Ein af stjörnum norska liðsins grét eftir að gullið var í höfn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2020 08:00 Camilla Herrem og Stine Bredal Oftedal lyfta hér EM-bikarnum við mikinn fögnuð liðsfélaga sinna. EPA-EFE/HENNING BAGGER Camilla Herrem hefur verið í öllum meistaraliðum Þóris Hergeirssonar og fór á kostum á Evrópumótinu í ár. Viðbrögð hennar í verðlaunaafhendingunni vöktu athygli. Ein stærsta stjarnan í norska kvennalandsliðinu gat ekki haldið aftur af tárunum eftir að hafa tekið á móti Evrópumeistararbikarnum ásamt fyrirliðanum Stine Bredal Oftedal. Á meðan allar landsliðskonur Noregs brostu út að eyrum með gullið um hálsinn þá mátti sjá tárin renna hjá vinstri hornamanninum Camilla Herrem. Camilla Herrem, sem er orðin 34 ára gömul og hefur spilað með landsliðinu frá árinu 2006, var spurð út í tárin á blaðamannafundi eftir leikinn. Man lander liksom ikke etter enn sånn idrettsprestasjon som de norske jente leverer i dag og ta en spiller som @CamillaHerrem da som nå har tatt 8 gull på 10 finaler - er jo helt vilt også må vi takke @ViaplayDaniel for en nydelig formidling av håndballen nok et mesterskap — Tobias Løke (@TobiasLke1) December 20, 2020 „Ég ætla að reyna að gráta ekki en það verður erfitt,“ sagði Camilla Herrem áður en hún útskýrði tárin. TV2 sagði frá. „Tárin voru vegna föður míns sem ég missti fyrir tveimur árum síðan. Hann hafði komið á öll stórmótin mín. Ég hugsaði til hans og hvað hann hefði verið stoltur af mér og liðinu mínu,“ sagði Herrem. Faðir hennar hét Carl Otto Herrem og lést 63 ára að aldri í febrúar á síðasta ári. Camilla Herrem hefur verið með í öllum sjö meistaraliðum norska kvennalandsliðsins í handbolta undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Hún var valin í úrvalslið EM í ár og var það í fjórða sinn sem hún komst í úrvalslið á stórmóti. Here they are - the #ehfeuro2020 All-star Team! #handballispassion pic.twitter.com/p1bBvHPAq3— EHF EURO (@EHFEURO) December 20, 2020 Camilla Herrem endaði sem fimmti markahæsti leikmaður Evrópumótsins í ár með 33 mörk í 8 leikjum. Herrmen nýtti sjötíu prósent skota sinna og það var aðeins einn leikmaður á öllu mótinu sem skoraði fleiri mörk utan af velli en hún. Camilla Herrem er mikil hraðaupphlaupsmanneskja en 21 af 33 mörkum hennar komu úr hraðaupphlaupum eða 2,6 að meðaltali í leik. Ingen gull uten at @CamillaHerrem synger Tore Tang for full hals? https://t.co/ZUGpT2bFaU— TV 2 Sporten (@2sporten) December 20, 2020 EM 2020 í handbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Sjá meira
Ein stærsta stjarnan í norska kvennalandsliðinu gat ekki haldið aftur af tárunum eftir að hafa tekið á móti Evrópumeistararbikarnum ásamt fyrirliðanum Stine Bredal Oftedal. Á meðan allar landsliðskonur Noregs brostu út að eyrum með gullið um hálsinn þá mátti sjá tárin renna hjá vinstri hornamanninum Camilla Herrem. Camilla Herrem, sem er orðin 34 ára gömul og hefur spilað með landsliðinu frá árinu 2006, var spurð út í tárin á blaðamannafundi eftir leikinn. Man lander liksom ikke etter enn sånn idrettsprestasjon som de norske jente leverer i dag og ta en spiller som @CamillaHerrem da som nå har tatt 8 gull på 10 finaler - er jo helt vilt også må vi takke @ViaplayDaniel for en nydelig formidling av håndballen nok et mesterskap — Tobias Løke (@TobiasLke1) December 20, 2020 „Ég ætla að reyna að gráta ekki en það verður erfitt,“ sagði Camilla Herrem áður en hún útskýrði tárin. TV2 sagði frá. „Tárin voru vegna föður míns sem ég missti fyrir tveimur árum síðan. Hann hafði komið á öll stórmótin mín. Ég hugsaði til hans og hvað hann hefði verið stoltur af mér og liðinu mínu,“ sagði Herrem. Faðir hennar hét Carl Otto Herrem og lést 63 ára að aldri í febrúar á síðasta ári. Camilla Herrem hefur verið með í öllum sjö meistaraliðum norska kvennalandsliðsins í handbolta undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Hún var valin í úrvalslið EM í ár og var það í fjórða sinn sem hún komst í úrvalslið á stórmóti. Here they are - the #ehfeuro2020 All-star Team! #handballispassion pic.twitter.com/p1bBvHPAq3— EHF EURO (@EHFEURO) December 20, 2020 Camilla Herrem endaði sem fimmti markahæsti leikmaður Evrópumótsins í ár með 33 mörk í 8 leikjum. Herrmen nýtti sjötíu prósent skota sinna og það var aðeins einn leikmaður á öllu mótinu sem skoraði fleiri mörk utan af velli en hún. Camilla Herrem er mikil hraðaupphlaupsmanneskja en 21 af 33 mörkum hennar komu úr hraðaupphlaupum eða 2,6 að meðaltali í leik. Ingen gull uten at @CamillaHerrem synger Tore Tang for full hals? https://t.co/ZUGpT2bFaU— TV 2 Sporten (@2sporten) December 20, 2020
EM 2020 í handbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Sjá meira