu. Þeir dönsku náðu í stig í síðustu umferð gegn Atalanta á meðan Liverpool vann Ajax. Íslendingurinn Mikael Anderson hefur ekki fengið mörg tækifæri í Meistaradeildinni til þessa en hann stimplaði sig inn og rúmlega það í síðustu umferð Meistaradeildarinnar gegn Atalanta. Mikael var settur á miðja miðjuna á útivelli gegn Atalanta í síðustu viku en hann hefur nær alla sína meistaraflokkstíð spilað sem vængmaður. Verkefnið leysti hann þó með mikilli sæmd. Frammistaða Sandgerðingsins var það öflug að Lasse Vibe, samherji hans hjá Midtjylland kallaði hann Mikaelélé eftir leikinn. Ekki slæmt hrós. Danski miðillin BT gaf honum einnig ansi góða einkunn í leikslok. Mikaelélé https://t.co/Yo1E03bKwP— Lasse Vibe (@LasseVibe) December 1, 2020 Fróðlegt verður að sjá í hvaða hlutverki Mikael verður í kvöld en reiknað er með að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hreyfi mikið við Liverpool liðinu og leyfi þeim leikmönnum sem spilað hafa minna, spreyta sig. Reiknað er þó með að einhverjir fastamenn verða í liðinu, til að mynda Jordan Henderson, en markvörðurinn, hinn írski Caoimhin Kelleher, verður að öllum líkindum áfram í markinu. Leikurinn skiptir líklega meira máli fyrir Midtjylland og þeirra fjárhag. Liðin fá veglega greiðslu fyrir jafntefli og sigur - og milljónirnar spila stærri þátt í bókhaldi danska liðsins en þess enska. MATCHDAY SIX Let's finish the group stage strongly, Reds #FCMLIV— Liverpool FC (@LFC) December 9, 2020 Leikur Midtjylland og Liverpool hefst klukkan 17.55 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira