Sigur liðsins á Everton í deildabikarnum í gær var þrettándi sigurinn í röð á útivelli gegn ensku úrvalsdeilarliði í öllum keppnum, sem er félagsmet. Liðið hefur unnið alla sex útileiki sína í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili auk þess að vinna síðustu fjóra útileikina í deildinni í fyrra.
Þá er liðið búið að vinna Everton og Brighton í deildarbikarnum á þessari leiktíð auk þess að vinna Norwich á útivelli í FA-bikarnum í sumar.
13 - Manchester United have won 13 consecutive away matches against English top-flight opponents, the longest run in the club's history. Personality. #EVEMUN
— OptaJoe (@OptaJoe) December 23, 2020
Það er spurning hvort sigurganga United á útivöllum haldi áfram á laugardaginn þegar liðið fer í heimsókn til Leicester, í sannkölluðum toppslag. Næsti útileikur liðsins eftir það er síðan á móti Englandsmeisturum Liverpool.