Hólmfríður Bóasdóttir hótelstjóri lýsir verkefninu í þættinum Um land allt með soninn Bóas Ásvald Kristjánsson í fanginu, sem fæddur er 28. júní. Tengdaföður hennar, Ásvaldi Magnússyni bónda, bregður einnig fyrir. Fljótlega færist athygli áhorfenda á drenginn, sem með sínum hætti vill ákafur tjá sig við sjónvarpsmennina.
Kirkjustaðurinn Holt var í gegnum aldirnar höfuðból Önundarfjarðar. Þar var um miðja síðustu öld byggt veglegt hús sem barnaskóli og félagsheimili sveitarinnar.

Fyrir tveimur árum opnaði fjölskyldan sveitahótelið Holt Inn í húsinu. Hólmfríður segir að eftir uppbygginguna og reynslutímann hafi þau vonast til að þetta yrði árið sem slegið yrði í gegn í rekstrinum. En þá skall á heimsfaraldur kórónuveiru.
Sjá má fleiri senur af stráknum í þættinum á Stöð 2, sem endursýndur er í dag, laugardag, klukkan 15.10. Hér má sjá brot úr þættinum:
Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins, sem fjallar um Flateyri og Önundarfjörð: