Stöð 2 Sport velur lið áratugarins í sex þáttum milli jóla og nýárs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. desember 2020 10:00 Valur er eitt af liðunum þremur sem varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari á síðasta áratug. Hin eru KR og FH. Vísir/Bára Bestu leikmenn og besti þjálfari Pepsi og Pepsi Max deilda karla í fótbolta á árunum 2010 til 2020 verða kynntir til leiks á Stöð 2 Sport yfir hátíðirnar. Annar áratugur 21. aldarinnar rennur sitt skeið um næstu áramót og við það tilefni hefur Stöð 2 Sport ákveðið að setja saman úrvalslið áratugarins í efstu deild karla í knattspyrnu. Lið áratugarins 2010 til 2020 var valið af Stöð 2 Sport en sérfræðingarnir Tómas Þór Þórðarson, Reynir Leósson, Sigurvin Ólafsson og Logi Ólafsson munu síðan segja sitt álit á þeim leikmönnum sem urðu fyrir valinu. Leikmennirnir sem hafa verið valdir í þetta úrvalslið mæta einnig í viðtal í þáttunum og fara þar yfir þennan áratug á fótboltaferli sínum. Garðar Örn Arnarson leikstýrir þáttunum sem verða sex talsins en í hverjum þætti verða tveir meðlimir úrvalsliðsins kynntir til leiks. Þetta eru ellefu byrjunarliðsmenn og einn þjálfari. Á árunum 2010 til 2020 urðu fimm félög Íslandsmeistarar. FH (20112, 2015, 2016), KR (2011, 2013, 2019) og Valur (2017, 2018, 2020) unnu öll þrjá meistaratitla en Breiðablik (2010) og Stjarnan (2014) náðu einnig að fagna Íslandsmeistaratitlinum. Blikar höfðu aldrei unnið titilinn þegar Breiðablik vann 2010 og sömu sögu er að segja af Stjörnumönnum fjórum árum síðar. KR var ekki búið að vinna í átta ár þegar Íslandsmeistaratitilinn kom aftur í Vesturbæinn árið 2011 og Valsmenn höfðu ekki unnið í heilan áratug þegar titilinn kom á Hlíðarenda árið 2017. FH hélt áfram góðu gengi sínum á fyrsta áratug nýrrar aldar. FH-ingar unnu ekki aðeins þrjá Íslandsmeistaratitla á þessum áratug heldur endaði Hafnarfjarðarliðið einnig fimm sinnum í öðru sætið, síðast í sumar. Blikar urðu líka fjórum sinnum í öðru sæti á þessum árum. Þættirnir um Lið áratugarins eru sex talsins og verða sýndir á hverju kvöldi á Stöð 2 Sport. Fyrsti þátturinn er í kvöld, 25. desember, klukkan 19.30 en sá síðasti er að kvöldi 30. desember. Hér fyrir neðan má sjá stiklu þáttarins. Klippa: Lið áratugarsins - stikla Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Annar áratugur 21. aldarinnar rennur sitt skeið um næstu áramót og við það tilefni hefur Stöð 2 Sport ákveðið að setja saman úrvalslið áratugarins í efstu deild karla í knattspyrnu. Lið áratugarins 2010 til 2020 var valið af Stöð 2 Sport en sérfræðingarnir Tómas Þór Þórðarson, Reynir Leósson, Sigurvin Ólafsson og Logi Ólafsson munu síðan segja sitt álit á þeim leikmönnum sem urðu fyrir valinu. Leikmennirnir sem hafa verið valdir í þetta úrvalslið mæta einnig í viðtal í þáttunum og fara þar yfir þennan áratug á fótboltaferli sínum. Garðar Örn Arnarson leikstýrir þáttunum sem verða sex talsins en í hverjum þætti verða tveir meðlimir úrvalsliðsins kynntir til leiks. Þetta eru ellefu byrjunarliðsmenn og einn þjálfari. Á árunum 2010 til 2020 urðu fimm félög Íslandsmeistarar. FH (20112, 2015, 2016), KR (2011, 2013, 2019) og Valur (2017, 2018, 2020) unnu öll þrjá meistaratitla en Breiðablik (2010) og Stjarnan (2014) náðu einnig að fagna Íslandsmeistaratitlinum. Blikar höfðu aldrei unnið titilinn þegar Breiðablik vann 2010 og sömu sögu er að segja af Stjörnumönnum fjórum árum síðar. KR var ekki búið að vinna í átta ár þegar Íslandsmeistaratitilinn kom aftur í Vesturbæinn árið 2011 og Valsmenn höfðu ekki unnið í heilan áratug þegar titilinn kom á Hlíðarenda árið 2017. FH hélt áfram góðu gengi sínum á fyrsta áratug nýrrar aldar. FH-ingar unnu ekki aðeins þrjá Íslandsmeistaratitla á þessum áratug heldur endaði Hafnarfjarðarliðið einnig fimm sinnum í öðru sætið, síðast í sumar. Blikar urðu líka fjórum sinnum í öðru sæti á þessum árum. Þættirnir um Lið áratugarins eru sex talsins og verða sýndir á hverju kvöldi á Stöð 2 Sport. Fyrsti þátturinn er í kvöld, 25. desember, klukkan 19.30 en sá síðasti er að kvöldi 30. desember. Hér fyrir neðan má sjá stiklu þáttarins. Klippa: Lið áratugarsins - stikla
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira