Albert og félagar geta komist áfram í Evrópudeildinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2020 12:30 Albert Guðmundsson fagnar einu marka sinna fyror AZ Alkmaar á tímabilinu. Getty/JAN DEN BREEJEN Íslendingaliðið AZ Alkmaar frá Hollandi á ágæta möguleika á að tryggja sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Átján félög hafa tryggt sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar en í kvöld kemur í ljós hvaða sex félög bætast í hópinn. Átta síðustu liðin koma síðan úr Meistaradeildinni. Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Arsenal eru eitt af þessum átján liðum sem eru komin áfram en KR-ingurinn hefur varið mark Arsenal í síðustu þremur leikjum liðsins í keppninni og aðeins fengið á sig eitt mark. Arsenal mætir Dundalk á útivelli í kvöld. Albert Guðmundsson og félagar í hollenska liðinu AZ Alkmaar eru í hörku baráttu um sæti í útsláttarkeppninni en AZ Alkmaar, Napoli og Real Sociedad berjast um tvö laus sæti í lokaumferðinni. #AZ #rijaz #UEL pic.twitter.com/Y6QXlbE9Jn— AZ (@AZAlkmaar) December 10, 2020 Napoli er efst með tíu stig en Real Sociedad og AZ Alkmaar hafa bæði átta stig. Napoli kemst áfram með því að ná í að minnsta kosti eitt stig í leik sínum á móti Real Sociedad á heimavelli. AZ Alkmaar kemst áfram með sigri á Rijeka á útivelli eða ef liðið fær fleiri stig en Real Sociedad. Real Sociedad stendur nefnilega betur í innbyrðis viðureignum. Albert Guðmundsson skoraði tvö mörk í 4-1 sigri á Rijeka í fyrri leik liðanna og fær vonandi að spreyta sig í Króatíu í kvöld. Mörkin hans síðan síðast má sjá hér fyrir neðan. Leikir Arsenal og AZ Alkmaar verða sýndir beint en þeir hefjast báðir klukkan 17.55. Leikur Dundalk-Arsenal er á Stöð 2 Sport 4 en leikur Rijeka-AZ Alkmaar á Stöð 2 Sport 2. Þriðja Íslendingaliðið i beinni í kvöld er síðan lið CSKA Moskva í Rússlandi þar sem spila Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson. CSKA Moskva á ekki lengur möguleika á að komast áfram upp úr sínum riðli en liðið hefur ekki unnið leik í keppninni og er bara með þrjú stig úr fimm leikjum. Leikur Dinamo Zagreb og CSKA Moskva verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsendingin klukkan 19.50. Fjórða útsending kvöldsins frá Evrópudeildinni verður svo leikur Tottenham og Antwerpen sem er á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 19.50. Tottenham er búið að tryggja sig áfram eins og belgíska liðið. Hér fyrir neðan má yfirlit yfir stöðu liðanna. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Fleiri fréttir Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Sjá meira
Átján félög hafa tryggt sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar en í kvöld kemur í ljós hvaða sex félög bætast í hópinn. Átta síðustu liðin koma síðan úr Meistaradeildinni. Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Arsenal eru eitt af þessum átján liðum sem eru komin áfram en KR-ingurinn hefur varið mark Arsenal í síðustu þremur leikjum liðsins í keppninni og aðeins fengið á sig eitt mark. Arsenal mætir Dundalk á útivelli í kvöld. Albert Guðmundsson og félagar í hollenska liðinu AZ Alkmaar eru í hörku baráttu um sæti í útsláttarkeppninni en AZ Alkmaar, Napoli og Real Sociedad berjast um tvö laus sæti í lokaumferðinni. #AZ #rijaz #UEL pic.twitter.com/Y6QXlbE9Jn— AZ (@AZAlkmaar) December 10, 2020 Napoli er efst með tíu stig en Real Sociedad og AZ Alkmaar hafa bæði átta stig. Napoli kemst áfram með því að ná í að minnsta kosti eitt stig í leik sínum á móti Real Sociedad á heimavelli. AZ Alkmaar kemst áfram með sigri á Rijeka á útivelli eða ef liðið fær fleiri stig en Real Sociedad. Real Sociedad stendur nefnilega betur í innbyrðis viðureignum. Albert Guðmundsson skoraði tvö mörk í 4-1 sigri á Rijeka í fyrri leik liðanna og fær vonandi að spreyta sig í Króatíu í kvöld. Mörkin hans síðan síðast má sjá hér fyrir neðan. Leikir Arsenal og AZ Alkmaar verða sýndir beint en þeir hefjast báðir klukkan 17.55. Leikur Dundalk-Arsenal er á Stöð 2 Sport 4 en leikur Rijeka-AZ Alkmaar á Stöð 2 Sport 2. Þriðja Íslendingaliðið i beinni í kvöld er síðan lið CSKA Moskva í Rússlandi þar sem spila Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson. CSKA Moskva á ekki lengur möguleika á að komast áfram upp úr sínum riðli en liðið hefur ekki unnið leik í keppninni og er bara með þrjú stig úr fimm leikjum. Leikur Dinamo Zagreb og CSKA Moskva verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsendingin klukkan 19.50. Fjórða útsending kvöldsins frá Evrópudeildinni verður svo leikur Tottenham og Antwerpen sem er á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 19.50. Tottenham er búið að tryggja sig áfram eins og belgíska liðið. Hér fyrir neðan má yfirlit yfir stöðu liðanna. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Fleiri fréttir Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Sjá meira