Stærsti olíufundur ársins jólagjöfin til Norðmanna Kristján Már Unnarsson skrifar 23. desember 2020 15:29 Áhöfn borpallsins Leifs Eiríkssonar fann olíuna skammt frá vinnslusvæðinu Heiðrúnu. Wikimedia/Ulrich Latzenhofer Bandaríska olíufélagið ConocoPhillips tilkynnti í gær um „verulegan olíufund“ í Noregshafi. Olíulindin er áætluð á bilinu 75 til 200 milljónir olíutunna og telst vera stærsti olíufundur ársins á landgrunni Noregs. Það var borpallurinn Leiv Eiriksson sem boraði holuna um 23 kílómetra norður af olíu- og gasvinnslusvæðinu Heiðrúnu og 220 kílómetra vestur af bænum Brønnøysund. Hafsbotninn þar er á 355 metra dýpi en borað var niður á 2.200 metra dýpi. Heiðrúnarsvæðið er 175 kílómetra norður af Kristiansund. Olía fannst þar fyrst árið 1985 og hófst olíu- og gasvinnsla þar árið 1995. Olíu- og gasvinnslupallurinn Heiðrún.HARALD PETTERSEN/EQUINOR „Þessi uppgötvun gæti stuðlað að því að framhald verði á meira en hálfrar aldar sögu okkar í Noregi,“ segir talsmaður ConocoPhillips í yfirlýsingu og vísar til þess að það var einmitt sama olíufélag sem tilkynnti norskum stjórnvöldum um olíufund á Ekofisk-svæðinu á Þorláksmessu árið 1969. Það var jólagjöf Norðmanna það árið og markaði upphafið að norska olíuævintýrinu, sem enn sér ekki fyrir endann á. ConocoPhillips telur að félagið geti náð að vinna nýju olíulindina með mjög arðbærum hætti. Lágt jafnvægisverð olíu þurfi svo vinnsla hennar borgi sig. Fram kemur í tilkynningunni að þetta sé fjórða velheppnaða leitarborun félagsins á norska landgrunninu á síðustu sextán mánuðum. Hálfrar aldar saga olíuævintýris Norðmanna var rifjuð upp í þessari frétt í fyrra: Noregur Bensín og olía Tengdar fréttir Olíuborun Norðmanna stangast ekki á við stjórnarskrá Norska ríkið braut ekki gegn stjórnarskrá landsins þegar heimilað var að ráðast í olíuborun á norðurslóðum. Hæstiréttur Noregs kvað í morgun upp sinn dóm í málinu sem umhverfisverndarsinnar hafa kallað „dómsmál aldarinnar“. 22. desember 2020 11:41 Nýjustu olíulindir taldar tryggja auðlegð Noregs næstu áratugi Norðmenn hófu um helgina að dæla olíu upp af Johan Sverdrup-svæðinu, en þar eru einhverjar verðmætustu olíulindir sem fundist hafa í lögsögu Noregs. 7. október 2019 20:27 Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Það var borpallurinn Leiv Eiriksson sem boraði holuna um 23 kílómetra norður af olíu- og gasvinnslusvæðinu Heiðrúnu og 220 kílómetra vestur af bænum Brønnøysund. Hafsbotninn þar er á 355 metra dýpi en borað var niður á 2.200 metra dýpi. Heiðrúnarsvæðið er 175 kílómetra norður af Kristiansund. Olía fannst þar fyrst árið 1985 og hófst olíu- og gasvinnsla þar árið 1995. Olíu- og gasvinnslupallurinn Heiðrún.HARALD PETTERSEN/EQUINOR „Þessi uppgötvun gæti stuðlað að því að framhald verði á meira en hálfrar aldar sögu okkar í Noregi,“ segir talsmaður ConocoPhillips í yfirlýsingu og vísar til þess að það var einmitt sama olíufélag sem tilkynnti norskum stjórnvöldum um olíufund á Ekofisk-svæðinu á Þorláksmessu árið 1969. Það var jólagjöf Norðmanna það árið og markaði upphafið að norska olíuævintýrinu, sem enn sér ekki fyrir endann á. ConocoPhillips telur að félagið geti náð að vinna nýju olíulindina með mjög arðbærum hætti. Lágt jafnvægisverð olíu þurfi svo vinnsla hennar borgi sig. Fram kemur í tilkynningunni að þetta sé fjórða velheppnaða leitarborun félagsins á norska landgrunninu á síðustu sextán mánuðum. Hálfrar aldar saga olíuævintýris Norðmanna var rifjuð upp í þessari frétt í fyrra:
Noregur Bensín og olía Tengdar fréttir Olíuborun Norðmanna stangast ekki á við stjórnarskrá Norska ríkið braut ekki gegn stjórnarskrá landsins þegar heimilað var að ráðast í olíuborun á norðurslóðum. Hæstiréttur Noregs kvað í morgun upp sinn dóm í málinu sem umhverfisverndarsinnar hafa kallað „dómsmál aldarinnar“. 22. desember 2020 11:41 Nýjustu olíulindir taldar tryggja auðlegð Noregs næstu áratugi Norðmenn hófu um helgina að dæla olíu upp af Johan Sverdrup-svæðinu, en þar eru einhverjar verðmætustu olíulindir sem fundist hafa í lögsögu Noregs. 7. október 2019 20:27 Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Olíuborun Norðmanna stangast ekki á við stjórnarskrá Norska ríkið braut ekki gegn stjórnarskrá landsins þegar heimilað var að ráðast í olíuborun á norðurslóðum. Hæstiréttur Noregs kvað í morgun upp sinn dóm í málinu sem umhverfisverndarsinnar hafa kallað „dómsmál aldarinnar“. 22. desember 2020 11:41
Nýjustu olíulindir taldar tryggja auðlegð Noregs næstu áratugi Norðmenn hófu um helgina að dæla olíu upp af Johan Sverdrup-svæðinu, en þar eru einhverjar verðmætustu olíulindir sem fundist hafa í lögsögu Noregs. 7. október 2019 20:27
Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15