Segir dóttur sína vera talsverður Íslendingur í sér og ekta víkingur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2020 08:30 Kristín Þorleifsdóttir í leik með sænska landsliðinu á Evrópumótinu. Getty/Jan Christensen Við Íslendingar teljum okkur eiga aðeins í skyttu sænska handboltalandsliðsins sem er nú í stóru hlutverki á Evrópumóti kvenna í handbolta. Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson er að þjálfa norska landsliðið á EM í handbolta eins og svo oft áður en það er annar þátttakandi í mótinu með mjög sterk Íslandstengsl. Kristín Þorleifsdóttir, stórskytta hjá Svíum, er fædd og uppalin í Svíþjóð en hún á íslenska foreldra. Kristín æfði með yngri landsliðum Íslands á sínum tíma en ákvað að velja sænska landsliðið. Sigrún Andrésdóttir er móðir Kristínar en hún hefur búið í Svíþjóð í meira en fjörutíu ár. Vísir fékk að forvitnaðist aðeins um Íslandsættuðu stórskyttuna hjá móður hennar. Faðir hennar var i handbolta hjá Val „Ég flutti út þegar ég fór í nám 1979 en hitti Þorleif þegar ég kom til Íslands í heimsókn. Hann kom með mér síðan út til Svíþjóðar árið 1983,“ sagði Sigrún Andrésdóttir. Hún hefur ekki verið í íþróttum en faðir Kristínar, Þorleifur Sigurjónsson, var íþróttamaður hjá Val. „Ég hef ekki verið í íþróttum en Leifur var í ýmsum íþróttum þar á meðal handbolta,“ segir Sigrún. Kristín Þorleifsdóttir er 22 ára gömul og hefur alltaf verið mikil íþróttakona. „Hún hefur alltaf verið dugleg í íþróttum. Hún byrjaði í fótbolta þegar hún var fimm til sex ára og spilaði með strákaliði bróður síns sem er tveimur árum eldri. Við bjuggum í sveit norður af Stokkhólmi svo það var ekkert stelpulið þar,“ segir Sigrún. Kristín Þorleifsdóttir er mikil skytta eins og hún sýndi á móti Rússum.Getty/Jan Christensen Sigrún segir að lykilatriði fyrir handboltaferil dóttur sinnar hafi verið þegar þau fluttu í lítinn bæ sem heitir Rimbo en þetta er mikill handboltabær. „Þar var mikill áhugi var á handbolta og þar vaknaði áhuginn hjá henni. Hún fór síðan í framhaldsnám í Märsta handboltadeild og spilaði síðan með Skånela. Þær urðu sænskir meistarar og Kristín var kosin besti leikmaður mótsins. Hún spilaði með Upplandsliðinu og eftir það var hún kosin í úrvalsliðið,“ segir Sigrún. Eldri bróðir hennar fékk samning hjá liði Henrik Larsson Kristín á fleiri systkini. „Við eigum fjögur börn. Sá elsti er Andrés, sem er fæddur árið 1988, spilaði fótbolta með AIK í Stokkhólmi. Hann fékk samning hjá Falkenberg þegar Henrik Larsson var þjálfari liðsins. Því miður varð Andrés að hætta vegna meiðsla,“ segir Sigrún. „Ég hef alltaf reynt að heimsækja Ísland og síðustu árin hefur það verið einu sinni á ári. Leifur hefur ekki verið eins duglegur og börnin mjög sjaldan,“ segir Sigrún um Íslandstengingu fjölskyldunnar en dóttir hennar hefur sterka tengingu við Ísland. Með föst skot „Kristín er talsverður Íslendingur í sér og er stolt af því. Henni var boðið að koma í íslenska landsliðið áður en henni var boðið að spila með því sænska. Þá hefði hún ekki getað spilað í sænska landsliðinu í þrjú ár svo hún afþakkað boðið. Hún vildi heldur spila í sænska,“ segir Sigrún. Aðspurð um kosti dóttur sinnar inn á handboltavellinum. „Hún er stór og sterk. Ekta víkingur og með föst skot,“ segir Sigrún og talar um að Kristín sé með með ‚Vinnarhaus' eða hugarfar sigurvegarans. „Ég var mjög stolt þegar dóttirin spilaði og gerði sex mörk á móti Rússlandi. Hún er bara 22 ára og kemur til með að standa sig vel ef það verða ekki mikil meiðsli sem stoppa það,“ segir Sigrún. EM 2020 í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Sjá meira
Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson er að þjálfa norska landsliðið á EM í handbolta eins og svo oft áður en það er annar þátttakandi í mótinu með mjög sterk Íslandstengsl. Kristín Þorleifsdóttir, stórskytta hjá Svíum, er fædd og uppalin í Svíþjóð en hún á íslenska foreldra. Kristín æfði með yngri landsliðum Íslands á sínum tíma en ákvað að velja sænska landsliðið. Sigrún Andrésdóttir er móðir Kristínar en hún hefur búið í Svíþjóð í meira en fjörutíu ár. Vísir fékk að forvitnaðist aðeins um Íslandsættuðu stórskyttuna hjá móður hennar. Faðir hennar var i handbolta hjá Val „Ég flutti út þegar ég fór í nám 1979 en hitti Þorleif þegar ég kom til Íslands í heimsókn. Hann kom með mér síðan út til Svíþjóðar árið 1983,“ sagði Sigrún Andrésdóttir. Hún hefur ekki verið í íþróttum en faðir Kristínar, Þorleifur Sigurjónsson, var íþróttamaður hjá Val. „Ég hef ekki verið í íþróttum en Leifur var í ýmsum íþróttum þar á meðal handbolta,“ segir Sigrún. Kristín Þorleifsdóttir er 22 ára gömul og hefur alltaf verið mikil íþróttakona. „Hún hefur alltaf verið dugleg í íþróttum. Hún byrjaði í fótbolta þegar hún var fimm til sex ára og spilaði með strákaliði bróður síns sem er tveimur árum eldri. Við bjuggum í sveit norður af Stokkhólmi svo það var ekkert stelpulið þar,“ segir Sigrún. Kristín Þorleifsdóttir er mikil skytta eins og hún sýndi á móti Rússum.Getty/Jan Christensen Sigrún segir að lykilatriði fyrir handboltaferil dóttur sinnar hafi verið þegar þau fluttu í lítinn bæ sem heitir Rimbo en þetta er mikill handboltabær. „Þar var mikill áhugi var á handbolta og þar vaknaði áhuginn hjá henni. Hún fór síðan í framhaldsnám í Märsta handboltadeild og spilaði síðan með Skånela. Þær urðu sænskir meistarar og Kristín var kosin besti leikmaður mótsins. Hún spilaði með Upplandsliðinu og eftir það var hún kosin í úrvalsliðið,“ segir Sigrún. Eldri bróðir hennar fékk samning hjá liði Henrik Larsson Kristín á fleiri systkini. „Við eigum fjögur börn. Sá elsti er Andrés, sem er fæddur árið 1988, spilaði fótbolta með AIK í Stokkhólmi. Hann fékk samning hjá Falkenberg þegar Henrik Larsson var þjálfari liðsins. Því miður varð Andrés að hætta vegna meiðsla,“ segir Sigrún. „Ég hef alltaf reynt að heimsækja Ísland og síðustu árin hefur það verið einu sinni á ári. Leifur hefur ekki verið eins duglegur og börnin mjög sjaldan,“ segir Sigrún um Íslandstengingu fjölskyldunnar en dóttir hennar hefur sterka tengingu við Ísland. Með föst skot „Kristín er talsverður Íslendingur í sér og er stolt af því. Henni var boðið að koma í íslenska landsliðið áður en henni var boðið að spila með því sænska. Þá hefði hún ekki getað spilað í sænska landsliðinu í þrjú ár svo hún afþakkað boðið. Hún vildi heldur spila í sænska,“ segir Sigrún. Aðspurð um kosti dóttur sinnar inn á handboltavellinum. „Hún er stór og sterk. Ekta víkingur og með föst skot,“ segir Sigrún og talar um að Kristín sé með með ‚Vinnarhaus' eða hugarfar sigurvegarans. „Ég var mjög stolt þegar dóttirin spilaði og gerði sex mörk á móti Rússlandi. Hún er bara 22 ára og kemur til með að standa sig vel ef það verða ekki mikil meiðsli sem stoppa það,“ segir Sigrún.
EM 2020 í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Sjá meira