Gætu drepið grasið á Laugardalsvelli ef pulsan væri tekin af núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2020 12:30 Grasið á Laugardalsvellinum er farið að grænka undir hitatjaldinu. Mynd/Instagram/laugardalsvollur Það er nánast orðið öruggt að leikur Íslands og Rúmeníu í umspili um sæti á EM fer ekki fram 26. mars næstkomandi en enginn veit þó hvenær hann verður spilaður. Knattspyrnusamband Evrópu mun ákveða framhaldið á morgun og þá þurfa Knattspyrnusamband Íslands og starfsmenn Laugardalsvallar væntanlega að skipuleggja sig upp á nýtt. Hitapulsan er búin að vera á Laugardalsvellinum í að verða tvær vikur og átti að vera á vellinum fram að leik. Stóra spurningin er hvað verður um hitatjaldið nú þegar það stefnir í að það verði enginn leikur á Laugardalsvellinum í mars. View this post on Instagram Við höldum áfram þangað til annað kemur í ljós - we keep on going until we get new informations A post shared by Laugardalsvöllur (@laugardalsvollur) on Mar 14, 2020 at 8:58am PDT Pulsan hefur skapað vor og sumaraðstæður fyrir grasið og það hefur tekið vel við sér þessa daga síðan hitatjaldið var sett upp. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti það við Fótbolta.net í dag að hitapulsan og starfsmenn sem henni fylgja, verði á Íslandi til 26. mars þegar áætlaður leikdagur er. „Við erum búin að borga fyrir þessa leigu. Fræðingar okkar munu fara yfir það hvernig er best að gera þetta og vernda völlinn. Ef við myndum stoppa allar aðgerðir strax þá myndum við væntanlega drepa grasið. Með aðgerðarplani og með því að nýta pulsuna út leigutímann þá mun okkur takast að koma í veg fyrir það að hún skemmist eða bíði skaða af," sagði Klara við fótbolta.net. Í dag eru tíu dagar í leikdaginn og því verður hitapulsan í eina og hálfa viku til viðbótar á vellinum. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Sjá meira
Það er nánast orðið öruggt að leikur Íslands og Rúmeníu í umspili um sæti á EM fer ekki fram 26. mars næstkomandi en enginn veit þó hvenær hann verður spilaður. Knattspyrnusamband Evrópu mun ákveða framhaldið á morgun og þá þurfa Knattspyrnusamband Íslands og starfsmenn Laugardalsvallar væntanlega að skipuleggja sig upp á nýtt. Hitapulsan er búin að vera á Laugardalsvellinum í að verða tvær vikur og átti að vera á vellinum fram að leik. Stóra spurningin er hvað verður um hitatjaldið nú þegar það stefnir í að það verði enginn leikur á Laugardalsvellinum í mars. View this post on Instagram Við höldum áfram þangað til annað kemur í ljós - we keep on going until we get new informations A post shared by Laugardalsvöllur (@laugardalsvollur) on Mar 14, 2020 at 8:58am PDT Pulsan hefur skapað vor og sumaraðstæður fyrir grasið og það hefur tekið vel við sér þessa daga síðan hitatjaldið var sett upp. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti það við Fótbolta.net í dag að hitapulsan og starfsmenn sem henni fylgja, verði á Íslandi til 26. mars þegar áætlaður leikdagur er. „Við erum búin að borga fyrir þessa leigu. Fræðingar okkar munu fara yfir það hvernig er best að gera þetta og vernda völlinn. Ef við myndum stoppa allar aðgerðir strax þá myndum við væntanlega drepa grasið. Með aðgerðarplani og með því að nýta pulsuna út leigutímann þá mun okkur takast að koma í veg fyrir það að hún skemmist eða bíði skaða af," sagði Klara við fótbolta.net. Í dag eru tíu dagar í leikdaginn og því verður hitapulsan í eina og hálfa viku til viðbótar á vellinum.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Sjá meira