„Eins og að vera meinlaus einræðisherra í mjög litlu landi“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. desember 2020 10:00 Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir gaf út fyrir jólin bókina Grísafjörður. Vísir/Vilhelm „Mig langaði sjálfri að fara til Grísafjarðar en átti ekki fyrir því svo ég byrjaði að skrifa sögu um fólk sem fer þangað,“ segir Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir um barnabókina Grísafjörður, sem hún gaf út fyrir jólin. „Svo var ég á fundi með Önnu Leu og Dögg hjá Sölku af því að ég hirðteiknari Snuðru og Tuðru fyrir Iðunni Steinsdóttur. Ég viðraði þessa hugmynd við þær og í kjölfarið báðu þær mig um að senda kafla til sín og svo fór þetta verkefni í gang.“ Bókin er fyrsta barnabók Lóu og segir frá tvíburunum Ingu og Baldri sem lenda í einstaklega fyndnum og skemmtilegum ævintýrum. Lóa segir að það hafi verið skemmtilegt verkefni að bæði skrifa og myndskreyta sögu systkinanna. „Eins og að vera meinlaus einræðisherra í mjög litlu landi.“ Hversdagslegir áhugaverðir hlutir Bókin er skrifuð með aldurshópinn sjö til ellefu ára í huga en höfundurinn segir að fullorðnir geti haft gaman af henni líka. Lóa segir að markmiðið með bókinni sé án efa að skemmta lesandanum „og benda fólki á stórkostleg fyrirbæri sem eru til í alvörunni, meðal annars stað þar sem búa bara svín. En henni er líka ætlað að minna á hvað hversdagslegir hlutir geta verið áhugaverðir.“ Lóa segir að þetta sé skáldsaga fyrir börn með helling af litríkum myndum og svo fylgi dúkkulísur, límmiðar og póstkort. Viðbrögðin við bókinni hafa verið einstaklega góð og segir Lóa að bókin sé nánast uppseld. Úr bókinni Grísafjörður.Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir „Ég frétti af óbókelsku barni sem hámlas hana og fór svo beint í Bókatíðindi að leita sér að fleiri bókum. Tíu ára vinkonu minni fannst hún mjög skemmtileg og hrósaði henni með því að segja að hún hafi ekki farið að hugsa um eitthvað annað á meðan hún las Grísafjörð. Fullorðnir gagnrýnendur hafa líka gefið henni mjög góða dóma, fimm stjörnur og læti og svo var hún tilnefnd til Íslensku Bókmenntaverðlaunanna.“ Glæsilegt grín í Skaupinu Lóa hefur alltaf nóg af verkefnum enda fjölhæf á hinum ýmsu sviðum. Myndir sem hún hefur birt daglega á samfélagsmiðlum hafa vakið töluverða athygli. „Ég ákvað í desember 2019 að nota 2020 til að einbeita mér að myndasögunum og fannst þægilegt að brjóta það niður með því að gera eina sögu á dag og birta á Lóaboratoríum Facebookinu og Instagramminu. Ég teikna allt sem mér dettur í hug og vel nýja litapallettu fyrir hvern mánuð.“ Síðustu mánuði hefur hún einnig unnið að því skemmtilega verkefni að skrifa Skaupið og segir að vinnan hafi gengið vel, fólk megi búast við glæsilegu gríni. „Handritshöfundarnir eru löngu búnir með sína vinnu og tökur voru að klárast. Við hittumst alltaf á zoomfundum. Það voru skemmtilegustu zoomfundir sem ég hef upplifað.“ Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir gaf út fyrir jólin bókina Grísafjörður.Vísir/Vilhelm Lærði að meta hluti upp á nýtt Lóa segir að það sé erfitt að spá fyrir hvað framundan er í tónlistinni. „Það fer nú bara eftir því hvernig heimurinn þróast á næstu mánuðum. Mig hefur alltaf langað til að gera jólaplötu. Kannski er janúar góður fyrir svoleiðis vinnu.“ Þetta ár einkenndist óneitanlega af heimsfaraldrinum og hafa þessir mánuðir hjá Lóu verið upp og niður. „Neikvæða hliðin er auðvitað allar áhyggjurnar af fólkinu í kringum mig og að geta ekki spilað á tónleikum. Jákvæða hliðin er að hafa lært að meta hluti upp á nýtt. Þar má nefna rólegheit, sundlaugar, félagsskap og kyrrð,“ segir Lóa. „Gleðileg jól, takk fyrir samveruna og nýju stjórnarskrána í gagnið strax,“ segir hún svo að lokum. Börn og uppeldi Myndlist Bókaútgáfa Höfundatal Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Svo var ég á fundi með Önnu Leu og Dögg hjá Sölku af því að ég hirðteiknari Snuðru og Tuðru fyrir Iðunni Steinsdóttur. Ég viðraði þessa hugmynd við þær og í kjölfarið báðu þær mig um að senda kafla til sín og svo fór þetta verkefni í gang.“ Bókin er fyrsta barnabók Lóu og segir frá tvíburunum Ingu og Baldri sem lenda í einstaklega fyndnum og skemmtilegum ævintýrum. Lóa segir að það hafi verið skemmtilegt verkefni að bæði skrifa og myndskreyta sögu systkinanna. „Eins og að vera meinlaus einræðisherra í mjög litlu landi.“ Hversdagslegir áhugaverðir hlutir Bókin er skrifuð með aldurshópinn sjö til ellefu ára í huga en höfundurinn segir að fullorðnir geti haft gaman af henni líka. Lóa segir að markmiðið með bókinni sé án efa að skemmta lesandanum „og benda fólki á stórkostleg fyrirbæri sem eru til í alvörunni, meðal annars stað þar sem búa bara svín. En henni er líka ætlað að minna á hvað hversdagslegir hlutir geta verið áhugaverðir.“ Lóa segir að þetta sé skáldsaga fyrir börn með helling af litríkum myndum og svo fylgi dúkkulísur, límmiðar og póstkort. Viðbrögðin við bókinni hafa verið einstaklega góð og segir Lóa að bókin sé nánast uppseld. Úr bókinni Grísafjörður.Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir „Ég frétti af óbókelsku barni sem hámlas hana og fór svo beint í Bókatíðindi að leita sér að fleiri bókum. Tíu ára vinkonu minni fannst hún mjög skemmtileg og hrósaði henni með því að segja að hún hafi ekki farið að hugsa um eitthvað annað á meðan hún las Grísafjörð. Fullorðnir gagnrýnendur hafa líka gefið henni mjög góða dóma, fimm stjörnur og læti og svo var hún tilnefnd til Íslensku Bókmenntaverðlaunanna.“ Glæsilegt grín í Skaupinu Lóa hefur alltaf nóg af verkefnum enda fjölhæf á hinum ýmsu sviðum. Myndir sem hún hefur birt daglega á samfélagsmiðlum hafa vakið töluverða athygli. „Ég ákvað í desember 2019 að nota 2020 til að einbeita mér að myndasögunum og fannst þægilegt að brjóta það niður með því að gera eina sögu á dag og birta á Lóaboratoríum Facebookinu og Instagramminu. Ég teikna allt sem mér dettur í hug og vel nýja litapallettu fyrir hvern mánuð.“ Síðustu mánuði hefur hún einnig unnið að því skemmtilega verkefni að skrifa Skaupið og segir að vinnan hafi gengið vel, fólk megi búast við glæsilegu gríni. „Handritshöfundarnir eru löngu búnir með sína vinnu og tökur voru að klárast. Við hittumst alltaf á zoomfundum. Það voru skemmtilegustu zoomfundir sem ég hef upplifað.“ Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir gaf út fyrir jólin bókina Grísafjörður.Vísir/Vilhelm Lærði að meta hluti upp á nýtt Lóa segir að það sé erfitt að spá fyrir hvað framundan er í tónlistinni. „Það fer nú bara eftir því hvernig heimurinn þróast á næstu mánuðum. Mig hefur alltaf langað til að gera jólaplötu. Kannski er janúar góður fyrir svoleiðis vinnu.“ Þetta ár einkenndist óneitanlega af heimsfaraldrinum og hafa þessir mánuðir hjá Lóu verið upp og niður. „Neikvæða hliðin er auðvitað allar áhyggjurnar af fólkinu í kringum mig og að geta ekki spilað á tónleikum. Jákvæða hliðin er að hafa lært að meta hluti upp á nýtt. Þar má nefna rólegheit, sundlaugar, félagsskap og kyrrð,“ segir Lóa. „Gleðileg jól, takk fyrir samveruna og nýju stjórnarskrána í gagnið strax,“ segir hún svo að lokum.
Börn og uppeldi Myndlist Bókaútgáfa Höfundatal Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira