Frakkar beita Google og Amazon háum sektum Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2020 10:39 Sundar Pichai, forstjóri Google. Forsvarsmenn bæði Google og Amazon segja yfirvöld í Frakklandi ekki getað sektað fyrirtækin þar sem höfuðstöðvar þeirra séu ekki þar í landi. AP/LM Otero Yfirvöld í Frakklandi hafa sektað Google um hundrað milljónir evra og Amazon um 35 milljónir. Það samsvarar rúmum fimmtán milljörðum króna annars vegar og rúmum fimm milljörðum hins vegar. Fyrirtækin voru sektuð fyrir að brjóta reglur Evrópusambandsins varðandi svokallaðar vafrakökur, með því að nota þá tækni án þess að gera notendum grein fyrir því að verið væri að fylgjast með þeim á netinu. Sekt Google er tvöfalt hærri sekt en CNIL hafði áður beitt og var það einnig gegn Google, samkvæmt frétt Bloomberg. Starfsmenn fyrirtækjanna hafa nú þriggja mánaða frest til að gera breytingar í samræmi við reglur. Verði það ekki búið eftir þrjá mánuði verða þau sektuð um hundrað þúsund evrur á dag, þar til breytingarnar verða gerðar. Forsvarsmenn beggja fyrirtækjanna hafa mótmælt sektunum. Google segir niðurstaða CNIL, frönsku stofnunarinnar sem beitti sektunum, sé ekki í takt við þær breytingar sem Google hefur þegar gert. Þá gagnrýnir fyrirtækið yfirvöld í Frakklandi fyrir óskýrar reglur sem taki sífellt breytingum. Samkvæmt frétt Reuters segja bæði fyrirtækin að yfirvöld í Frakklandi hafi ekki rétt á því að sekta fyrirtækin þar sem höfuðstöðvar þeirra í Evrópu séu í Írlandi (Google) og Lúxemborg (Amazon). Því hafna Frakkar alfarið. Í umfjöllun Politico segir að sektirnar séu til marks um pirring ráðamanna í Evrópu gagnvart Írlandi og Lúxemborg, þar sem flest alþjóðleg tæknifyrirtæki eru með höfuðstöðvar sínar, vegna þess hve lítið er gert þar til að hafa hemil á fyrirtækjunum. Samkvæmt reglum ESB er það yfirvalda ríkja að leiða rannsóknir fyrirtækja sem eru starfrækt innan landamæra þeirra. Google Amazon Frakkland Írland Lúxemborg Tengdar fréttir Höfða mál gegn Facebook og vilja slíta Instagram og WhatsApp frá fyrirtækinu Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) og yfirvöld 48 ríkja og héraða hafa höfðað mál gegn Facebook og saka fyrirtækið um brot á samkeppnislögum. Forsvarsmenn Facebook eru sakaðir um að hafa misnotað yfirráðandi markaðsstöðu fyrirtækisins til að berja niður alla samkeppni og fara fram á að fyrirtækið selji samfélagsmiðilinn Instagram og skilaboðaþjónustuna WhatsApp. 10. desember 2020 09:11 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Fyrirtækin voru sektuð fyrir að brjóta reglur Evrópusambandsins varðandi svokallaðar vafrakökur, með því að nota þá tækni án þess að gera notendum grein fyrir því að verið væri að fylgjast með þeim á netinu. Sekt Google er tvöfalt hærri sekt en CNIL hafði áður beitt og var það einnig gegn Google, samkvæmt frétt Bloomberg. Starfsmenn fyrirtækjanna hafa nú þriggja mánaða frest til að gera breytingar í samræmi við reglur. Verði það ekki búið eftir þrjá mánuði verða þau sektuð um hundrað þúsund evrur á dag, þar til breytingarnar verða gerðar. Forsvarsmenn beggja fyrirtækjanna hafa mótmælt sektunum. Google segir niðurstaða CNIL, frönsku stofnunarinnar sem beitti sektunum, sé ekki í takt við þær breytingar sem Google hefur þegar gert. Þá gagnrýnir fyrirtækið yfirvöld í Frakklandi fyrir óskýrar reglur sem taki sífellt breytingum. Samkvæmt frétt Reuters segja bæði fyrirtækin að yfirvöld í Frakklandi hafi ekki rétt á því að sekta fyrirtækin þar sem höfuðstöðvar þeirra í Evrópu séu í Írlandi (Google) og Lúxemborg (Amazon). Því hafna Frakkar alfarið. Í umfjöllun Politico segir að sektirnar séu til marks um pirring ráðamanna í Evrópu gagnvart Írlandi og Lúxemborg, þar sem flest alþjóðleg tæknifyrirtæki eru með höfuðstöðvar sínar, vegna þess hve lítið er gert þar til að hafa hemil á fyrirtækjunum. Samkvæmt reglum ESB er það yfirvalda ríkja að leiða rannsóknir fyrirtækja sem eru starfrækt innan landamæra þeirra.
Google Amazon Frakkland Írland Lúxemborg Tengdar fréttir Höfða mál gegn Facebook og vilja slíta Instagram og WhatsApp frá fyrirtækinu Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) og yfirvöld 48 ríkja og héraða hafa höfðað mál gegn Facebook og saka fyrirtækið um brot á samkeppnislögum. Forsvarsmenn Facebook eru sakaðir um að hafa misnotað yfirráðandi markaðsstöðu fyrirtækisins til að berja niður alla samkeppni og fara fram á að fyrirtækið selji samfélagsmiðilinn Instagram og skilaboðaþjónustuna WhatsApp. 10. desember 2020 09:11 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Höfða mál gegn Facebook og vilja slíta Instagram og WhatsApp frá fyrirtækinu Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) og yfirvöld 48 ríkja og héraða hafa höfðað mál gegn Facebook og saka fyrirtækið um brot á samkeppnislögum. Forsvarsmenn Facebook eru sakaðir um að hafa misnotað yfirráðandi markaðsstöðu fyrirtækisins til að berja niður alla samkeppni og fara fram á að fyrirtækið selji samfélagsmiðilinn Instagram og skilaboðaþjónustuna WhatsApp. 10. desember 2020 09:11