Sheffield United var nálægt því að vinna sterkan útisigur á Brighton í fyrsta leik dagsins sem lauk nú rétt í þessu en allt kom fyrir ekki.
Botnliðið lék reyndar manni færri allan síðari hálfleikinn þar sem John Lundstram fékk að líta rauða spjaldið seint í fyrri hálfleik en þá var staðan markalaus.
Einum færri tókst Sheffield mönnum að ná forystunni þegar Jayden Bogle skoraði eftir rúmlega klukkutíma leik.
Gestunum hélst forystan allt þar til á 87.mínútu þegar Danny Welbeck jafnaði metin fyrir Brighton. 1-1 lokatölur og Sheffield enn án sigurs á botni deildarinnar.