Bara væl í Jürgen Klopp að mati Jose Mourinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2020 09:00 Virgil van Dijk haltrar af velli á móti Everton með slitið krossband. Getty/Andrew Powell Jose Mourinho gerði lítið úr meiðslavandræðum Liverpool liðsins á blaðamannafundi fyrir leik liðanna í kvöld. Það eru bara ein stór meiðsli hjá Liverpool ef marka má orð Mourinho, knattspyrnustjóra Tottenham en tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar mætast á Anfield í kvöld. Mourinho hélt því fram á blaðamannafundi í gær að einu meiðslin hjá Liverpool sem væri ástæða til að ræða um væri þau hjá hollenska miðverðinum Virgil Van Dijk. Virgil Van Dijk sleit krossband í byrjun leiktíðar og spilar væntanlega ekki meira á tímabilinu. „Öll lið lenda í meiðslum við og við. Liverpool hefur ein stór meiðsli og það eru meiðsli Van Dijk,“ sagði Jose Mourinho. Jose Mourinho isn't having all this talk of an injury crisis at Liverpool #LIVTOT #LFC #THFC— BBC Sport (@BBCSport) December 16, 2020 „Meiðsli eru eðlileg. James Milner er meiddur, [Erik] Lamela er meiddur,“ sagði Mourinho. Auk meiðsla Van Dijk og Milner þá verður Jürgen Klopp án þeirra Joe Gomez, Diogo Jota, Kostas Tsimikas, Thiago Alcantara og Xherdan Shaqiri í leiknum á móti Tottenham auk þess að þeir Naby Keita og Joel Matip eru tæpir fyrir leikinn. „Ég held að Alisson sé ekki meiddur. [Trent] Alexander-Arnold er ekki meiddur. Matip, ég held að hann muni spila. Fabinho er ekki meiddur. [Andrew] Robertson er ekki meiddur. [Jordan] Henderson er ekki meiddur. [Georginio] Wijnaldum er ekki meiddur. [Mohamed] Salah er ekki meiddur, [Roberto] Firmino er ekki meiddur, [Sadio] Mane er ekki meiddur,“ taldi Jose Mourinho upp. „Van Dijk er meiddur og Van Dijk er auðvitað mjög góður leikmaður. Látið mig hins vegar fá meiðslalista Liverpool og berið hann saman við besta liðið hjá Liverpool,“ sagði Mourinho. „Ég get talið upp tíu meiðsli hjá Tottenham. Það eru tveir krakkar í sextán ára liðinu meiddur, aðrir tveir í 21 árs liðinu glíma við meiðsli sem og tveir í 23 ára liðinu. Svo eru þeir Lamela og [Japhet] Tanganga meiddir. Þarna eru við komnir með tíu manna lista,“ sagði Mourinho. „En er [Hugo] Lloris meiddur? Nei. [Toby] Alderweireld meiddur? Nei. [Eric] Dier meiddur? Nei.[Sergio] Reguilon meiddur? Nei. Harry Kane meiddur? Nei. Son [Heung-min] meiddur? Nei. Lucas [Moura] meiddur? Nei. Svo hvar eru meiðslin,“ spurði Jose Mourinho. Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Það eru bara ein stór meiðsli hjá Liverpool ef marka má orð Mourinho, knattspyrnustjóra Tottenham en tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar mætast á Anfield í kvöld. Mourinho hélt því fram á blaðamannafundi í gær að einu meiðslin hjá Liverpool sem væri ástæða til að ræða um væri þau hjá hollenska miðverðinum Virgil Van Dijk. Virgil Van Dijk sleit krossband í byrjun leiktíðar og spilar væntanlega ekki meira á tímabilinu. „Öll lið lenda í meiðslum við og við. Liverpool hefur ein stór meiðsli og það eru meiðsli Van Dijk,“ sagði Jose Mourinho. Jose Mourinho isn't having all this talk of an injury crisis at Liverpool #LIVTOT #LFC #THFC— BBC Sport (@BBCSport) December 16, 2020 „Meiðsli eru eðlileg. James Milner er meiddur, [Erik] Lamela er meiddur,“ sagði Mourinho. Auk meiðsla Van Dijk og Milner þá verður Jürgen Klopp án þeirra Joe Gomez, Diogo Jota, Kostas Tsimikas, Thiago Alcantara og Xherdan Shaqiri í leiknum á móti Tottenham auk þess að þeir Naby Keita og Joel Matip eru tæpir fyrir leikinn. „Ég held að Alisson sé ekki meiddur. [Trent] Alexander-Arnold er ekki meiddur. Matip, ég held að hann muni spila. Fabinho er ekki meiddur. [Andrew] Robertson er ekki meiddur. [Jordan] Henderson er ekki meiddur. [Georginio] Wijnaldum er ekki meiddur. [Mohamed] Salah er ekki meiddur, [Roberto] Firmino er ekki meiddur, [Sadio] Mane er ekki meiddur,“ taldi Jose Mourinho upp. „Van Dijk er meiddur og Van Dijk er auðvitað mjög góður leikmaður. Látið mig hins vegar fá meiðslalista Liverpool og berið hann saman við besta liðið hjá Liverpool,“ sagði Mourinho. „Ég get talið upp tíu meiðsli hjá Tottenham. Það eru tveir krakkar í sextán ára liðinu meiddur, aðrir tveir í 21 árs liðinu glíma við meiðsli sem og tveir í 23 ára liðinu. Svo eru þeir Lamela og [Japhet] Tanganga meiddir. Þarna eru við komnir með tíu manna lista,“ sagði Mourinho. „En er [Hugo] Lloris meiddur? Nei. [Toby] Alderweireld meiddur? Nei. [Eric] Dier meiddur? Nei.[Sergio] Reguilon meiddur? Nei. Harry Kane meiddur? Nei. Son [Heung-min] meiddur? Nei. Lucas [Moura] meiddur? Nei. Svo hvar eru meiðslin,“ spurði Jose Mourinho.
Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira