Hann var markahæsti leikmaður PAUC Aix þegar liðið vann öruggan fimm marka sigur, 32-27, á botnlið Tremblay í kvöld.
Kristján Örn skoraði átta mörk úr tólf skotum og var í lykilhlutverki í sóknarleik liðsins.
PAUC Aix er í 3.sæti frönsku deildarinnar en stórskotalið PSG trónir taplaust á toppi deildarinnar. Kristján og félagar aðeins tapað einum leik á tímabilinu en eru þó átta stigum á eftir PSG en eiga þrjá leiki til góða.
Kristján er markahæsti leikmaður PAUC Aix á tímabilinu og í sextánda sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar þó lið hans hafi leikið þremur leikjum færra en flest lið.