Þjálfari HK: Ef við fáum ekki að æfa fyrr en þá er hætt við að mótið sé ónýtt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. desember 2020 20:25 Kvennalið HK má hefja æfingar en ekki karlalið félagsins. Vísir/Vilhelm Þjálfarar HK í handbolta, karla og kvenna megin, hafa töluverðar áhyggjur af ástandinu sem stendur. Ef karlaliðið fær ekki að hefja æfingar fyrr en 12. janúar hefur liðið ekki æft í fjóra mánuði og kvenna megin eru hátt í þrjátíu stelpur á aldrinum sextán til tuttugu ára sem geta ekkert æft. Eftir nýjustu útfærslu heilbrigðisyfirvalda varðandi hvaða lið mega æfa íþróttir og hver ekki þá er HK í þeirri áhugaverðu stöðu að handboltalið HK, kvenna megin, getur æft á meðan karlarnir mega það ekki. Þetta á einnig við um önnur lið landsins þar sem dæminu gæti verið snúið við. Til að mynda á Akranesi þar sem leikmenn karlaliðs ÍA í knattspyrnu geta farið á æfingar en ekki kvennalið félagsins. Rætt var við Halldór Harra Kristjánsson, þjálfara meistaraflokks kvenna hjá HK, og Elías Már Halldórsson, þjálfara meistaraflokks karla hjá HK í Kórnum í dag. Sjá má viðtalið við þá í spilaranum neðst í fréttinni. „Ég held að stelpurnar geti ekki beðið eftir að mæta á æfingu á morgun, og ég sjálfur bara. Þetta verður frábært,“ sagði Halldór Harri aðspurður hvort það væri ekki spenna í mannskapnum fyrir fyrstu æfingunni í langan tíma. „Það voru pínu vonbrigði þegar maður sá þessar reglur koma út í gær, að það ætti að leyfa sumum að fara á fullt en halda öðrum frá æfingum til 12. janúar. Það voru vonbrigði en við erum að vona að við fáum þessa undanþágu sem þeir eru búnir að opna á og að við getum farið að æfa líka,“ sagði Elías Már um þessa skrítnu stöðu sem HK er í. „Þegar þeir hafa verið að breyta þessum reglum hafa þær gilt í 2-3 vikur en nú ákváðu þeir að vera með þessar reglur til 12. janúar. Ef við lendum í að fá ekki að æfa fyrr en þá er hætt við að mótið sé ónýtt. Þá erum við komnir í fjögurra mánaða stopp, þurfum líklega fimm til sex vikur til að koma okkur í gang og þá erum við að renna inn í mars mánuð og yfirleitt er deildarkeppnin að klárast í apríl byrjun. Við erum því komin alveg á tæpasta vað með tímann til að klára mótið,“ bætti Elías Már við. „Maður hefur áhyggjur af sextán til tuttugu ára aldrinum sem fær ekki að æfa. Allir yngri flokkar fá að æfa og meistaraflokkurinn hjá mér en það eru tuttugu til þrjátíu stelpur hjá mér sem komast ekki á neinar æfingar,“ sagði Halldór Harri um helstu áhyggjur sínar af kvenna flokkum HK. Klippa: Ef við fáum ekki að æfa fyrr en þá er hætt við að mótið sé ónýtt Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna HK Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri HSÍ: Verulegt áhyggjuefni Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að mörgum spurningum sé enn ósvarað hvað varðar æfingar liða á Íslandi eftir nýjustu sóttvarnareglur sem tilkynnt var um í dag. Þær gilda frá 10. desember til 12. janúar. 8. desember 2020 15:17 „Sautján ára ég hefði líklega hætt í handbolta í þessu ástandi“ Fyrrum handboltamaður segir að hann hefði líklega hætt í handbolta hefði hann lent í slíku æfinga- og keppnisbanni eins og nú stendur yfir. 4. desember 2020 12:30 Gaupi hitti Þórólf: „Finnst íþróttamenn ekki geta kvartað umfram aðra“ Guðjón Guðmundsson ræddi við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í dag. Hann segir að íþróttafólk búi ekki við meiri hömlur vegna kórónuveirufaraldursins en aðrir og segir rangt að Ísland sé eitt fárra landa sem banni íþróttaiðkun. 3. desember 2020 15:35 Twitter um áframhaldandi æfingabann: Rothögg fyrir íþróttahreyfinguna og slæmar aðstæður fyrir afreksíþróttafólk Í dag var staðfest að íþróttaæfingar fullorðinna, með eða án snertingar, verða ekki heimilar fyrr en í fyrsta lagi 9. desember. Mikil ólga hefur myndast á samfélagsmiðlum eftir tilkynningu þess efnis fyrr í dag. 1. desember 2020 15:06 „Ég vil bara fá svör og skýringar varðandi af hverju við megum ekki æfa“ Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, vill fá skýrari svör varðandi af hverju íslenskt íþróttafólk má ekki æfa. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, segir ekki hægt að þjálfa lið á tímum sem þessum. 28. nóvember 2020 23:00 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Eftir nýjustu útfærslu heilbrigðisyfirvalda varðandi hvaða lið mega æfa íþróttir og hver ekki þá er HK í þeirri áhugaverðu stöðu að handboltalið HK, kvenna megin, getur æft á meðan karlarnir mega það ekki. Þetta á einnig við um önnur lið landsins þar sem dæminu gæti verið snúið við. Til að mynda á Akranesi þar sem leikmenn karlaliðs ÍA í knattspyrnu geta farið á æfingar en ekki kvennalið félagsins. Rætt var við Halldór Harra Kristjánsson, þjálfara meistaraflokks kvenna hjá HK, og Elías Már Halldórsson, þjálfara meistaraflokks karla hjá HK í Kórnum í dag. Sjá má viðtalið við þá í spilaranum neðst í fréttinni. „Ég held að stelpurnar geti ekki beðið eftir að mæta á æfingu á morgun, og ég sjálfur bara. Þetta verður frábært,“ sagði Halldór Harri aðspurður hvort það væri ekki spenna í mannskapnum fyrir fyrstu æfingunni í langan tíma. „Það voru pínu vonbrigði þegar maður sá þessar reglur koma út í gær, að það ætti að leyfa sumum að fara á fullt en halda öðrum frá æfingum til 12. janúar. Það voru vonbrigði en við erum að vona að við fáum þessa undanþágu sem þeir eru búnir að opna á og að við getum farið að æfa líka,“ sagði Elías Már um þessa skrítnu stöðu sem HK er í. „Þegar þeir hafa verið að breyta þessum reglum hafa þær gilt í 2-3 vikur en nú ákváðu þeir að vera með þessar reglur til 12. janúar. Ef við lendum í að fá ekki að æfa fyrr en þá er hætt við að mótið sé ónýtt. Þá erum við komnir í fjögurra mánaða stopp, þurfum líklega fimm til sex vikur til að koma okkur í gang og þá erum við að renna inn í mars mánuð og yfirleitt er deildarkeppnin að klárast í apríl byrjun. Við erum því komin alveg á tæpasta vað með tímann til að klára mótið,“ bætti Elías Már við. „Maður hefur áhyggjur af sextán til tuttugu ára aldrinum sem fær ekki að æfa. Allir yngri flokkar fá að æfa og meistaraflokkurinn hjá mér en það eru tuttugu til þrjátíu stelpur hjá mér sem komast ekki á neinar æfingar,“ sagði Halldór Harri um helstu áhyggjur sínar af kvenna flokkum HK. Klippa: Ef við fáum ekki að æfa fyrr en þá er hætt við að mótið sé ónýtt Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna HK Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri HSÍ: Verulegt áhyggjuefni Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að mörgum spurningum sé enn ósvarað hvað varðar æfingar liða á Íslandi eftir nýjustu sóttvarnareglur sem tilkynnt var um í dag. Þær gilda frá 10. desember til 12. janúar. 8. desember 2020 15:17 „Sautján ára ég hefði líklega hætt í handbolta í þessu ástandi“ Fyrrum handboltamaður segir að hann hefði líklega hætt í handbolta hefði hann lent í slíku æfinga- og keppnisbanni eins og nú stendur yfir. 4. desember 2020 12:30 Gaupi hitti Þórólf: „Finnst íþróttamenn ekki geta kvartað umfram aðra“ Guðjón Guðmundsson ræddi við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í dag. Hann segir að íþróttafólk búi ekki við meiri hömlur vegna kórónuveirufaraldursins en aðrir og segir rangt að Ísland sé eitt fárra landa sem banni íþróttaiðkun. 3. desember 2020 15:35 Twitter um áframhaldandi æfingabann: Rothögg fyrir íþróttahreyfinguna og slæmar aðstæður fyrir afreksíþróttafólk Í dag var staðfest að íþróttaæfingar fullorðinna, með eða án snertingar, verða ekki heimilar fyrr en í fyrsta lagi 9. desember. Mikil ólga hefur myndast á samfélagsmiðlum eftir tilkynningu þess efnis fyrr í dag. 1. desember 2020 15:06 „Ég vil bara fá svör og skýringar varðandi af hverju við megum ekki æfa“ Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, vill fá skýrari svör varðandi af hverju íslenskt íþróttafólk má ekki æfa. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, segir ekki hægt að þjálfa lið á tímum sem þessum. 28. nóvember 2020 23:00 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri HSÍ: Verulegt áhyggjuefni Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að mörgum spurningum sé enn ósvarað hvað varðar æfingar liða á Íslandi eftir nýjustu sóttvarnareglur sem tilkynnt var um í dag. Þær gilda frá 10. desember til 12. janúar. 8. desember 2020 15:17
„Sautján ára ég hefði líklega hætt í handbolta í þessu ástandi“ Fyrrum handboltamaður segir að hann hefði líklega hætt í handbolta hefði hann lent í slíku æfinga- og keppnisbanni eins og nú stendur yfir. 4. desember 2020 12:30
Gaupi hitti Þórólf: „Finnst íþróttamenn ekki geta kvartað umfram aðra“ Guðjón Guðmundsson ræddi við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í dag. Hann segir að íþróttafólk búi ekki við meiri hömlur vegna kórónuveirufaraldursins en aðrir og segir rangt að Ísland sé eitt fárra landa sem banni íþróttaiðkun. 3. desember 2020 15:35
Twitter um áframhaldandi æfingabann: Rothögg fyrir íþróttahreyfinguna og slæmar aðstæður fyrir afreksíþróttafólk Í dag var staðfest að íþróttaæfingar fullorðinna, með eða án snertingar, verða ekki heimilar fyrr en í fyrsta lagi 9. desember. Mikil ólga hefur myndast á samfélagsmiðlum eftir tilkynningu þess efnis fyrr í dag. 1. desember 2020 15:06
„Ég vil bara fá svör og skýringar varðandi af hverju við megum ekki æfa“ Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, vill fá skýrari svör varðandi af hverju íslenskt íþróttafólk má ekki æfa. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, segir ekki hægt að þjálfa lið á tímum sem þessum. 28. nóvember 2020 23:00