Mo Salah svaraði með einu stóru brosi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2020 11:30 Mohamed Salah hefur skorað mest allra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. EPA-EFE/Shaun Botterill Mohamed Salah hefur svarað nýjustu vangaveltunum um framtíð hans á Anfield og notaði hann samfélagsmiðla sína til þess. Framherji Liverpool hefur raðað inn mörkum fyrir efsta lið ensku úrvalsdeildarinnar en hann átti að vera ósáttur með lífið í Bítlaborginni. Svar Mohamed Salah við nýjustu fréttunum um sig var einfalt en um leið mjög táknrænt. Vinur Mohamed Salah úr egypska landsliðinu veitti viðtal á dögunum þar sem hann ræddi um Mohamed Salah og þá staðreynd hversu óánægður Salah væri hjá Liverpool. Salah átti meðal annars að hafa orðið reiður yfir því að fá ekki fyrirliðabandið á móti danska félaginu Midtjylland í Meistaradeildinni. Surely not Mohamed Salah's former international team-mate, Mohamed Aboutrika, thinks Liverpool are considering selling him. pic.twitter.com/0cDXrSqCjI— Goal (@goal) December 20, 2020 Umræddur vinur Salah og fyrrum liðsfélagi heitir Mohamed Aboutrika og hann sagði að það væru margar ástæður fyrir óánægju Salah hjá Liverpool og ennfremur að hann væri viss um að Liverpool myndi reynda að selja hann. Það er ekki hægt að túlka nýjustu færslu Mohamed Salah á samfélagsmiðlum sem annað en svar við þessum fréttum um meinta óánægju hans hjá Liverpool. Mohamed Salah birti þar mynd af sér skælbrosandi. Það er ekki oft sem við sjáum Egyptan svona sáttan með lífið og tilveruna. pic.twitter.com/BSF9qM5gsd— Mohamed Salah (@MoSalah) December 21, 2020 Mohamed Salah hefur líka yfir mörgu að gleðjast því hann er kominn með tveggja marka forskot á listanum yfir markahæstu menn eftir tvö mörk á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Liverpool liðið er líka með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar þegar jólahátíðin rennur í garð og auk þess komið áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Mohamed Salah hefur skorað 13 mörk í 13 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og er að skora á 83 mínútna fresti í þessum leikjum. Hann er með 5 mörk og 3 stoðsendingar í 5 leikjum síðan að hann snéri aftur eftir að hafa fengið kórónuveiruna í Egyptalandi í landsleikjaglugganum. Enski boltinn Tengdar fréttir Vinur Mo Salah segir hann ósáttan og heldur að Liverpool selji hann Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og Mohamed Salah er markahæsti leikmaður deildarinnar. Egyptinn er samt ekki ánægður hjá Liverpool ef marka má orð vinar hans. 21. desember 2020 09:16 Salah fljótastur og markahæstur hjá Liverpool í Meistaradeildinni Mohamed Salah skráði sig í sögubækurnar er hann kom Liverpool er liðið mætti Midtjylland frá Danmörku á útivelli í Meistaradeildinni í gærkvöld. Markið dugði þó ekki til sigurs þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli. 10. desember 2020 13:00 Salah búinn að ná Cristiano Ronaldo Mohamed Salah skoraði fyrsta mark Liverpool í 4-0 sigrinum á Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni í gær og er þar með búinn að skora 84 mörk í ensku úrvalsdeildinni. 7. desember 2020 14:01 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Sjá meira
Framherji Liverpool hefur raðað inn mörkum fyrir efsta lið ensku úrvalsdeildarinnar en hann átti að vera ósáttur með lífið í Bítlaborginni. Svar Mohamed Salah við nýjustu fréttunum um sig var einfalt en um leið mjög táknrænt. Vinur Mohamed Salah úr egypska landsliðinu veitti viðtal á dögunum þar sem hann ræddi um Mohamed Salah og þá staðreynd hversu óánægður Salah væri hjá Liverpool. Salah átti meðal annars að hafa orðið reiður yfir því að fá ekki fyrirliðabandið á móti danska félaginu Midtjylland í Meistaradeildinni. Surely not Mohamed Salah's former international team-mate, Mohamed Aboutrika, thinks Liverpool are considering selling him. pic.twitter.com/0cDXrSqCjI— Goal (@goal) December 20, 2020 Umræddur vinur Salah og fyrrum liðsfélagi heitir Mohamed Aboutrika og hann sagði að það væru margar ástæður fyrir óánægju Salah hjá Liverpool og ennfremur að hann væri viss um að Liverpool myndi reynda að selja hann. Það er ekki hægt að túlka nýjustu færslu Mohamed Salah á samfélagsmiðlum sem annað en svar við þessum fréttum um meinta óánægju hans hjá Liverpool. Mohamed Salah birti þar mynd af sér skælbrosandi. Það er ekki oft sem við sjáum Egyptan svona sáttan með lífið og tilveruna. pic.twitter.com/BSF9qM5gsd— Mohamed Salah (@MoSalah) December 21, 2020 Mohamed Salah hefur líka yfir mörgu að gleðjast því hann er kominn með tveggja marka forskot á listanum yfir markahæstu menn eftir tvö mörk á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Liverpool liðið er líka með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar þegar jólahátíðin rennur í garð og auk þess komið áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Mohamed Salah hefur skorað 13 mörk í 13 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og er að skora á 83 mínútna fresti í þessum leikjum. Hann er með 5 mörk og 3 stoðsendingar í 5 leikjum síðan að hann snéri aftur eftir að hafa fengið kórónuveiruna í Egyptalandi í landsleikjaglugganum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Vinur Mo Salah segir hann ósáttan og heldur að Liverpool selji hann Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og Mohamed Salah er markahæsti leikmaður deildarinnar. Egyptinn er samt ekki ánægður hjá Liverpool ef marka má orð vinar hans. 21. desember 2020 09:16 Salah fljótastur og markahæstur hjá Liverpool í Meistaradeildinni Mohamed Salah skráði sig í sögubækurnar er hann kom Liverpool er liðið mætti Midtjylland frá Danmörku á útivelli í Meistaradeildinni í gærkvöld. Markið dugði þó ekki til sigurs þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli. 10. desember 2020 13:00 Salah búinn að ná Cristiano Ronaldo Mohamed Salah skoraði fyrsta mark Liverpool í 4-0 sigrinum á Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni í gær og er þar með búinn að skora 84 mörk í ensku úrvalsdeildinni. 7. desember 2020 14:01 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Sjá meira
Vinur Mo Salah segir hann ósáttan og heldur að Liverpool selji hann Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og Mohamed Salah er markahæsti leikmaður deildarinnar. Egyptinn er samt ekki ánægður hjá Liverpool ef marka má orð vinar hans. 21. desember 2020 09:16
Salah fljótastur og markahæstur hjá Liverpool í Meistaradeildinni Mohamed Salah skráði sig í sögubækurnar er hann kom Liverpool er liðið mætti Midtjylland frá Danmörku á útivelli í Meistaradeildinni í gærkvöld. Markið dugði þó ekki til sigurs þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli. 10. desember 2020 13:00
Salah búinn að ná Cristiano Ronaldo Mohamed Salah skoraði fyrsta mark Liverpool í 4-0 sigrinum á Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni í gær og er þar með búinn að skora 84 mörk í ensku úrvalsdeildinni. 7. desember 2020 14:01
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti