Jamie Redknapp sagði söguna af því þegar hann kom sautján ára til Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2020 11:31 Jamie Redknapp var um tíma fyrirliði Liverpool liðsins. Getty/Clive Brunskill Jamie Redknapp lék með Liverpool í áratug en knattspyrnustjórinn sem sóttist svo mikið eftir því að fá hann stýrði honum þó aldrei í leik. Jamie Redknapp lék með Liverpool frá 1991 til 2002 en hann var ekki búinn að halda upp á átján ára afmælið þegar hann kom til félagsins. Redknapp hefur nú sagt söguna af því þegar hann skipti yfir frá Bournemouth til Liverpool í janúar 1991. Kenny Dalglish, sem þarna var knattspyrnustjóri Liverpool, hafði mikla trú á stráknum og vann markvisst af því að fá hann. Dalglish keypti hann á endanum á 350 þúsund pund 15. janúar 1991 en náði þó aldrei að setja hann inn á völlinn. Kenny Dalglish hætti óvænt sem knattspyrnustjóri Liverpool í febrúar 1991. Redknapp fékk fyrsta tækifærið með aðalliði Liverpool í október 1991 en þá var Graeme Souness knattspyrnustjóri liðsins. Redknapp var á þeim tíma yngsti Liverpool leikmaðurinn til að spila Evrópuleik. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt myndband af því þegar Redknapp segir frá þessum tíma þegar Dalglish var að reyna að sannfæra hann um að koma til Liverpool og hver fyrstu kynni hans voru af stórstjörnum Liverpool liðsins sem voru á þeim árum búnir að vinna fjölda titla með liðinu. Það var á endanum John Barnes sem tók hann undir sinn væng og þeir eru enn miklir vinir í dag. Jamie Redknapp reveals how he joined @LFC @RocketLong3 #LFC pic.twitter.com/X149ogv1BM— GiveMeSport (@GiveMeSport) December 10, 2020 Jamie Redknapp lék 237 deildarleikir fyrir Liverpool og alls 308 leiki í öllum keppnum. Hans besta tímabil var 1998-99 þegar hann skoraði 8 mörk í 34 leikjum en hann var þá einnig í enska landsliðinu. Redknapp vann aðeins þrjá titla með Liverpool, enska deildabikarinn 1995, Samfélagsskjöldinn 2001 og ofurbikar Evrópu 2001. Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira
Jamie Redknapp lék með Liverpool frá 1991 til 2002 en hann var ekki búinn að halda upp á átján ára afmælið þegar hann kom til félagsins. Redknapp hefur nú sagt söguna af því þegar hann skipti yfir frá Bournemouth til Liverpool í janúar 1991. Kenny Dalglish, sem þarna var knattspyrnustjóri Liverpool, hafði mikla trú á stráknum og vann markvisst af því að fá hann. Dalglish keypti hann á endanum á 350 þúsund pund 15. janúar 1991 en náði þó aldrei að setja hann inn á völlinn. Kenny Dalglish hætti óvænt sem knattspyrnustjóri Liverpool í febrúar 1991. Redknapp fékk fyrsta tækifærið með aðalliði Liverpool í október 1991 en þá var Graeme Souness knattspyrnustjóri liðsins. Redknapp var á þeim tíma yngsti Liverpool leikmaðurinn til að spila Evrópuleik. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt myndband af því þegar Redknapp segir frá þessum tíma þegar Dalglish var að reyna að sannfæra hann um að koma til Liverpool og hver fyrstu kynni hans voru af stórstjörnum Liverpool liðsins sem voru á þeim árum búnir að vinna fjölda titla með liðinu. Það var á endanum John Barnes sem tók hann undir sinn væng og þeir eru enn miklir vinir í dag. Jamie Redknapp reveals how he joined @LFC @RocketLong3 #LFC pic.twitter.com/X149ogv1BM— GiveMeSport (@GiveMeSport) December 10, 2020 Jamie Redknapp lék 237 deildarleikir fyrir Liverpool og alls 308 leiki í öllum keppnum. Hans besta tímabil var 1998-99 þegar hann skoraði 8 mörk í 34 leikjum en hann var þá einnig í enska landsliðinu. Redknapp vann aðeins þrjá titla með Liverpool, enska deildabikarinn 1995, Samfélagsskjöldinn 2001 og ofurbikar Evrópu 2001.
Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira