Man. City, ríkjandi deildarbikarmeistarar, eru komnir áfram í undanúrslitin eftir 4-1 sigur á Arsenal á Emirates í gær.
Mahrez skoraði annað mark City á 55. mínútu eftir að Gabriel Jesus og Alexandre Lacazette höfðu skorað sitt hvort markið.
Mark Alsíringsins kom úr aukaspyrnu en íslenski landsliðsmarkvörðurinn leit ekki vel út í markinu. Staðsetning Rúnars kom Mahrez á óvart.
Manchester City kept their Carabao Cup defence firmly on track after easing past Arsenal with a 4-1 victory at the Emirates Stadium to book their place in the semi-finals.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 22, 2020
Match report and highlights
„Ég var undrandi yfir staðsetningunni hans. Hann var svo nálægt stönginni og sem betur fer greip hann ekki boltann almennilega, sem var gott fyrir okkur,“ sagði Mahrez í samtali við Sky Sports.
„Þetta var fín frammistaða. Við byrjuðum vel en svo jöfnuðu þeir. Við vorum heppnir með aukaspyrnumarkið og eftir það skoruðum við þriðja markið. Þá varð þetta auðveldara fyrir okkur.“
Man. City mætir Newcastle á heimavelli í úrvalsdeildinni á laugardaginn á meðan Arsenal spilar við Chelsea, einnig á heimavelli.

Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.