„Lampard þarf að fara að vinna leiki annars gæti þetta endað illa“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2020 08:00 Það er þungt yfir Frank Lampard, knattspyrnustjóra Chelsea, þessa dagana. Getty/John Walton Það er basl á Chelsea liðinu þessa dagana enda hefur liðið aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum. Fyrir vikið er farið að hitna vel undir knattspyrnustjóranum Frank Lampard. Chelsea komst í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar 5. desember síðastliðinn og það leit út fyrir að Frank Lampard væri búinn að setja saman lið sem væri klárt í titilbaráttu í vetur. Síðan þá hefur Chelsea aðeins náð í fjögur stig af fimmtán mögulegum og er nú dottið niður í sjötta sæti deildarinnar eftir 1-1 jafntefli á móti Aston Villa í gær. Chris Sutton, knattspyrnuspekingur á breska ríkisútvarpinu, hefur smá áhyggjur af framtíð Lampard takist honum ekki að fljótlega að snúa þessu gengi við. Frank Lampard's situation at Chelsea could "turn ugly" if they do not go on a winning run soon, says Chris Sutton.More: https://t.co/HcSfViI2db pic.twitter.com/YqKru9AOGG— BBC Sport (@BBCSport) December 28, 2020 „Eins og er þá eru þeir að fara í gegnum krísu því liðið er ekki að spila eins vel og það getur,“ sagði Chris Sutton á BBC Radio 5 Live. „Þeir eru flatir og nú þarf Frank nauðsynlega að fara að vinna leiki sem fyrst því annars gæti þetta endað illa hjá honum,“ sagði Sutton. Chelsea náði fjórða sætinu á fyrsta tímabili Lampard en þá gat félagið ekki keypt neinn leikmann og það þótti afrek fyrir hann að koma liðinu í Meistaradeildina. Nú er hann aftur á móti að koma inn í tímabil eftir að hafa keypt leikmenn fyrir meira en tvö hundruð milljónir punda, leikmenn eins og Hakim Ziyech, Timo Werner, Kai Havertz, Ben Chilwell og Edouard Mendy. „Hvort sem honum líkar það betur eða verr þá er þetta allt annað tímabil fyrir Frank. Pressan er á honum og hann er búinn að eyða miklum pening. Nú mun pressan bara aukast,“ sagði Sutton. „Ég vil ekki dæma Chelsea of snemma því með þremur sigurleikjum í röð þá væri liðið aftur komið upp í annað sætið og við gætum farið að velta því fyrir okkur hvort að Chelsea gæti orðið meistari. Ég held samt að Chelsea geti ekki orðið meistari. Þeir þurfa aftur á móti að fara finna taktinn sem fyrst,“ sagði Chris Sutton. Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira
Chelsea komst í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar 5. desember síðastliðinn og það leit út fyrir að Frank Lampard væri búinn að setja saman lið sem væri klárt í titilbaráttu í vetur. Síðan þá hefur Chelsea aðeins náð í fjögur stig af fimmtán mögulegum og er nú dottið niður í sjötta sæti deildarinnar eftir 1-1 jafntefli á móti Aston Villa í gær. Chris Sutton, knattspyrnuspekingur á breska ríkisútvarpinu, hefur smá áhyggjur af framtíð Lampard takist honum ekki að fljótlega að snúa þessu gengi við. Frank Lampard's situation at Chelsea could "turn ugly" if they do not go on a winning run soon, says Chris Sutton.More: https://t.co/HcSfViI2db pic.twitter.com/YqKru9AOGG— BBC Sport (@BBCSport) December 28, 2020 „Eins og er þá eru þeir að fara í gegnum krísu því liðið er ekki að spila eins vel og það getur,“ sagði Chris Sutton á BBC Radio 5 Live. „Þeir eru flatir og nú þarf Frank nauðsynlega að fara að vinna leiki sem fyrst því annars gæti þetta endað illa hjá honum,“ sagði Sutton. Chelsea náði fjórða sætinu á fyrsta tímabili Lampard en þá gat félagið ekki keypt neinn leikmann og það þótti afrek fyrir hann að koma liðinu í Meistaradeildina. Nú er hann aftur á móti að koma inn í tímabil eftir að hafa keypt leikmenn fyrir meira en tvö hundruð milljónir punda, leikmenn eins og Hakim Ziyech, Timo Werner, Kai Havertz, Ben Chilwell og Edouard Mendy. „Hvort sem honum líkar það betur eða verr þá er þetta allt annað tímabil fyrir Frank. Pressan er á honum og hann er búinn að eyða miklum pening. Nú mun pressan bara aukast,“ sagði Sutton. „Ég vil ekki dæma Chelsea of snemma því með þremur sigurleikjum í röð þá væri liðið aftur komið upp í annað sætið og við gætum farið að velta því fyrir okkur hvort að Chelsea gæti orðið meistari. Ég held samt að Chelsea geti ekki orðið meistari. Þeir þurfa aftur á móti að fara finna taktinn sem fyrst,“ sagði Chris Sutton.
Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira