Stockmann selur húsnæði sitt í Helsinki Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2020 14:19 Stockmannbyggingin við Alexandersgötu í miðborg Helsinki. Getty Finnski verslunarrisinn Stockmann hefur ákveðið að selja fjölda fasteigna sinna, þar á meðal þá sem hýsir flaggskipið í miðborg Helsinki, í tilraun til að bæta fjárhagsstöðu félagsins. Í tillögum félagsins um endurskipulagningu kemur einnig fram að fasteignir félagsins verði einnig seldar í eistnesku og lettnesku höfuðborgunum Tallinn og Riga. Söluandvirðið verður notað til að greiða niður skuldir að því er fram kemur í tilkynningu til finnsku kauphallarinnar í morgun. Rekstur Stockmann hefur gengið erfiðlega síðustu misserin og þá hefur heimsfaraldurinn einnig sett stórt strik í reikninginn. Skuldir félagsins eru sagðar nema um 740 milljónum evra. Flaggskipið við Alexandersgötu í Helsinki verður því í eigu einhvers annars og verður Stockmann rekið þar áfram og mun félagið greiða leigu, gangi áætlunin eftir. Viðskiptavinir eigi þó ekki að taka eftir nokkurri breytingu, að því er fram kemur í máli forstjórans Jari Latvanen. Latvanen vill í samtali við YLE ekki gefa upp neitt um mögulega kaupendur að fasteignunum. Í kauphallartilkynningunni segir ennfremur að samið hafi verið um lægri leigu fyrir verslanir Stockmann sem reknar eru í Vantaa, Turku, Tampere og Espoo. Fjárfestar munu hafa tekið vel í fyrirhugaða endurskipulagningu, en virði bréfanna hækkuðu um 19 prósent skömmu eftir opnun markaða í morgun. Finnland Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Í tillögum félagsins um endurskipulagningu kemur einnig fram að fasteignir félagsins verði einnig seldar í eistnesku og lettnesku höfuðborgunum Tallinn og Riga. Söluandvirðið verður notað til að greiða niður skuldir að því er fram kemur í tilkynningu til finnsku kauphallarinnar í morgun. Rekstur Stockmann hefur gengið erfiðlega síðustu misserin og þá hefur heimsfaraldurinn einnig sett stórt strik í reikninginn. Skuldir félagsins eru sagðar nema um 740 milljónum evra. Flaggskipið við Alexandersgötu í Helsinki verður því í eigu einhvers annars og verður Stockmann rekið þar áfram og mun félagið greiða leigu, gangi áætlunin eftir. Viðskiptavinir eigi þó ekki að taka eftir nokkurri breytingu, að því er fram kemur í máli forstjórans Jari Latvanen. Latvanen vill í samtali við YLE ekki gefa upp neitt um mögulega kaupendur að fasteignunum. Í kauphallartilkynningunni segir ennfremur að samið hafi verið um lægri leigu fyrir verslanir Stockmann sem reknar eru í Vantaa, Turku, Tampere og Espoo. Fjárfestar munu hafa tekið vel í fyrirhugaða endurskipulagningu, en virði bréfanna hækkuðu um 19 prósent skömmu eftir opnun markaða í morgun.
Finnland Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira